Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2020 23:30 Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, hér í forgrunni. AP/Kathy Willens Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. Sciorra, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Sopranos-sjónvarsþáttunum vinsælu hefur sakað Weinstein um að hafa nauðgað sér í íbúð hennar í Manhattan veturinn 1993-1994. Sciorra er sú fyrsta af sex konum sem bera munu vitni gegn Weinstein í réttarhöldunum sem nú standa yfir í New York.Lýsti hún því hvernig hún og Weinstein hafi kynnst snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Nokkrum árum síðar hafi hópur, þar á meðal hún og Weinstein, farið út að borða saman. Hún hafi ákveðið að fara snemma heim og bauð Weinstein henni far, sem hún þáði. Fylgdi hann henni heim og skildu leiðir þeirra eftir. Greindi hún hins vegar frá því að stuttu síðar hafi verið bankað á hurðina á íbúð hennar. Þar hafi Weinstein verið mættur og sagði hún að hann hefði þröngvað sér inn í íbúðina. Weinstein var umkringdur fylgdarliði við komuna í dómshúsið á Manhattan í gær.Vísir/Getty Hann hafi labbað um íbúðina á meðan hann hneppti frá skyrtunni. „Síðan greip hann í mig. Hann leiddi mig inn í svefnherbergið og ýtti mér á rúmið. Ég kýldi í hann og sparkaði og var að reyna að koma honum af mér. Hann tók í hendurnar á mér og lyfti þum yfir höfuðið á mér,“ lýsti Sciorra en á því augnabliki lék hún eftir hvernig Weinstein hafði haldið henni. Því næst hafi Weinstein nauðgað henni. Hið meinta brot Weinstein gegn Sciorra er hins vegar fyrnt samkvæmt lögum í New York og Weinstein því ekki ákærður fyrir meint kynferðisbrot sín gegn henni. Réttarhöldin nú snúast um ákærur á hendur Weinstein fyrir að hafa nauðgað tveimur konum, auk þriggja annarra kynferðisbrota. Saksóknarar vonast til þess að vitnisburður Sciorra muni renna stoðum undir vitnisburð þeirra kvenna sem sakað hafa Weinstein um nauðgun eða önnur kynferðisbrot. Ásakanirnar á hendur Weinstein sem komu fram árið 2017 hrundu af stað Metoo-byltingunni svonefndu þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46 Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Dómarinn segir Weinstein-réttarhöldin ekki atkvæðagreiðslu um Metoo-hreyfinguna Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. 16. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. Sciorra, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Sopranos-sjónvarsþáttunum vinsælu hefur sakað Weinstein um að hafa nauðgað sér í íbúð hennar í Manhattan veturinn 1993-1994. Sciorra er sú fyrsta af sex konum sem bera munu vitni gegn Weinstein í réttarhöldunum sem nú standa yfir í New York.Lýsti hún því hvernig hún og Weinstein hafi kynnst snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Nokkrum árum síðar hafi hópur, þar á meðal hún og Weinstein, farið út að borða saman. Hún hafi ákveðið að fara snemma heim og bauð Weinstein henni far, sem hún þáði. Fylgdi hann henni heim og skildu leiðir þeirra eftir. Greindi hún hins vegar frá því að stuttu síðar hafi verið bankað á hurðina á íbúð hennar. Þar hafi Weinstein verið mættur og sagði hún að hann hefði þröngvað sér inn í íbúðina. Weinstein var umkringdur fylgdarliði við komuna í dómshúsið á Manhattan í gær.Vísir/Getty Hann hafi labbað um íbúðina á meðan hann hneppti frá skyrtunni. „Síðan greip hann í mig. Hann leiddi mig inn í svefnherbergið og ýtti mér á rúmið. Ég kýldi í hann og sparkaði og var að reyna að koma honum af mér. Hann tók í hendurnar á mér og lyfti þum yfir höfuðið á mér,“ lýsti Sciorra en á því augnabliki lék hún eftir hvernig Weinstein hafði haldið henni. Því næst hafi Weinstein nauðgað henni. Hið meinta brot Weinstein gegn Sciorra er hins vegar fyrnt samkvæmt lögum í New York og Weinstein því ekki ákærður fyrir meint kynferðisbrot sín gegn henni. Réttarhöldin nú snúast um ákærur á hendur Weinstein fyrir að hafa nauðgað tveimur konum, auk þriggja annarra kynferðisbrota. Saksóknarar vonast til þess að vitnisburður Sciorra muni renna stoðum undir vitnisburð þeirra kvenna sem sakað hafa Weinstein um nauðgun eða önnur kynferðisbrot. Ásakanirnar á hendur Weinstein sem komu fram árið 2017 hrundu af stað Metoo-byltingunni svonefndu þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46 Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Dómarinn segir Weinstein-réttarhöldin ekki atkvæðagreiðslu um Metoo-hreyfinguna Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. 16. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46
Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02
„Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57
Dómarinn segir Weinstein-réttarhöldin ekki atkvæðagreiðslu um Metoo-hreyfinguna Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. 16. janúar 2020 23:30
Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent