Meiri samskipti, meiri vellíðan Guðrún Björnsdóttir skrifar 24. janúar 2020 08:00 Í áhugaverðri tilraun á áttunda áratugnum rannsakaði kanadíski sálfræðingurinn Dr. Bruce Alexander tengsl á milli fíknar og samfélags. Notaði hann rottur sem viðfangsefni og kannaði hvort félagslegar aðstæður hefðu áhrif á neyslu þeirra. Kallaðist tilraunin „Rat Park“. Borin var saman hegðun hjá rottum sem voru einar í búri og rottum sem deildu sérútbúnu rými með öðrum. Allar höfðu þær aðgang að hreinu vatn til drykkjar annars vegar og morfínblönduðu vatni hins vegar. Niðurstaða rannsóknarinn sýndi að á meðan einangruðu rotturnar sóttu í morfínblandaða vatnið þar til þær drápust völdu þær sem höfðu félagsskap frekar hreint vatn. Þar af leiðandi var dregin sú ályktun að félagsskapur og samskipti við aðra gæti spornað gegn því að einstaklingar þróuðu með sér ávanabindandi hegðun. Fyrir 10 árum síðan sótti ég ráðstefnu um uppbyggingu stúdentagarða í Mið-Evrópu. Þar komu fram sláandi niðurstöður könnunar um líðan háskólastúdenta, þar sem talað var um að um 30% þeirra upplifðu kvíða og/eða aðra vanlíðan. Þrátt fyrir að könnunin næði ekki til Íslands reiknaði ég með að við værum engin undantekning eins og síðar kom í ljós. Í framhaldi af því ákváðum við hjá Félagsstofnun stúdenta (FS) að í allri uppbygging nýrra stúdentagarða yrði lögð áhersla á að hanna húsnæðið þannig að það stuðlaði að auknum samskiptum íbúa sem leið til að minnka líkur á einmanaleika og annarri vanlíðan. Í rannsókn sem gerð var árið 2018 á geðheilsu nemenda við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík kom fram að um þriðjungur þeirra mældist með þunglyndi. Í könnunum á vegum Landlæknis hefur komið fram að sífellt fleiri upplifa sig einmana. Nú í janúar sýndu niðurstöður rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands að líðan unglinga er verri nú en nokkru sinni áður og að hátt í 40% unglinga í 10. bekk finna fyrir depurð vikulega eða oftar og um 17% segjast vera oft eða mjög oft einmana. Mér varð hugsað til Rat Park rannsóknarinnar í þessu tilliti, en miðað við hana þá getur steðjað viss hætta að fólki sem þjáist af einmanaleika. Hlutverk FS er að bæta lífskjör stúdenta við Háskóla Íslands. Við tökum þetta hlutverk alvarlega, hvort sem um er að ræða að bjóða leigu á sanngjörnu verði eða með því að reyna að draga úr áhyggjum stúdenta með því að bjóða þjónustu sem þeir þurfa á að halda líkt og leikskólaplássi fyrir börnin þeirra eða næringu yfir daginn. Undanfarin ár höfum við lagt áherslu á uppbyggingu stúdentaíbúða enda ekki vanþörf á sökum langra biðlista, en eftir langa bið getum við loks unnið þá niður og boðið tæplega 300 stúdentum húsnæði á nýjum Stúdentagarði sem verið er að taka í notkun. Markmið okkar er ekki eingöngu að byggja þak yfir höfuðið. Við leggjum áherslu á að búa til samfélag þar sem íbúar komast ekki hjá því að hittast, kynnast og eiga samskipti sín á milli. Auk hefðbundins íbúðaforms bjóðum við á þessum nýja garði búsetu í 8-9 herbergja íbúðum þar sem hver og einn hefur sitt svefnherbergi og baðherbergi en hópurinn deilir fullbúnu sameiginlegu eldhúsi og stofu. Þó við vitum að þetta eitt og sér kemur ekki í veg fyrir einmanaleika, vanlíðan og félagslega einangrun þá teljum við að búseta sem þessi geti haft áhrif. Það getur verið gott að vera einn með sjálfum sér en stundum líka nauðsynlegt að hafa félagsskap og upplifa sig sem part af samfélagi. Þessa dagana erum við að taka á móti umsóknum og úthluta leigueiningum og hvet ég stúdenta til að kynna sér málið og sækja um á www.studentagardar.is. Á meðan nýir íbúar tínast á svæðið fullir eftirvæntingar erum við stolt að geta tekið á móti þeim sem til okkar leita með boð um húsnæði í stað vonbrigða um setu á margra mánaða biðlista. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í áhugaverðri tilraun á áttunda áratugnum rannsakaði kanadíski sálfræðingurinn Dr. Bruce Alexander tengsl á milli fíknar og samfélags. Notaði hann rottur sem viðfangsefni og kannaði hvort félagslegar aðstæður hefðu áhrif á neyslu þeirra. Kallaðist tilraunin „Rat Park“. Borin var saman hegðun hjá rottum sem voru einar í búri og rottum sem deildu sérútbúnu rými með öðrum. Allar höfðu þær aðgang að hreinu vatn til drykkjar annars vegar og morfínblönduðu vatni hins vegar. Niðurstaða rannsóknarinn sýndi að á meðan einangruðu rotturnar sóttu í morfínblandaða vatnið þar til þær drápust völdu þær sem höfðu félagsskap frekar hreint vatn. Þar af leiðandi var dregin sú ályktun að félagsskapur og samskipti við aðra gæti spornað gegn því að einstaklingar þróuðu með sér ávanabindandi hegðun. Fyrir 10 árum síðan sótti ég ráðstefnu um uppbyggingu stúdentagarða í Mið-Evrópu. Þar komu fram sláandi niðurstöður könnunar um líðan háskólastúdenta, þar sem talað var um að um 30% þeirra upplifðu kvíða og/eða aðra vanlíðan. Þrátt fyrir að könnunin næði ekki til Íslands reiknaði ég með að við værum engin undantekning eins og síðar kom í ljós. Í framhaldi af því ákváðum við hjá Félagsstofnun stúdenta (FS) að í allri uppbygging nýrra stúdentagarða yrði lögð áhersla á að hanna húsnæðið þannig að það stuðlaði að auknum samskiptum íbúa sem leið til að minnka líkur á einmanaleika og annarri vanlíðan. Í rannsókn sem gerð var árið 2018 á geðheilsu nemenda við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík kom fram að um þriðjungur þeirra mældist með þunglyndi. Í könnunum á vegum Landlæknis hefur komið fram að sífellt fleiri upplifa sig einmana. Nú í janúar sýndu niðurstöður rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands að líðan unglinga er verri nú en nokkru sinni áður og að hátt í 40% unglinga í 10. bekk finna fyrir depurð vikulega eða oftar og um 17% segjast vera oft eða mjög oft einmana. Mér varð hugsað til Rat Park rannsóknarinnar í þessu tilliti, en miðað við hana þá getur steðjað viss hætta að fólki sem þjáist af einmanaleika. Hlutverk FS er að bæta lífskjör stúdenta við Háskóla Íslands. Við tökum þetta hlutverk alvarlega, hvort sem um er að ræða að bjóða leigu á sanngjörnu verði eða með því að reyna að draga úr áhyggjum stúdenta með því að bjóða þjónustu sem þeir þurfa á að halda líkt og leikskólaplássi fyrir börnin þeirra eða næringu yfir daginn. Undanfarin ár höfum við lagt áherslu á uppbyggingu stúdentaíbúða enda ekki vanþörf á sökum langra biðlista, en eftir langa bið getum við loks unnið þá niður og boðið tæplega 300 stúdentum húsnæði á nýjum Stúdentagarði sem verið er að taka í notkun. Markmið okkar er ekki eingöngu að byggja þak yfir höfuðið. Við leggjum áherslu á að búa til samfélag þar sem íbúar komast ekki hjá því að hittast, kynnast og eiga samskipti sín á milli. Auk hefðbundins íbúðaforms bjóðum við á þessum nýja garði búsetu í 8-9 herbergja íbúðum þar sem hver og einn hefur sitt svefnherbergi og baðherbergi en hópurinn deilir fullbúnu sameiginlegu eldhúsi og stofu. Þó við vitum að þetta eitt og sér kemur ekki í veg fyrir einmanaleika, vanlíðan og félagslega einangrun þá teljum við að búseta sem þessi geti haft áhrif. Það getur verið gott að vera einn með sjálfum sér en stundum líka nauðsynlegt að hafa félagsskap og upplifa sig sem part af samfélagi. Þessa dagana erum við að taka á móti umsóknum og úthluta leigueiningum og hvet ég stúdenta til að kynna sér málið og sækja um á www.studentagardar.is. Á meðan nýir íbúar tínast á svæðið fullir eftirvæntingar erum við stolt að geta tekið á móti þeim sem til okkar leita með boð um húsnæði í stað vonbrigða um setu á margra mánaða biðlista. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun