Meiri samskipti, meiri vellíðan Guðrún Björnsdóttir skrifar 24. janúar 2020 08:00 Í áhugaverðri tilraun á áttunda áratugnum rannsakaði kanadíski sálfræðingurinn Dr. Bruce Alexander tengsl á milli fíknar og samfélags. Notaði hann rottur sem viðfangsefni og kannaði hvort félagslegar aðstæður hefðu áhrif á neyslu þeirra. Kallaðist tilraunin „Rat Park“. Borin var saman hegðun hjá rottum sem voru einar í búri og rottum sem deildu sérútbúnu rými með öðrum. Allar höfðu þær aðgang að hreinu vatn til drykkjar annars vegar og morfínblönduðu vatni hins vegar. Niðurstaða rannsóknarinn sýndi að á meðan einangruðu rotturnar sóttu í morfínblandaða vatnið þar til þær drápust völdu þær sem höfðu félagsskap frekar hreint vatn. Þar af leiðandi var dregin sú ályktun að félagsskapur og samskipti við aðra gæti spornað gegn því að einstaklingar þróuðu með sér ávanabindandi hegðun. Fyrir 10 árum síðan sótti ég ráðstefnu um uppbyggingu stúdentagarða í Mið-Evrópu. Þar komu fram sláandi niðurstöður könnunar um líðan háskólastúdenta, þar sem talað var um að um 30% þeirra upplifðu kvíða og/eða aðra vanlíðan. Þrátt fyrir að könnunin næði ekki til Íslands reiknaði ég með að við værum engin undantekning eins og síðar kom í ljós. Í framhaldi af því ákváðum við hjá Félagsstofnun stúdenta (FS) að í allri uppbygging nýrra stúdentagarða yrði lögð áhersla á að hanna húsnæðið þannig að það stuðlaði að auknum samskiptum íbúa sem leið til að minnka líkur á einmanaleika og annarri vanlíðan. Í rannsókn sem gerð var árið 2018 á geðheilsu nemenda við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík kom fram að um þriðjungur þeirra mældist með þunglyndi. Í könnunum á vegum Landlæknis hefur komið fram að sífellt fleiri upplifa sig einmana. Nú í janúar sýndu niðurstöður rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands að líðan unglinga er verri nú en nokkru sinni áður og að hátt í 40% unglinga í 10. bekk finna fyrir depurð vikulega eða oftar og um 17% segjast vera oft eða mjög oft einmana. Mér varð hugsað til Rat Park rannsóknarinnar í þessu tilliti, en miðað við hana þá getur steðjað viss hætta að fólki sem þjáist af einmanaleika. Hlutverk FS er að bæta lífskjör stúdenta við Háskóla Íslands. Við tökum þetta hlutverk alvarlega, hvort sem um er að ræða að bjóða leigu á sanngjörnu verði eða með því að reyna að draga úr áhyggjum stúdenta með því að bjóða þjónustu sem þeir þurfa á að halda líkt og leikskólaplássi fyrir börnin þeirra eða næringu yfir daginn. Undanfarin ár höfum við lagt áherslu á uppbyggingu stúdentaíbúða enda ekki vanþörf á sökum langra biðlista, en eftir langa bið getum við loks unnið þá niður og boðið tæplega 300 stúdentum húsnæði á nýjum Stúdentagarði sem verið er að taka í notkun. Markmið okkar er ekki eingöngu að byggja þak yfir höfuðið. Við leggjum áherslu á að búa til samfélag þar sem íbúar komast ekki hjá því að hittast, kynnast og eiga samskipti sín á milli. Auk hefðbundins íbúðaforms bjóðum við á þessum nýja garði búsetu í 8-9 herbergja íbúðum þar sem hver og einn hefur sitt svefnherbergi og baðherbergi en hópurinn deilir fullbúnu sameiginlegu eldhúsi og stofu. Þó við vitum að þetta eitt og sér kemur ekki í veg fyrir einmanaleika, vanlíðan og félagslega einangrun þá teljum við að búseta sem þessi geti haft áhrif. Það getur verið gott að vera einn með sjálfum sér en stundum líka nauðsynlegt að hafa félagsskap og upplifa sig sem part af samfélagi. Þessa dagana erum við að taka á móti umsóknum og úthluta leigueiningum og hvet ég stúdenta til að kynna sér málið og sækja um á www.studentagardar.is. Á meðan nýir íbúar tínast á svæðið fullir eftirvæntingar erum við stolt að geta tekið á móti þeim sem til okkar leita með boð um húsnæði í stað vonbrigða um setu á margra mánaða biðlista. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í áhugaverðri tilraun á áttunda áratugnum rannsakaði kanadíski sálfræðingurinn Dr. Bruce Alexander tengsl á milli fíknar og samfélags. Notaði hann rottur sem viðfangsefni og kannaði hvort félagslegar aðstæður hefðu áhrif á neyslu þeirra. Kallaðist tilraunin „Rat Park“. Borin var saman hegðun hjá rottum sem voru einar í búri og rottum sem deildu sérútbúnu rými með öðrum. Allar höfðu þær aðgang að hreinu vatn til drykkjar annars vegar og morfínblönduðu vatni hins vegar. Niðurstaða rannsóknarinn sýndi að á meðan einangruðu rotturnar sóttu í morfínblandaða vatnið þar til þær drápust völdu þær sem höfðu félagsskap frekar hreint vatn. Þar af leiðandi var dregin sú ályktun að félagsskapur og samskipti við aðra gæti spornað gegn því að einstaklingar þróuðu með sér ávanabindandi hegðun. Fyrir 10 árum síðan sótti ég ráðstefnu um uppbyggingu stúdentagarða í Mið-Evrópu. Þar komu fram sláandi niðurstöður könnunar um líðan háskólastúdenta, þar sem talað var um að um 30% þeirra upplifðu kvíða og/eða aðra vanlíðan. Þrátt fyrir að könnunin næði ekki til Íslands reiknaði ég með að við værum engin undantekning eins og síðar kom í ljós. Í framhaldi af því ákváðum við hjá Félagsstofnun stúdenta (FS) að í allri uppbygging nýrra stúdentagarða yrði lögð áhersla á að hanna húsnæðið þannig að það stuðlaði að auknum samskiptum íbúa sem leið til að minnka líkur á einmanaleika og annarri vanlíðan. Í rannsókn sem gerð var árið 2018 á geðheilsu nemenda við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík kom fram að um þriðjungur þeirra mældist með þunglyndi. Í könnunum á vegum Landlæknis hefur komið fram að sífellt fleiri upplifa sig einmana. Nú í janúar sýndu niðurstöður rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands að líðan unglinga er verri nú en nokkru sinni áður og að hátt í 40% unglinga í 10. bekk finna fyrir depurð vikulega eða oftar og um 17% segjast vera oft eða mjög oft einmana. Mér varð hugsað til Rat Park rannsóknarinnar í þessu tilliti, en miðað við hana þá getur steðjað viss hætta að fólki sem þjáist af einmanaleika. Hlutverk FS er að bæta lífskjör stúdenta við Háskóla Íslands. Við tökum þetta hlutverk alvarlega, hvort sem um er að ræða að bjóða leigu á sanngjörnu verði eða með því að reyna að draga úr áhyggjum stúdenta með því að bjóða þjónustu sem þeir þurfa á að halda líkt og leikskólaplássi fyrir börnin þeirra eða næringu yfir daginn. Undanfarin ár höfum við lagt áherslu á uppbyggingu stúdentaíbúða enda ekki vanþörf á sökum langra biðlista, en eftir langa bið getum við loks unnið þá niður og boðið tæplega 300 stúdentum húsnæði á nýjum Stúdentagarði sem verið er að taka í notkun. Markmið okkar er ekki eingöngu að byggja þak yfir höfuðið. Við leggjum áherslu á að búa til samfélag þar sem íbúar komast ekki hjá því að hittast, kynnast og eiga samskipti sín á milli. Auk hefðbundins íbúðaforms bjóðum við á þessum nýja garði búsetu í 8-9 herbergja íbúðum þar sem hver og einn hefur sitt svefnherbergi og baðherbergi en hópurinn deilir fullbúnu sameiginlegu eldhúsi og stofu. Þó við vitum að þetta eitt og sér kemur ekki í veg fyrir einmanaleika, vanlíðan og félagslega einangrun þá teljum við að búseta sem þessi geti haft áhrif. Það getur verið gott að vera einn með sjálfum sér en stundum líka nauðsynlegt að hafa félagsskap og upplifa sig sem part af samfélagi. Þessa dagana erum við að taka á móti umsóknum og úthluta leigueiningum og hvet ég stúdenta til að kynna sér málið og sækja um á www.studentagardar.is. Á meðan nýir íbúar tínast á svæðið fullir eftirvæntingar erum við stolt að geta tekið á móti þeim sem til okkar leita með boð um húsnæði í stað vonbrigða um setu á margra mánaða biðlista. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar