34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2020 10:01 Hermenn skoða vettvang eldflaugaárásarinnar sem var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. Vísir/AP Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í gær að 34 bandarískir hermenn hafi hlotið heilaáverka eftir árás Írana á íraska herstöð fyrr í mánuðinum. Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. Helmingur hermannanna hefur snúið aftur til starfa en fregnirnar ganga í berhögg við fyrri yfirlýsingar Donald Trump Bandaríkjaforseta þess efnis að engum Bandaríkjamönnum hafi orðið meint af árásinni. Forsvarsmenn bandaríska hersins segja að ekki hafi strax borist tilkynningar um einkenni heilahristings eða heilaáverka og að sum tilfellin hafi komið í ljós einhverjum dögum eftir árásina.Sjá einnig: Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í ÍrakÁtta hinna særðu komu til Bandaríkjanna á föstudag frá Þýskalandi en alls sautján voru fluttir þangað í kjölfar árásarinnar á Ain al-Asad flugherstöðina þann 8. janúar síðastliðinn. Níu þeirra dvelja enn í Þýskalandi á Landstuhl Regional Medical Center, stærsta hersjúkrahúsi Bandaríkjamanna utan landsteinanna. Jonathan Hoffman, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, greindi fjölmiðlum frá því að hinir átta heimkomnu muni hljóta frekari aðhlynningu á heilbrigðisstofnunum. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Segja nú að ellefu bandarískir hermenn hafi særst í árás Írana Áður hafði það verið gefið út að enginn hafi særst í árásum Írana 8. janúar og að eignartjón hafi verið minniháttar. 17. janúar 2020 07:30 Hvetur til stillingar en tekur ekki afstöðu til lögmætis aftökunnar á Soleimani Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom sér undan því að svara spurningu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um hvort hann telji aftöku Bandaríkjahers á íranska herforingjanum Qasem Soleimani vera lögmæta. 23. janúar 2020 12:04 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira
Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í gær að 34 bandarískir hermenn hafi hlotið heilaáverka eftir árás Írana á íraska herstöð fyrr í mánuðinum. Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. Helmingur hermannanna hefur snúið aftur til starfa en fregnirnar ganga í berhögg við fyrri yfirlýsingar Donald Trump Bandaríkjaforseta þess efnis að engum Bandaríkjamönnum hafi orðið meint af árásinni. Forsvarsmenn bandaríska hersins segja að ekki hafi strax borist tilkynningar um einkenni heilahristings eða heilaáverka og að sum tilfellin hafi komið í ljós einhverjum dögum eftir árásina.Sjá einnig: Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í ÍrakÁtta hinna særðu komu til Bandaríkjanna á föstudag frá Þýskalandi en alls sautján voru fluttir þangað í kjölfar árásarinnar á Ain al-Asad flugherstöðina þann 8. janúar síðastliðinn. Níu þeirra dvelja enn í Þýskalandi á Landstuhl Regional Medical Center, stærsta hersjúkrahúsi Bandaríkjamanna utan landsteinanna. Jonathan Hoffman, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, greindi fjölmiðlum frá því að hinir átta heimkomnu muni hljóta frekari aðhlynningu á heilbrigðisstofnunum.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Segja nú að ellefu bandarískir hermenn hafi særst í árás Írana Áður hafði það verið gefið út að enginn hafi særst í árásum Írana 8. janúar og að eignartjón hafi verið minniháttar. 17. janúar 2020 07:30 Hvetur til stillingar en tekur ekki afstöðu til lögmætis aftökunnar á Soleimani Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom sér undan því að svara spurningu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um hvort hann telji aftöku Bandaríkjahers á íranska herforingjanum Qasem Soleimani vera lögmæta. 23. janúar 2020 12:04 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira
Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16
Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52
Segja nú að ellefu bandarískir hermenn hafi særst í árás Írana Áður hafði það verið gefið út að enginn hafi særst í árásum Írana 8. janúar og að eignartjón hafi verið minniháttar. 17. janúar 2020 07:30
Hvetur til stillingar en tekur ekki afstöðu til lögmætis aftökunnar á Soleimani Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom sér undan því að svara spurningu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um hvort hann telji aftöku Bandaríkjahers á íranska herforingjanum Qasem Soleimani vera lögmæta. 23. janúar 2020 12:04