Aldarfjórðungur síðan Cantona sparkaði í stuðningsmanninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2020 08:00 Kung-fu spark Cantonas. vísir/getty Í dag, 25. janúar, eru 25 ár síðan Eric Cantona, þá leikmaður Manchester United, sparkaði í stuðningsmann Crystal Palace, Matthew Simmons, leik í ensku úrvalsdeildinni. Atvikið er eitt það frægasta í enskri fótboltasögu. Cantona fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks fyrir að sparka í Richard Shaw, varnarmann Palace, sem hafði dekkað hann stíft allan leikinn. Þegar Cantona var á leið til búningsherbergja á Selhurst Park sá áðurnefndur Simmons ástæðu til að hlaupa niður um nokkrar sætaraðir til að hrópa ókvæðisorð að Frakkanum. Cantona gengur af velli á Selhurst Park.vísir/getty Cantona tók þá annað æðiskast og sparkaði í bringuna á Simmons með kung-fu tilþrifum. Hann lét svo hnefana tala áður hann var dreginn í burtu. Atvikið dró eðlilega dilk á eftir sér. United setti Cantona í bann út tímabilið og enska knattspyrnusambandið lengdi það í átta mánuði, eða til 30. september 1995. FIFA staðfesti svo bannið þannig að Cantona mátti hvergi spila fótbolta næstu átta mánuðina. Cantona var einnig kærður fyrir líkamsáras og dæmdur til tveggja vikna fangelsisvistar. Hann þurfti þó ekki að sitja inni en gengdi samfélagsþjónustu. Mávar, togari og sardínur.vísir/getty Á blaðamannafundi mitt í öllu írafárinu lét Cantona fræg ummæli falla. „Þegar mávarnir elta togarann er það vegna þess að þeir halda að sardínum verði hent í sjóinn. Þakka ykkur kærlega fyrir,“ sagði Cantona, gekk út. Allir viðstaddir voru eitt spurningarmerki í framan. Án Cantonas lenti United í 2. sæti í deild og bikar tímabilið 1994-95. Eftir bannið var mikið rætt og ritað um framtíð Cantona og litlu munaði að hann yfirgæfi United. En Sir Alex Ferguson talaði hann til og Cantona sneri aftur í leik gegn Liverpool 1. október 1995. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli. Cantona fagnar marki sínu í endurkomuleiknum gegn Liverpool.vísir/getty Cantona átti hvað stærstan þátt í því að United varð tvöfaldur meistari tímabilið 1995-96. Endurkoman var fullkomnuð þegar hann skoraði sigurmark United gegn Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. United varð aftur Englandsmeistari vorið 1997 en þá ákvað Cantona að leggja skóna á hilluna, aðeins þrítugur að aldri, og einbeita sér að kvikmyndaleik. Cantona lék með United í fimm ár. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Eina tímabilið sem United varð ekki Englandsmeistari var þegar Cantona sat í skammarkróknum. Kóngurinn Cantona er í guðatölu hjá stuðningsmönnum United sem syngja um hann enn þann dag í dag. Bretland England Enski boltinn Tímamót Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Í dag, 25. janúar, eru 25 ár síðan Eric Cantona, þá leikmaður Manchester United, sparkaði í stuðningsmann Crystal Palace, Matthew Simmons, leik í ensku úrvalsdeildinni. Atvikið er eitt það frægasta í enskri fótboltasögu. Cantona fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks fyrir að sparka í Richard Shaw, varnarmann Palace, sem hafði dekkað hann stíft allan leikinn. Þegar Cantona var á leið til búningsherbergja á Selhurst Park sá áðurnefndur Simmons ástæðu til að hlaupa niður um nokkrar sætaraðir til að hrópa ókvæðisorð að Frakkanum. Cantona gengur af velli á Selhurst Park.vísir/getty Cantona tók þá annað æðiskast og sparkaði í bringuna á Simmons með kung-fu tilþrifum. Hann lét svo hnefana tala áður hann var dreginn í burtu. Atvikið dró eðlilega dilk á eftir sér. United setti Cantona í bann út tímabilið og enska knattspyrnusambandið lengdi það í átta mánuði, eða til 30. september 1995. FIFA staðfesti svo bannið þannig að Cantona mátti hvergi spila fótbolta næstu átta mánuðina. Cantona var einnig kærður fyrir líkamsáras og dæmdur til tveggja vikna fangelsisvistar. Hann þurfti þó ekki að sitja inni en gengdi samfélagsþjónustu. Mávar, togari og sardínur.vísir/getty Á blaðamannafundi mitt í öllu írafárinu lét Cantona fræg ummæli falla. „Þegar mávarnir elta togarann er það vegna þess að þeir halda að sardínum verði hent í sjóinn. Þakka ykkur kærlega fyrir,“ sagði Cantona, gekk út. Allir viðstaddir voru eitt spurningarmerki í framan. Án Cantonas lenti United í 2. sæti í deild og bikar tímabilið 1994-95. Eftir bannið var mikið rætt og ritað um framtíð Cantona og litlu munaði að hann yfirgæfi United. En Sir Alex Ferguson talaði hann til og Cantona sneri aftur í leik gegn Liverpool 1. október 1995. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli. Cantona fagnar marki sínu í endurkomuleiknum gegn Liverpool.vísir/getty Cantona átti hvað stærstan þátt í því að United varð tvöfaldur meistari tímabilið 1995-96. Endurkoman var fullkomnuð þegar hann skoraði sigurmark United gegn Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. United varð aftur Englandsmeistari vorið 1997 en þá ákvað Cantona að leggja skóna á hilluna, aðeins þrítugur að aldri, og einbeita sér að kvikmyndaleik. Cantona lék með United í fimm ár. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Eina tímabilið sem United varð ekki Englandsmeistari var þegar Cantona sat í skammarkróknum. Kóngurinn Cantona er í guðatölu hjá stuðningsmönnum United sem syngja um hann enn þann dag í dag.
Bretland England Enski boltinn Tímamót Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti