3.650 prósenta hækkun á kolefnissköttum nauðsynleg Ásdís Nína Magnúsdóttir skrifar 28. janúar 2020 07:30 Mikil áhersla var lögð á kolefnisskatta á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos (WEF) í vikunni sem leið. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti ráðstefnugestum að Evrópusambandið stefni að því að kynna aðgerðir strax í lok þessa árs sem munu hindra innflutning á vörum frá löndum sem ekki verðleggja kolefnislosun heima fyrir í samræmi við staðla Evrópusambandsins. Þessar aðgerðir munu ekki brjóta í bága við reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Í dag er meðalskattur á kolefnislosun $2 fyrir hvert tonn af CO2. Samkvæmt skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) sem gefin var út í desember síðastliðnum er áætlað að til þess að ná lágmarksmarkmiðum Parísarsáttmálans um að takmarka meðalhitnun á plánetunni við 2℃ þyrfti skattur á kolefnislosun að verða $75 fyrir hvert tonn af CO2, það er 3650% hækkun. Það er því ljóst að hér er gríðarstór ytri kostnaður (e. externalized cost) sem fæst fyrirtæki taka ábyrgð á eins og stendur en það mun þurfa að breytast mjög hratt. Það gefur auga leið að þessar breytingar munu hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Það má segja að það sé lágmarks áhættustýring að byrja á því að fylgjast með og mæla kolefnislosun, sama hver stærð fyrirtækjanna er er. Climate Neutral Now Það er skiljanlegt að mörg fyrirtæki hafi ekki hugað að þessu áður og óttist aukna vinnu og útgjaldaliði. Hér ber að hafa í huga að það er samt sem áður betra að byrja sem fyrst. Þó ef til vill sé ekki mögulegt í fyrstu að gera mælingar á kolefnislosun á öllum sviðum reksturs fyrirtækisins er betra að gera það að hluta til frekar en að sleppa því, svo lengi sem það er gert á gagnsæjan og hreinskilinn hátt gagnvart viðskiptavinum og almenningi. Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) brást við skorti á fjármagni og þekkingu fyrirtækja á loftslagsaðgerðum árið 2015 við undirritun Parísarsáttmálans og skóp verkefni sem kemur til móts við fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum. Verkefnið heitir Climate Neutral Now og er öllum aðgengilegt að kostnaðarlausu, sama hvort um er að ræða fyrirtæki, íþróttafélög, skólar, stofnanir eða einstaka viðburði. Markmið verkefnisins eru einföld, að fá sem flesta til að byrja í fyrsta lagi að mæla kolefnislosun, í öðru lagi að minnka kolefnislosun og í þriðja lagi kolefnisjafna þá óhjákvæmilegu losunarvalda sem eftir standa. Hugsjónin er að betra sé að fá sem flesta til þess að byrja að huga að þessum málum þó það sé ekki fullkomið í fyrstu heldur en að hafa örfáa aðila sem gera hlutina óaðfinnanlega. Það er ekki ósvipað mottói Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgð - allt sem þú gerir hefur áhrif. Janúarráðstefna Festu verður haldin 30. janúar næstkomandi og nýtti Festa sér þekkingu Climate Neutral Now þegar kom að áætlun kolefnislosunar ráðstefnunnar. Við nýttum okkur þó innlend gögn í nokkrum flokkum sem áttu betur við en þau alþjóðlegu gögn sem Climate Neutral Now styðst við. Þegar kom að kolefnisjöfnun var tekin sú ákvörðun að kolefnisjafna þrefalt fyrir áætlaða losun ráðstefnunnar þar sem Festa vill vera fyrirmynd í samfélagsábyrgð á Íslandi og ljóst er að metnaður þarf að aukast ef Ísland á að leggja sitt af mörkum við að halda hlýnun jarðar vel fyrir neðan 2℃. Kolefnisjöfnun Kolefnisjöfnun er mikilvæg forsenda þess að markmið Parísarsáttmálans náist, hins vegar kemur hún ekki í staðinn fyrir að dregið sé úr losun. Þegar kemur að kolefnisjöfnun eru til staðar íslensk verkefni, þ.e. Votlendissjóður og Kolviður, sem gera má ráð fyrir að flestir þekki til. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á erlendum verkefnum sem eru til fyrirmyndar og hafa þriðja aðila vottun fyrir að kolefnisjöfnunin sé raunveruleg og mælanleg. Mikilvægt er að þriðja aðila vottun tryggi auk þess að kolefnisjöfnunin sé hrein viðbót, þ.e. hefði ekki átt sér stað nema fyrir tilstuðlan fjármagns sem kemur af sölu kolefnisjöfnunarbréfa. Margir söluaðilar koma upp þegar leitað er að kolefnisjöfnun en þeir sem njóta hvað mestrar virðingar eru Gold Standard Carbon Offsets, Verra (Verified Carbon Standard) og UN Certified Emission Reduction. Kolefnisjöfnun er jafn gagnleg sama hvar hún á sér stað í heiminum og hafa sum erlend verkefni þann kost að stuðla einnig að framþróun samfélaga í þróunarlöndum. Það eru einmitt þessi mál og fleiri er varða samfélagsábyrgð fyrirtækja sem verða rædd á Janúarráðstefnu Festu næsta fimmtudag. Þar verður þekkingu deilt og reynslu miðlað í góðu andrúmslofti. Það eru nefnilega sameiginlegir hagsmunir okkar allra að það sé staðið vel að þessum málum. Höfundur er með MSc í alþjóðlegri sjálfbærni stjórnun, hefur starfað hjá Rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og var hluti af skipulagsteymi Janúarráðstefnu Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Skattar og tollar Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Mikil áhersla var lögð á kolefnisskatta á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos (WEF) í vikunni sem leið. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti ráðstefnugestum að Evrópusambandið stefni að því að kynna aðgerðir strax í lok þessa árs sem munu hindra innflutning á vörum frá löndum sem ekki verðleggja kolefnislosun heima fyrir í samræmi við staðla Evrópusambandsins. Þessar aðgerðir munu ekki brjóta í bága við reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Í dag er meðalskattur á kolefnislosun $2 fyrir hvert tonn af CO2. Samkvæmt skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) sem gefin var út í desember síðastliðnum er áætlað að til þess að ná lágmarksmarkmiðum Parísarsáttmálans um að takmarka meðalhitnun á plánetunni við 2℃ þyrfti skattur á kolefnislosun að verða $75 fyrir hvert tonn af CO2, það er 3650% hækkun. Það er því ljóst að hér er gríðarstór ytri kostnaður (e. externalized cost) sem fæst fyrirtæki taka ábyrgð á eins og stendur en það mun þurfa að breytast mjög hratt. Það gefur auga leið að þessar breytingar munu hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Það má segja að það sé lágmarks áhættustýring að byrja á því að fylgjast með og mæla kolefnislosun, sama hver stærð fyrirtækjanna er er. Climate Neutral Now Það er skiljanlegt að mörg fyrirtæki hafi ekki hugað að þessu áður og óttist aukna vinnu og útgjaldaliði. Hér ber að hafa í huga að það er samt sem áður betra að byrja sem fyrst. Þó ef til vill sé ekki mögulegt í fyrstu að gera mælingar á kolefnislosun á öllum sviðum reksturs fyrirtækisins er betra að gera það að hluta til frekar en að sleppa því, svo lengi sem það er gert á gagnsæjan og hreinskilinn hátt gagnvart viðskiptavinum og almenningi. Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) brást við skorti á fjármagni og þekkingu fyrirtækja á loftslagsaðgerðum árið 2015 við undirritun Parísarsáttmálans og skóp verkefni sem kemur til móts við fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum. Verkefnið heitir Climate Neutral Now og er öllum aðgengilegt að kostnaðarlausu, sama hvort um er að ræða fyrirtæki, íþróttafélög, skólar, stofnanir eða einstaka viðburði. Markmið verkefnisins eru einföld, að fá sem flesta til að byrja í fyrsta lagi að mæla kolefnislosun, í öðru lagi að minnka kolefnislosun og í þriðja lagi kolefnisjafna þá óhjákvæmilegu losunarvalda sem eftir standa. Hugsjónin er að betra sé að fá sem flesta til þess að byrja að huga að þessum málum þó það sé ekki fullkomið í fyrstu heldur en að hafa örfáa aðila sem gera hlutina óaðfinnanlega. Það er ekki ósvipað mottói Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgð - allt sem þú gerir hefur áhrif. Janúarráðstefna Festu verður haldin 30. janúar næstkomandi og nýtti Festa sér þekkingu Climate Neutral Now þegar kom að áætlun kolefnislosunar ráðstefnunnar. Við nýttum okkur þó innlend gögn í nokkrum flokkum sem áttu betur við en þau alþjóðlegu gögn sem Climate Neutral Now styðst við. Þegar kom að kolefnisjöfnun var tekin sú ákvörðun að kolefnisjafna þrefalt fyrir áætlaða losun ráðstefnunnar þar sem Festa vill vera fyrirmynd í samfélagsábyrgð á Íslandi og ljóst er að metnaður þarf að aukast ef Ísland á að leggja sitt af mörkum við að halda hlýnun jarðar vel fyrir neðan 2℃. Kolefnisjöfnun Kolefnisjöfnun er mikilvæg forsenda þess að markmið Parísarsáttmálans náist, hins vegar kemur hún ekki í staðinn fyrir að dregið sé úr losun. Þegar kemur að kolefnisjöfnun eru til staðar íslensk verkefni, þ.e. Votlendissjóður og Kolviður, sem gera má ráð fyrir að flestir þekki til. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á erlendum verkefnum sem eru til fyrirmyndar og hafa þriðja aðila vottun fyrir að kolefnisjöfnunin sé raunveruleg og mælanleg. Mikilvægt er að þriðja aðila vottun tryggi auk þess að kolefnisjöfnunin sé hrein viðbót, þ.e. hefði ekki átt sér stað nema fyrir tilstuðlan fjármagns sem kemur af sölu kolefnisjöfnunarbréfa. Margir söluaðilar koma upp þegar leitað er að kolefnisjöfnun en þeir sem njóta hvað mestrar virðingar eru Gold Standard Carbon Offsets, Verra (Verified Carbon Standard) og UN Certified Emission Reduction. Kolefnisjöfnun er jafn gagnleg sama hvar hún á sér stað í heiminum og hafa sum erlend verkefni þann kost að stuðla einnig að framþróun samfélaga í þróunarlöndum. Það eru einmitt þessi mál og fleiri er varða samfélagsábyrgð fyrirtækja sem verða rædd á Janúarráðstefnu Festu næsta fimmtudag. Þar verður þekkingu deilt og reynslu miðlað í góðu andrúmslofti. Það eru nefnilega sameiginlegir hagsmunir okkar allra að það sé staðið vel að þessum málum. Höfundur er með MSc í alþjóðlegri sjálfbærni stjórnun, hefur starfað hjá Rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og var hluti af skipulagsteymi Janúarráðstefnu Festu.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun