Loksins „kærkomið hlé á óveðurslægðum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 08:11 Veðurfræðingur mælir með að landsmenn njóti janúarveðursins á meðan það er til friðs. Vísir/vilhelms Spáð er austan- og norðaustanvindum með snjókomu eða éljum víða á landinu í dag en hvassviðri á Vestfjörðum um tíma. Það virðist þó stefna í „kærkomið hlé“ á óveðurslægðunum sem hafa hrellt Íslendinga á nýja árinu, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings. Ferðalangar eru samt sem áður hvattir til að kanna vel veðurspár og ástand vega áður en lagt er af stað í dag. Á morgun ríkir suðaustankaldi með slyddu- eða snjóéljum en rofar til fyrir norðan. Hiti helst nærri frostmarki við sjávarsíðuna en búast má við nokkru frosti inn til landsins. Þá má búast við rólegheitaveðri fram eftir vikunni. „En veðurspár verða ótryggar þegar nær dregur helgi. Því um að gera að njóta janúarveðursins á meðan það er til friðs,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá er vetrarfærð í öllum landshlutum í dag, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Verið er að hreinsa vegi eftir nóttina en langleiðir á Vestfjörðum eru enn ófærar eða lokaðar. Þar er jafnframt hvasst á fjallvegum. Þá er varað við flughálku í Hvalfirði. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Suðaustan og austan 8-15 m/s og snjó- eða slydduél, hvassast syðst, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti kringum frostmark. Á þriðjudag: Norðaustlæg átt, 8-15 m/s og víða él, en skýjað með köflum og úrkomulítið S- og V-lands. Frost 0 til 5 stig. Á miðvikudag: Austlæg átt með éljum víða á landinu, yfileitt bjartviðri SV til. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á fimmtudag, föstudag og laugardag: Útlit fyrir norðlæga átt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið SV-lands og áfram svalt fremur veður. Veður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Sjá meira
Spáð er austan- og norðaustanvindum með snjókomu eða éljum víða á landinu í dag en hvassviðri á Vestfjörðum um tíma. Það virðist þó stefna í „kærkomið hlé“ á óveðurslægðunum sem hafa hrellt Íslendinga á nýja árinu, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings. Ferðalangar eru samt sem áður hvattir til að kanna vel veðurspár og ástand vega áður en lagt er af stað í dag. Á morgun ríkir suðaustankaldi með slyddu- eða snjóéljum en rofar til fyrir norðan. Hiti helst nærri frostmarki við sjávarsíðuna en búast má við nokkru frosti inn til landsins. Þá má búast við rólegheitaveðri fram eftir vikunni. „En veðurspár verða ótryggar þegar nær dregur helgi. Því um að gera að njóta janúarveðursins á meðan það er til friðs,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá er vetrarfærð í öllum landshlutum í dag, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Verið er að hreinsa vegi eftir nóttina en langleiðir á Vestfjörðum eru enn ófærar eða lokaðar. Þar er jafnframt hvasst á fjallvegum. Þá er varað við flughálku í Hvalfirði. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Suðaustan og austan 8-15 m/s og snjó- eða slydduél, hvassast syðst, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti kringum frostmark. Á þriðjudag: Norðaustlæg átt, 8-15 m/s og víða él, en skýjað með köflum og úrkomulítið S- og V-lands. Frost 0 til 5 stig. Á miðvikudag: Austlæg átt með éljum víða á landinu, yfileitt bjartviðri SV til. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á fimmtudag, föstudag og laugardag: Útlit fyrir norðlæga átt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið SV-lands og áfram svalt fremur veður.
Veður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Sjá meira