Þjálfarar grófasta og prúðasta liðs EM í handbolta eru íslenskir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 10:30 Erlingur Birgir Richardsson og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu spiluðu stóran hluta leikja sinna á EM manni færri enda að fá yfir fimm brottresktra að meðaltali í leik. EPA-EFE/OLE MARTIN WOLD Ísland átti þrjá þjálfara á Evrópumótinu í handbolta í ár og tveir þeirra voru með lið sín á sitthvorum endanum þegar kom að prúðmennsku samkvæmt útreikningum evrópska handboltasambandsins. Það var mjög ólíkt farið með liðum Kristjáns Andréssonar og Erlings Richardssonar á þessu móti. Kristján var á sínu fjórða og síðasta stórmóti með sænska landsliðið en Erlingur á því fyrsta með hollenska landsliðið. Lærisveinar Kristjáns í sænska landsliðið eru prúðasta lið mótsins fyrir leikina um verðlaun. Þeir fengu aðeins 6,6 refsistig að meðaltali í sjö leikjum sínum. Sænsku leikmennirnir voru aðeins reknir útaf í tvær mínútur í nítján skipti þar af fjórum sinnum í lokaleiknum á móti Íslandi. Svíarnir fengu síðan 8 gul spjöld og ekkert rautt spjald. Þetta gera 46 refsistig eða 6,6 í leik. Næstu lið voru Rússland og Sviss með 7,3 refsistig í leik. Lærisveinar Erlings Richardsson létu aftur á móti finna fyrir því eða fengu kannski harðari meðferð hjá dómurum mótsins því þeir voru með langflest refsistig eða 14,7 að meðaltali í leik. Það er meira en tvöfalt fleiri refsistig en Svíar. Hollendingar voru sautján sinnum reknir útaf í tvær mínútur og það í aðeins þremur leikjum. Það er tveimur brottrekstrum færra en Svíar en sænska liðið lék samt fjórum leikjum meira en Hollendingar á Evrópumótinu. Hollenska liðið fékk síðan 5 gul spjöld og eitt rautt spjald. Útilokanir vegna þriggja brottvísana teljast hér ekki sem rautt spjald. Íslenska landsliðið var í miðjum hóp með 8,7 refsistig að meðaltali í leik en það setti liðið í 10. sæti listans yfir prúðustu lið mótsins. Það má finna allan listann hér.Prúðasta liðið á EM eftir milliriðla: 1. Svíþjóð 6,6 refsistig í leik 2. Rússland 7,3 2. Sviss 7,3 4. Norður-Makedónía 7,7 5. Danmörk 8,0 6. Frakkland 8,3 6. Serbía 8,3Grófasta liðið á EM eftir milliriðla: 1. Holland 14,7 refsistig í leik 2. Svartfjallaland 12,7 2. Þýskaland 12,7 4. Úkraína 11,3 5. Hvíta-Rússland 11,1 6. Tékkland 10,9 EM 2020 í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira
Ísland átti þrjá þjálfara á Evrópumótinu í handbolta í ár og tveir þeirra voru með lið sín á sitthvorum endanum þegar kom að prúðmennsku samkvæmt útreikningum evrópska handboltasambandsins. Það var mjög ólíkt farið með liðum Kristjáns Andréssonar og Erlings Richardssonar á þessu móti. Kristján var á sínu fjórða og síðasta stórmóti með sænska landsliðið en Erlingur á því fyrsta með hollenska landsliðið. Lærisveinar Kristjáns í sænska landsliðið eru prúðasta lið mótsins fyrir leikina um verðlaun. Þeir fengu aðeins 6,6 refsistig að meðaltali í sjö leikjum sínum. Sænsku leikmennirnir voru aðeins reknir útaf í tvær mínútur í nítján skipti þar af fjórum sinnum í lokaleiknum á móti Íslandi. Svíarnir fengu síðan 8 gul spjöld og ekkert rautt spjald. Þetta gera 46 refsistig eða 6,6 í leik. Næstu lið voru Rússland og Sviss með 7,3 refsistig í leik. Lærisveinar Erlings Richardsson létu aftur á móti finna fyrir því eða fengu kannski harðari meðferð hjá dómurum mótsins því þeir voru með langflest refsistig eða 14,7 að meðaltali í leik. Það er meira en tvöfalt fleiri refsistig en Svíar. Hollendingar voru sautján sinnum reknir útaf í tvær mínútur og það í aðeins þremur leikjum. Það er tveimur brottrekstrum færra en Svíar en sænska liðið lék samt fjórum leikjum meira en Hollendingar á Evrópumótinu. Hollenska liðið fékk síðan 5 gul spjöld og eitt rautt spjald. Útilokanir vegna þriggja brottvísana teljast hér ekki sem rautt spjald. Íslenska landsliðið var í miðjum hóp með 8,7 refsistig að meðaltali í leik en það setti liðið í 10. sæti listans yfir prúðustu lið mótsins. Það má finna allan listann hér.Prúðasta liðið á EM eftir milliriðla: 1. Svíþjóð 6,6 refsistig í leik 2. Rússland 7,3 2. Sviss 7,3 4. Norður-Makedónía 7,7 5. Danmörk 8,0 6. Frakkland 8,3 6. Serbía 8,3Grófasta liðið á EM eftir milliriðla: 1. Holland 14,7 refsistig í leik 2. Svartfjallaland 12,7 2. Þýskaland 12,7 4. Úkraína 11,3 5. Hvíta-Rússland 11,1 6. Tékkland 10,9
EM 2020 í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira