Allir leikmenn á EM í handbolta þurftu að spila í sérstökum „brjóstahaldara“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 09:00 Svona líta þessir KINEXON brjóstahaldarar út en allir leikmenn á EM þurftu að spila í svona. Getty/Arne Deder Það var boðið upp á nýjung í upplýsingagjöf frá Evrópumóti karla í handbolta í ár og fyrir vikið gátu áhugasamir fengið nýja tölfræði um frammistöðu leikmanna. Að þessu sinni var mæta hversu mikið leikmenn hlaupa, hversu hátt þeir stökkva, hversu hratt þeir hlaupa og hversu fast þeir skjóta. Til þess að geta mælt svona hluti þurftu allir leikmenn að klæðast sérstökum topp, einskonar „brjóstahaldara“, innan undir búningi sínum. Join Dr Handball as he explains just how @kinexon are collecting data on every move the players make during #ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/JNLzVLcWj8— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2020 Tölfræðin er unnin í samvinnu við fyrirtækið KINEXON. Norska Dagbladet segir frá þessu og talaði líka við norska landsliðsmenn um það að þurfa að klæðast þessum toppi. Slíkir toppar eru í notkun hjá stærstu handboltaliðum heims og þeir leikmenn sem spila í þýsku deildinni eru líka vanir að nota hann. Skilaboðin til allra leikmanna voru einföld. Til að fá leyfi til að spila á Evrópumótinu þá þurftu allir leikmenn að klæðast tölfræði-toppnum frá KINEXON. „Þú getur skotið eins fast og þú getur en ekki hitt markið. Þú getur hlaupið mest allra en samt tapað handboltaleik. Þess vegna er þessi tölfræði ekki áhugaverð fyrir okkur,“ sagði Kristian Björnsen, fyrirliði norska landsliðsins. „Þegar við mættum þá var okkur sagt að við yrðum að klæðast þeim. Það voru ekki allir ánægðir en við urðum að fylgja þessum reglum,“ sagði Magnus Gullerud. Hann sagði að það tók smá tíma að venjast toppinum og það var mikilvægt að finna réttu stærðina. Remember the epic VELUX #ehffinal4 2019? It was the 1st edition to offer an unparalleled level of insights into the game. Did you ever wonder how player tracking technology data is collected provided by @kinexon and the SELECT iBall ?#veluxehfclpic.twitter.com/sHnbGzNHzV— EHF Champions League (@ehfcl) July 24, 2019 „Tölfræði getur verið skemmtileg og hún kemur með eitthvað nýtt til áhorfenda. Við græðum samt ekki mikið á því að vita hver stekkur hæst eða skýtur fastast. Það hefði kannski verið betra að mæla púlsinn í leiðinni. Þá væri hægt að fá upplýsingar sem segja mikið,“ sagði línumaðurinn Magnus Gullerud. Landsliðsþjálfarinn Christian Berge segist ekki hafa notað þessa tölfræði frá KINEXON. „Þetta er í góðu lagi á meðan græjan virkar og er í lagi. Leikmenn verða líka að finna þann topp sem er þægilegur fyrir þá. Þetta er eins og brjóstahaldari og hann hefur búið til smá áskorun fyrir leikmenn sem hafa þurft að venjast því að spila í svona,“ sagði Christian Berge. EM 2020 í handbolta Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Það var boðið upp á nýjung í upplýsingagjöf frá Evrópumóti karla í handbolta í ár og fyrir vikið gátu áhugasamir fengið nýja tölfræði um frammistöðu leikmanna. Að þessu sinni var mæta hversu mikið leikmenn hlaupa, hversu hátt þeir stökkva, hversu hratt þeir hlaupa og hversu fast þeir skjóta. Til þess að geta mælt svona hluti þurftu allir leikmenn að klæðast sérstökum topp, einskonar „brjóstahaldara“, innan undir búningi sínum. Join Dr Handball as he explains just how @kinexon are collecting data on every move the players make during #ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/JNLzVLcWj8— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2020 Tölfræðin er unnin í samvinnu við fyrirtækið KINEXON. Norska Dagbladet segir frá þessu og talaði líka við norska landsliðsmenn um það að þurfa að klæðast þessum toppi. Slíkir toppar eru í notkun hjá stærstu handboltaliðum heims og þeir leikmenn sem spila í þýsku deildinni eru líka vanir að nota hann. Skilaboðin til allra leikmanna voru einföld. Til að fá leyfi til að spila á Evrópumótinu þá þurftu allir leikmenn að klæðast tölfræði-toppnum frá KINEXON. „Þú getur skotið eins fast og þú getur en ekki hitt markið. Þú getur hlaupið mest allra en samt tapað handboltaleik. Þess vegna er þessi tölfræði ekki áhugaverð fyrir okkur,“ sagði Kristian Björnsen, fyrirliði norska landsliðsins. „Þegar við mættum þá var okkur sagt að við yrðum að klæðast þeim. Það voru ekki allir ánægðir en við urðum að fylgja þessum reglum,“ sagði Magnus Gullerud. Hann sagði að það tók smá tíma að venjast toppinum og það var mikilvægt að finna réttu stærðina. Remember the epic VELUX #ehffinal4 2019? It was the 1st edition to offer an unparalleled level of insights into the game. Did you ever wonder how player tracking technology data is collected provided by @kinexon and the SELECT iBall ?#veluxehfclpic.twitter.com/sHnbGzNHzV— EHF Champions League (@ehfcl) July 24, 2019 „Tölfræði getur verið skemmtileg og hún kemur með eitthvað nýtt til áhorfenda. Við græðum samt ekki mikið á því að vita hver stekkur hæst eða skýtur fastast. Það hefði kannski verið betra að mæla púlsinn í leiðinni. Þá væri hægt að fá upplýsingar sem segja mikið,“ sagði línumaðurinn Magnus Gullerud. Landsliðsþjálfarinn Christian Berge segist ekki hafa notað þessa tölfræði frá KINEXON. „Þetta er í góðu lagi á meðan græjan virkar og er í lagi. Leikmenn verða líka að finna þann topp sem er þægilegur fyrir þá. Þetta er eins og brjóstahaldari og hann hefur búið til smá áskorun fyrir leikmenn sem hafa þurft að venjast því að spila í svona,“ sagði Christian Berge.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira