Spánverjar Evrópumeistarar 2020 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2020 17:15 Spánverjar eru Evrópumeistarar 2020. Vísir/Getty Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir tveggja marka sigur á Króötum í frábærum úrslitaleik. Lokatölur í Tele2 höllinni í Stokkhólmi 22-20 Spánverjum í vil. Annað skiptið í röð sem Spánverjar landa Evrópumeistaratitlinum. Króatar, sem unnu Norðmenn á eftirminnilegan hátt í tvíframlengdum undanúrslitaleik, byrjuðu leikinn betur og komust í 2-0 snemma leiks. Annars var leikurinn í járnum nær allt til enda en eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn, 5-5. Varnarleikur beggja liða var frábær í dag en ljóst að sóknarleikurinn var orðinn pínu stífur og stirður eftir álagið síðustu daga. Króatar komust svo aftur tveimur mörkum yfir, 8-6, eftir að staðan hafði verið jöfn 6-6. Domagoj Duvnjak þá með fjögur af átta mörkum Króata. Eftir það fór allt í baklás hjá Króötum á meðan Spánverjar spýttu í lófana en þeir skoruðu næstu fjögur mörk leiksins. Þegar skammt var til hálfleiks leiddu Spánverjar með einu marki, staðan þá 11-10. Króatar náðu hins vegar að jafna metin þegar fyrri hálfleikur var í þann mund að renna út en samt sem áður tókst Spánverjum að skora þökk sé góðu skoti Raúl Entrerríos alveg í blálokin. Staðan því 12-11 er liðin gengu til búningsherbergja. Spánverjar gátu þakkað Pérez De Vargas í markinu en hann varði sex af þeim átta skotum sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik. NOTHING is getting past All-star Team goalkeeper @PerezdVargas right now - 6 saves from 8 shots @RFEBalonmano#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/aMNjYR8i7q— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 Some half-time stats for the fact fans - @HRStwitt making more passes, @RFEBalonmano more efficient#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/4EiyrKSig6— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 Spánverjar komust tveimur mörkum yfir snemma í síðari hálfleik. Tvö mörk uðru fjögur skömmu síðar en í tvígang var enginn í marki Króata. Aleix Gomez Abello nýtti sér það en hann skoraði þrjú mörk í röð fyrir Spánverja sem komust mest fjórum mörkum yfir, staðan þá 16-12. Króatar eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og tókst þeim að minnka muninn jafnt og þétt þangað til staðan var allt í einu orðin 18-18 og skammt til leiksloka. Á þeim tímapunkti stefndi allt í að Króatar væru á leið í framlengingu annan leikinn í röð. Þeir komust svo yfir í stöðunni 19-18 og höfðu þá skorað þrjú mörk í röð. Raunar var það þannig að eftir að Króatar jöfnuðu í 18-18 var ekki skorað í fímm mínútur í leiknum. Spennustigið greinilega mjög hátt. Spánverjar skoruðu í kjölfarið tvö mörk og komust 20-19 yfir en Króatar voru fljótir að hugsa og tóku snögga miðju þar sem enginn var í marki Spánar og skoraði Ilija Brozović með skoti frá miðju. Reyndist það síðasta mark Króata í leiknum en þeir fóru illa að ráði sínu undir lok leiks og fór það svo að Spánverjar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og tryggðu sér þar með Evrópumeistaratitilinn, annað skiptið í röð. Lokatölur í Tele2 höllinni í Stokkhólmi 22-20 Spánverjum í vil. Spánverjar verðugir meistarar en þeir töpuðu ekki leik allt mótið. Eini leikurinn sem þeir unnu ekki var jafntefli við Króata í milliriðli. Er þetta í 3. sinn sem Króatar tapa úrslitaleik Evrópumótsins í handbolta. .@AlexDujshebaev scores the winning goal and secures @RFEBalonmano their second EHF EURO title#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/hNPAXYjS0B— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 Watch the Game Highlights from Spain vs. Croatia, 01/26/2020 pic.twitter.com/2PCRoq819d— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 EM 2020 í handbolta Spánn Tengdar fréttir Hituðu upp á „fan zone“ fyrir undanúrslitaleikinn: „Þetta er til skammar“ Undirbúningur Spánverja og Slóvena fyrir undanúrslitaleik liðanna var óhefðbundinn. 25. janúar 2020 11:15 Norðmenn tryggðu sér bronsið með öruggum sigri á Slóvenum | Þýskaland náði 5. sætinu Bronsið á Evrópumótinu í handbolta er Norðmanna að þessu sinni eftir átta marka sigur á Slóvenum í dag, lokatölur 28-20. Fyrr í dag tryggðu Þjóðverjar sér svo 5. sætið með sigri á Portúgal. Fréttin hefur verið uppfærð. 25. janúar 2020 20:45 Norðmenn brjálaðir | Átti sigurmark Króatíu að standa? Zeljo Musa skoraði sigurmark Króatíu í tvíframlengdum undanúrslitaleik liðsins gegn Noregi í gær þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir á klukkunni. Norðmenn eru brjálaðir þar sem þeir segja að markið hafi verið ólöglegt. Leiknum lauk með eins marks sigri Króatíu, 29-28. 25. janúar 2020 21:30 Duvnjak valinn bestur á EM 2020 Búið er að velja besta leikmann EM 2020 í handbolta og úrvalslið mótsins. 26. janúar 2020 11:12 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir tveggja marka sigur á Króötum í frábærum úrslitaleik. Lokatölur í Tele2 höllinni í Stokkhólmi 22-20 Spánverjum í vil. Annað skiptið í röð sem Spánverjar landa Evrópumeistaratitlinum. Króatar, sem unnu Norðmenn á eftirminnilegan hátt í tvíframlengdum undanúrslitaleik, byrjuðu leikinn betur og komust í 2-0 snemma leiks. Annars var leikurinn í járnum nær allt til enda en eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn, 5-5. Varnarleikur beggja liða var frábær í dag en ljóst að sóknarleikurinn var orðinn pínu stífur og stirður eftir álagið síðustu daga. Króatar komust svo aftur tveimur mörkum yfir, 8-6, eftir að staðan hafði verið jöfn 6-6. Domagoj Duvnjak þá með fjögur af átta mörkum Króata. Eftir það fór allt í baklás hjá Króötum á meðan Spánverjar spýttu í lófana en þeir skoruðu næstu fjögur mörk leiksins. Þegar skammt var til hálfleiks leiddu Spánverjar með einu marki, staðan þá 11-10. Króatar náðu hins vegar að jafna metin þegar fyrri hálfleikur var í þann mund að renna út en samt sem áður tókst Spánverjum að skora þökk sé góðu skoti Raúl Entrerríos alveg í blálokin. Staðan því 12-11 er liðin gengu til búningsherbergja. Spánverjar gátu þakkað Pérez De Vargas í markinu en hann varði sex af þeim átta skotum sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik. NOTHING is getting past All-star Team goalkeeper @PerezdVargas right now - 6 saves from 8 shots @RFEBalonmano#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/aMNjYR8i7q— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 Some half-time stats for the fact fans - @HRStwitt making more passes, @RFEBalonmano more efficient#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/4EiyrKSig6— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 Spánverjar komust tveimur mörkum yfir snemma í síðari hálfleik. Tvö mörk uðru fjögur skömmu síðar en í tvígang var enginn í marki Króata. Aleix Gomez Abello nýtti sér það en hann skoraði þrjú mörk í röð fyrir Spánverja sem komust mest fjórum mörkum yfir, staðan þá 16-12. Króatar eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og tókst þeim að minnka muninn jafnt og þétt þangað til staðan var allt í einu orðin 18-18 og skammt til leiksloka. Á þeim tímapunkti stefndi allt í að Króatar væru á leið í framlengingu annan leikinn í röð. Þeir komust svo yfir í stöðunni 19-18 og höfðu þá skorað þrjú mörk í röð. Raunar var það þannig að eftir að Króatar jöfnuðu í 18-18 var ekki skorað í fímm mínútur í leiknum. Spennustigið greinilega mjög hátt. Spánverjar skoruðu í kjölfarið tvö mörk og komust 20-19 yfir en Króatar voru fljótir að hugsa og tóku snögga miðju þar sem enginn var í marki Spánar og skoraði Ilija Brozović með skoti frá miðju. Reyndist það síðasta mark Króata í leiknum en þeir fóru illa að ráði sínu undir lok leiks og fór það svo að Spánverjar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og tryggðu sér þar með Evrópumeistaratitilinn, annað skiptið í röð. Lokatölur í Tele2 höllinni í Stokkhólmi 22-20 Spánverjum í vil. Spánverjar verðugir meistarar en þeir töpuðu ekki leik allt mótið. Eini leikurinn sem þeir unnu ekki var jafntefli við Króata í milliriðli. Er þetta í 3. sinn sem Króatar tapa úrslitaleik Evrópumótsins í handbolta. .@AlexDujshebaev scores the winning goal and secures @RFEBalonmano their second EHF EURO title#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/hNPAXYjS0B— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 Watch the Game Highlights from Spain vs. Croatia, 01/26/2020 pic.twitter.com/2PCRoq819d— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020
EM 2020 í handbolta Spánn Tengdar fréttir Hituðu upp á „fan zone“ fyrir undanúrslitaleikinn: „Þetta er til skammar“ Undirbúningur Spánverja og Slóvena fyrir undanúrslitaleik liðanna var óhefðbundinn. 25. janúar 2020 11:15 Norðmenn tryggðu sér bronsið með öruggum sigri á Slóvenum | Þýskaland náði 5. sætinu Bronsið á Evrópumótinu í handbolta er Norðmanna að þessu sinni eftir átta marka sigur á Slóvenum í dag, lokatölur 28-20. Fyrr í dag tryggðu Þjóðverjar sér svo 5. sætið með sigri á Portúgal. Fréttin hefur verið uppfærð. 25. janúar 2020 20:45 Norðmenn brjálaðir | Átti sigurmark Króatíu að standa? Zeljo Musa skoraði sigurmark Króatíu í tvíframlengdum undanúrslitaleik liðsins gegn Noregi í gær þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir á klukkunni. Norðmenn eru brjálaðir þar sem þeir segja að markið hafi verið ólöglegt. Leiknum lauk með eins marks sigri Króatíu, 29-28. 25. janúar 2020 21:30 Duvnjak valinn bestur á EM 2020 Búið er að velja besta leikmann EM 2020 í handbolta og úrvalslið mótsins. 26. janúar 2020 11:12 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Hituðu upp á „fan zone“ fyrir undanúrslitaleikinn: „Þetta er til skammar“ Undirbúningur Spánverja og Slóvena fyrir undanúrslitaleik liðanna var óhefðbundinn. 25. janúar 2020 11:15
Norðmenn tryggðu sér bronsið með öruggum sigri á Slóvenum | Þýskaland náði 5. sætinu Bronsið á Evrópumótinu í handbolta er Norðmanna að þessu sinni eftir átta marka sigur á Slóvenum í dag, lokatölur 28-20. Fyrr í dag tryggðu Þjóðverjar sér svo 5. sætið með sigri á Portúgal. Fréttin hefur verið uppfærð. 25. janúar 2020 20:45
Norðmenn brjálaðir | Átti sigurmark Króatíu að standa? Zeljo Musa skoraði sigurmark Króatíu í tvíframlengdum undanúrslitaleik liðsins gegn Noregi í gær þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir á klukkunni. Norðmenn eru brjálaðir þar sem þeir segja að markið hafi verið ólöglegt. Leiknum lauk með eins marks sigri Króatíu, 29-28. 25. janúar 2020 21:30
Duvnjak valinn bestur á EM 2020 Búið er að velja besta leikmann EM 2020 í handbolta og úrvalslið mótsins. 26. janúar 2020 11:12