Aldarfjórðungur síðan Cantona sparkaði í stuðningsmanninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2020 08:00 Kung-fu spark Cantonas. vísir/getty Í dag, 25. janúar, eru 25 ár síðan Eric Cantona, þá leikmaður Manchester United, sparkaði í stuðningsmann Crystal Palace, Matthew Simmons, leik í ensku úrvalsdeildinni. Atvikið er eitt það frægasta í enskri fótboltasögu. Cantona fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks fyrir að sparka í Richard Shaw, varnarmann Palace, sem hafði dekkað hann stíft allan leikinn. Þegar Cantona var á leið til búningsherbergja á Selhurst Park sá áðurnefndur Simmons ástæðu til að hlaupa niður um nokkrar sætaraðir til að hrópa ókvæðisorð að Frakkanum. Cantona gengur af velli á Selhurst Park.vísir/getty Cantona tók þá annað æðiskast og sparkaði í bringuna á Simmons með kung-fu tilþrifum. Hann lét svo hnefana tala áður hann var dreginn í burtu. Atvikið dró eðlilega dilk á eftir sér. United setti Cantona í bann út tímabilið og enska knattspyrnusambandið lengdi það í átta mánuði, eða til 30. september 1995. FIFA staðfesti svo bannið þannig að Cantona mátti hvergi spila fótbolta næstu átta mánuðina. Cantona var einnig kærður fyrir líkamsáras og dæmdur til tveggja vikna fangelsisvistar. Hann þurfti þó ekki að sitja inni en gengdi samfélagsþjónustu. Mávar, togari og sardínur.vísir/getty Á blaðamannafundi mitt í öllu írafárinu lét Cantona fræg ummæli falla. „Þegar mávarnir elta togarann er það vegna þess að þeir halda að sardínum verði hent í sjóinn. Þakka ykkur kærlega fyrir,“ sagði Cantona, gekk út. Allir viðstaddir voru eitt spurningarmerki í framan. Án Cantonas lenti United í 2. sæti í deild og bikar tímabilið 1994-95. Eftir bannið var mikið rætt og ritað um framtíð Cantona og litlu munaði að hann yfirgæfi United. En Sir Alex Ferguson talaði hann til og Cantona sneri aftur í leik gegn Liverpool 1. október 1995. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli. Cantona fagnar marki sínu í endurkomuleiknum gegn Liverpool.vísir/getty Cantona átti hvað stærstan þátt í því að United varð tvöfaldur meistari tímabilið 1995-96. Endurkoman var fullkomnuð þegar hann skoraði sigurmark United gegn Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. United varð aftur Englandsmeistari vorið 1997 en þá ákvað Cantona að leggja skóna á hilluna, aðeins þrítugur að aldri, og einbeita sér að kvikmyndaleik. Cantona lék með United í fimm ár. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Eina tímabilið sem United varð ekki Englandsmeistari var þegar Cantona sat í skammarkróknum. Kóngurinn Cantona er í guðatölu hjá stuðningsmönnum United sem syngja um hann enn þann dag í dag. Bretland England Enski boltinn Tímamót Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Í dag, 25. janúar, eru 25 ár síðan Eric Cantona, þá leikmaður Manchester United, sparkaði í stuðningsmann Crystal Palace, Matthew Simmons, leik í ensku úrvalsdeildinni. Atvikið er eitt það frægasta í enskri fótboltasögu. Cantona fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks fyrir að sparka í Richard Shaw, varnarmann Palace, sem hafði dekkað hann stíft allan leikinn. Þegar Cantona var á leið til búningsherbergja á Selhurst Park sá áðurnefndur Simmons ástæðu til að hlaupa niður um nokkrar sætaraðir til að hrópa ókvæðisorð að Frakkanum. Cantona gengur af velli á Selhurst Park.vísir/getty Cantona tók þá annað æðiskast og sparkaði í bringuna á Simmons með kung-fu tilþrifum. Hann lét svo hnefana tala áður hann var dreginn í burtu. Atvikið dró eðlilega dilk á eftir sér. United setti Cantona í bann út tímabilið og enska knattspyrnusambandið lengdi það í átta mánuði, eða til 30. september 1995. FIFA staðfesti svo bannið þannig að Cantona mátti hvergi spila fótbolta næstu átta mánuðina. Cantona var einnig kærður fyrir líkamsáras og dæmdur til tveggja vikna fangelsisvistar. Hann þurfti þó ekki að sitja inni en gengdi samfélagsþjónustu. Mávar, togari og sardínur.vísir/getty Á blaðamannafundi mitt í öllu írafárinu lét Cantona fræg ummæli falla. „Þegar mávarnir elta togarann er það vegna þess að þeir halda að sardínum verði hent í sjóinn. Þakka ykkur kærlega fyrir,“ sagði Cantona, gekk út. Allir viðstaddir voru eitt spurningarmerki í framan. Án Cantonas lenti United í 2. sæti í deild og bikar tímabilið 1994-95. Eftir bannið var mikið rætt og ritað um framtíð Cantona og litlu munaði að hann yfirgæfi United. En Sir Alex Ferguson talaði hann til og Cantona sneri aftur í leik gegn Liverpool 1. október 1995. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli. Cantona fagnar marki sínu í endurkomuleiknum gegn Liverpool.vísir/getty Cantona átti hvað stærstan þátt í því að United varð tvöfaldur meistari tímabilið 1995-96. Endurkoman var fullkomnuð þegar hann skoraði sigurmark United gegn Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. United varð aftur Englandsmeistari vorið 1997 en þá ákvað Cantona að leggja skóna á hilluna, aðeins þrítugur að aldri, og einbeita sér að kvikmyndaleik. Cantona lék með United í fimm ár. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Eina tímabilið sem United varð ekki Englandsmeistari var þegar Cantona sat í skammarkróknum. Kóngurinn Cantona er í guðatölu hjá stuðningsmönnum United sem syngja um hann enn þann dag í dag.
Bretland England Enski boltinn Tímamót Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira