Kristján Andrésson með bestan árangur íslenskra þjálfara á fjórða stórmótinu í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 14:45 Kristján Andrésson hefur skilað sænska landsliðinu í 2. til 7. sæti á fjórum stórmótum sínum með liðið. Getty/EPA-EFE/JUANJO MARTIN Kristján Andrésson endaði landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á Íslandi í lokaleik milliriðils EM í handbolta í gær. Með sigrinum tryggðu Svíar sér sjöunda sætið á Evrópumótinu. Kristján tók við sænska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016 og stýrði því í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 2017. Kristján var því að klára sitt fjórða stórmót með sænska landsliðinu í Malmö í gær. Á öllum þessum fjórum mótum hefur Kristján náð bestum árangri af íslensku þjálfurunum á mótinu. Það hafa verið þrír íslenskir þjálfarar eða fleiri á öllum þessum mótum. Guðmundur Guðmundsson átti möguleika að fara með íslenska landsliðið upp fyrir það sænska með sigri í gær en Svíarnir voru miklu betri og unnu sjö marka sigur. Sænska liðið endar þar með í sjöunda sæti, fjórum sætum ofar en það íslenska. Erlingur Birgir Richardsson var þriðji íslenski þjálfarinn á mótinu en hollenska liðið endaði í sautjánda sæti undir hans stjórn. Kristján hafði verið með meira en sex sæta forskot á tveimur stórmótum á undan þessu, sex sætum á undan íslenska landsliðinu á HM í fyrra og heilum ellefu sætum á undan íslenska landsliðinu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Síðasti íslenski þjálfarinn annar enn Kristján til að ná bestum árangri íslensks þjálfara á stórmóti var árið 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum og Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum. Hér fyrir neðan má sjá árangur íslenskra þjálfara á síðustu stórmótum í handbolta.Sæti íslensku þjálfaranna á síðustu stórmótumEM 2020 7. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 17. sæti - Erlingur Richardsson með HollandHM 2019 5. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 19. sæti - Patrekur Jóhannesson með Austurríki 20. sæti - Aron Kristjánsson með Barein 24. sæti - Dagur Sigurðsson með JapanEM 2018 2. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 13. sæti - Geir Sveinsson með Ísland 15. sæti - Patrekur Jóhannesson með AusturríkiHM 2017 6. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 9. sæti - Dagur Sigurðsson með Þýskaland 10. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Danmörku 14. sæti - Geir Sveinsson með Ísland EM 2020 í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Sjá meira
Kristján Andrésson endaði landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á Íslandi í lokaleik milliriðils EM í handbolta í gær. Með sigrinum tryggðu Svíar sér sjöunda sætið á Evrópumótinu. Kristján tók við sænska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016 og stýrði því í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 2017. Kristján var því að klára sitt fjórða stórmót með sænska landsliðinu í Malmö í gær. Á öllum þessum fjórum mótum hefur Kristján náð bestum árangri af íslensku þjálfurunum á mótinu. Það hafa verið þrír íslenskir þjálfarar eða fleiri á öllum þessum mótum. Guðmundur Guðmundsson átti möguleika að fara með íslenska landsliðið upp fyrir það sænska með sigri í gær en Svíarnir voru miklu betri og unnu sjö marka sigur. Sænska liðið endar þar með í sjöunda sæti, fjórum sætum ofar en það íslenska. Erlingur Birgir Richardsson var þriðji íslenski þjálfarinn á mótinu en hollenska liðið endaði í sautjánda sæti undir hans stjórn. Kristján hafði verið með meira en sex sæta forskot á tveimur stórmótum á undan þessu, sex sætum á undan íslenska landsliðinu á HM í fyrra og heilum ellefu sætum á undan íslenska landsliðinu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Síðasti íslenski þjálfarinn annar enn Kristján til að ná bestum árangri íslensks þjálfara á stórmóti var árið 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum og Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum. Hér fyrir neðan má sjá árangur íslenskra þjálfara á síðustu stórmótum í handbolta.Sæti íslensku þjálfaranna á síðustu stórmótumEM 2020 7. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 17. sæti - Erlingur Richardsson með HollandHM 2019 5. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 19. sæti - Patrekur Jóhannesson með Austurríki 20. sæti - Aron Kristjánsson með Barein 24. sæti - Dagur Sigurðsson með JapanEM 2018 2. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 13. sæti - Geir Sveinsson með Ísland 15. sæti - Patrekur Jóhannesson með AusturríkiHM 2017 6. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 9. sæti - Dagur Sigurðsson með Þýskaland 10. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Danmörku 14. sæti - Geir Sveinsson með Ísland
EM 2020 í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Sjá meira