Taílenskir ásatrúarmenn gáfu 1000 evrur vegna höfuðhofsins Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2020 12:30 Kostnaður við byggingu Ásatrúarhofsins hefur farið um 136 prósentum fram úr áætlun. Allsherjargoði segir það hafa orðið félaginu til happs að hafa ekki fengið lán hjá bönkum og nú sé stefnt að hópfjármögnun. Framkvæmdir á hofinu hófust árið 2017 en voru settar á bið í fyrra vegna skorts á fjármagni. „Við störfum í anda Hávamála, að nota það sem til er og njóta þess sem við fáum,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði. Staðsetningin reyndist fullkomin Reykjavíkurborg útvegaði Ásatrúarfélaginu lóðina í Öskjuhlíð árið 2006. Hilmar segir að eftir á að hyggja hafi sú staðsetning reynst afar hentug. „Við áttum upphaflega að vera í Leynimýri en svo var það ekki hægt út af flugvellinum. En síðan dettur Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson niður á þessa staðsetningu sem eftir á að hyggja var mjög fullkomin. Hér eru öll örnefni í kring mjög tengd Ásatrúnni. Við erum með Hrafnabjörg hérna rétt fyrir neðan. Við erum með Hangakletta, það er en nú eitt af nöfnum Óðins, Hangatýr og Hangagóð. Svo erum við með Þrísteina hérna rétt hjá, þannig að ég held að þetta sé guðleg forsjón.“ Bankahrunið setti síðan strik í framkvæmdirnar. Vonir stóðu til að hefja framkvæmdir 2010 eða 2011. Svo fór ekki. Fyrsta skóflustungan var síðan tekin árið 2015 og hófust framkvæmdir árið 2017. Ásatrúarhofið í Öskjuhlíð.Magnús Jensson Búist við kostnaði upp á 300 milljónir Upphaflega átti hofið að kosta 127 milljónir króna. Í dag er búist við að kostnaðurinn verði 300 milljónir króna. „En við erum komin ansi langt. Við erum búin með meira en 60 prósent. Við flytjum inn í skrifstofuhlutann í ár og ætlum að reyna að byrja að reisa hvelfinguna á næsta ári. Draumurinn er að geta opnað hana sumardaginn fyrsta 2022 þegar Ásatrúarfélagið verður 50 ára.“ Hilmar segir bankakerfið ekki hafa verið félaginu hliðhollt. „Sem er kannski til góðs þegar upp er staðið. Við höfum byggt fyrir þá peninga sem við eigum, aldrei tekið lán og byggt á þeim hraða sem við teljum skynsaman.“ Táknræn hvelfing Hvelfing hofsins verður átta metra há. „Þetta er dálítið táknrænt. Maður gengur inn í undirheimana þegar maður gengur inn í hofið og sér bergið. Síðan er hvelfingin svífandi yfir sem eru himnarnir.“ Rúmlega 5000 manns eru í félaginu og hofið að mestu reist fyrir sóknargjöld. „Að vísu hefur fólk verið að reita í okkur smápeninga,“ segir Hilmar. Magnús Jensson Óvænt sending barst frá Taílandi Hann segist hafa verið ansi bugaður á stöðunni fyrir tveimur árum. Þá birtist allt í einu óvænt hjálp frá ásatrúarmönnum í Taílandi. „Þeir voru með þúsund evrur sem þeir höfðu safnað. Þá sér maður að guðirnir vinna verkin sín á dularfullan og hvetjandi hátt.“ Félagið ætlar að hefja hópfjármögnun síðar í vetur til að geta lokið við framkvæmdirnar. „Við ætlum að byrja á því um mánaðamótin mars/apríl. Og okkur dreymir um að vera með útitónleika til að vekja athygli á þessum framkvæmdum. Þarna verða tónlistarmenn sem fólk þekki. Við eigum svo mikið af góðum vinum sem eru frægir og fræg, þannig að ég held að þetta verði einstakt tilefni.“ Áhugi á félaginu erlendis er mikill. „Við erum að svara miklu fleiri spurningum erlendis frá heldur en frá Íslendingum. Það er mikill áhugi á ásatrú og okkur hefur borið gæfa til að vera frekar óumdeildur hópur. Við höfum aldrei blandað saman trú og stjórnmálum. Það er svo mikið um það að fólk sem kennir sig við Ásatrú sé hægra megin við Hitler, svo það sé orðað á kurteisan hátt. En hjá okkur er þetta eitthvað sem samrýmist ekki. Fólk lítur til þess og ber virðingu fyrir því.“ Og hann segir Ásatrúarfélagið mikið aðdráttarafl á ferðamenn sem hafa áhuga á fornri norrænni menningu. „Ég hef alltaf sagt að þetta verður ein af einkennisbyggingum Reykjavíkur þegar hún verður fullbyggð. Þetta er fyrsta höfuðhofið sem rís í Norður Evrópu í þúsund ár. Þannig að þetta verður sögulegt tilefni.“ Reykjavík Trúmál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Kostnaður við byggingu Ásatrúarhofsins hefur farið um 136 prósentum fram úr áætlun. Allsherjargoði segir það hafa orðið félaginu til happs að hafa ekki fengið lán hjá bönkum og nú sé stefnt að hópfjármögnun. Framkvæmdir á hofinu hófust árið 2017 en voru settar á bið í fyrra vegna skorts á fjármagni. „Við störfum í anda Hávamála, að nota það sem til er og njóta þess sem við fáum,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði. Staðsetningin reyndist fullkomin Reykjavíkurborg útvegaði Ásatrúarfélaginu lóðina í Öskjuhlíð árið 2006. Hilmar segir að eftir á að hyggja hafi sú staðsetning reynst afar hentug. „Við áttum upphaflega að vera í Leynimýri en svo var það ekki hægt út af flugvellinum. En síðan dettur Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson niður á þessa staðsetningu sem eftir á að hyggja var mjög fullkomin. Hér eru öll örnefni í kring mjög tengd Ásatrúnni. Við erum með Hrafnabjörg hérna rétt fyrir neðan. Við erum með Hangakletta, það er en nú eitt af nöfnum Óðins, Hangatýr og Hangagóð. Svo erum við með Þrísteina hérna rétt hjá, þannig að ég held að þetta sé guðleg forsjón.“ Bankahrunið setti síðan strik í framkvæmdirnar. Vonir stóðu til að hefja framkvæmdir 2010 eða 2011. Svo fór ekki. Fyrsta skóflustungan var síðan tekin árið 2015 og hófust framkvæmdir árið 2017. Ásatrúarhofið í Öskjuhlíð.Magnús Jensson Búist við kostnaði upp á 300 milljónir Upphaflega átti hofið að kosta 127 milljónir króna. Í dag er búist við að kostnaðurinn verði 300 milljónir króna. „En við erum komin ansi langt. Við erum búin með meira en 60 prósent. Við flytjum inn í skrifstofuhlutann í ár og ætlum að reyna að byrja að reisa hvelfinguna á næsta ári. Draumurinn er að geta opnað hana sumardaginn fyrsta 2022 þegar Ásatrúarfélagið verður 50 ára.“ Hilmar segir bankakerfið ekki hafa verið félaginu hliðhollt. „Sem er kannski til góðs þegar upp er staðið. Við höfum byggt fyrir þá peninga sem við eigum, aldrei tekið lán og byggt á þeim hraða sem við teljum skynsaman.“ Táknræn hvelfing Hvelfing hofsins verður átta metra há. „Þetta er dálítið táknrænt. Maður gengur inn í undirheimana þegar maður gengur inn í hofið og sér bergið. Síðan er hvelfingin svífandi yfir sem eru himnarnir.“ Rúmlega 5000 manns eru í félaginu og hofið að mestu reist fyrir sóknargjöld. „Að vísu hefur fólk verið að reita í okkur smápeninga,“ segir Hilmar. Magnús Jensson Óvænt sending barst frá Taílandi Hann segist hafa verið ansi bugaður á stöðunni fyrir tveimur árum. Þá birtist allt í einu óvænt hjálp frá ásatrúarmönnum í Taílandi. „Þeir voru með þúsund evrur sem þeir höfðu safnað. Þá sér maður að guðirnir vinna verkin sín á dularfullan og hvetjandi hátt.“ Félagið ætlar að hefja hópfjármögnun síðar í vetur til að geta lokið við framkvæmdirnar. „Við ætlum að byrja á því um mánaðamótin mars/apríl. Og okkur dreymir um að vera með útitónleika til að vekja athygli á þessum framkvæmdum. Þarna verða tónlistarmenn sem fólk þekki. Við eigum svo mikið af góðum vinum sem eru frægir og fræg, þannig að ég held að þetta verði einstakt tilefni.“ Áhugi á félaginu erlendis er mikill. „Við erum að svara miklu fleiri spurningum erlendis frá heldur en frá Íslendingum. Það er mikill áhugi á ásatrú og okkur hefur borið gæfa til að vera frekar óumdeildur hópur. Við höfum aldrei blandað saman trú og stjórnmálum. Það er svo mikið um það að fólk sem kennir sig við Ásatrú sé hægra megin við Hitler, svo það sé orðað á kurteisan hátt. En hjá okkur er þetta eitthvað sem samrýmist ekki. Fólk lítur til þess og ber virðingu fyrir því.“ Og hann segir Ásatrúarfélagið mikið aðdráttarafl á ferðamenn sem hafa áhuga á fornri norrænni menningu. „Ég hef alltaf sagt að þetta verður ein af einkennisbyggingum Reykjavíkur þegar hún verður fullbyggð. Þetta er fyrsta höfuðhofið sem rís í Norður Evrópu í þúsund ár. Þannig að þetta verður sögulegt tilefni.“
Reykjavík Trúmál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira