Þetta gerist þegar maður sefur Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2020 12:30 Erla Björnsdóttir þekkir góðan svefn vel. Erla Björnsdóttir er einn reyndasti svefnsérfræðingur landsins. Hún er sálfræðingur að mennt með doktorsgráðu í líf og læknavísindum. Erla hefur mikið rannsakað svefn á undanförnum árum og veitir skjólstæðingum sínum klíníska ráðgjöf á því sviði. Svefninn er nefnilega ótrúlega áhugavert fyrirbæri sem veitir okkur mun meira heldur en bara þá nauðsynlegu hvíld sem við vitum að við þurfum. Frosti Logason hitti Erlu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og ræddi svefn við hana. „Hér áður fyrr var aðallega verið að leggja áherslu á hreyfingu og matarræði en við erum sem betur fer farin að átta okkur á því að góður nætursvefn er algjör grunnstoð upp á heilsu, bæði líkamlega og andlega,“ segir Erla. „Svefninn er ofboðslega virkt ástand. Það er margt að gerast á líkama og sál meðan við sofum. Við erum að spara orku, erum að endurnæra okkur, endurnýja frumur í líkamanum, losa út eiturefni og flokka áreiti,“ segir Erla og bætir við fjölmörgum atriðum. En hversu mikið þurfum við að sofa til að fá það sem kallað er góður nætursvefn og hvernig vitum við hvað er nóg? „Fullorðnir þurfa að sofa í 7-9 klukkustundir og það er alltaf munur á okkur. Börn og unglingar þurfa lengri svefn. Það er ágætis mælikvarði að skoða hvernig okkur líður yfir daginn. Erum við þreytt? Erum við orkulaus? Erum við að leita í skyndiorku t.d. í matarræði.“ Erla segir að þrátt fyrir þá vitundarvakningu sem átt hefur sér stað varðandi hversu miklu máli svefninn skiptir þá sýni rannsóknir að Íslendingar eru að sofa alltof lítið. Samkvæmt nýlegri heilbrigðiskönnun Gallup telur um helmingur Íslendinga sig ekki sofa nóg, þriðjungur sefur sex tíma eða minna og ef fólk er spurt hvað það geri til að bæta svefninn er algengasta svarið að fólk taki svefnlyf sem er alls ekki nógu gott að mati Erlu en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Erla Björnsdóttir er einn reyndasti svefnsérfræðingur landsins. Hún er sálfræðingur að mennt með doktorsgráðu í líf og læknavísindum. Erla hefur mikið rannsakað svefn á undanförnum árum og veitir skjólstæðingum sínum klíníska ráðgjöf á því sviði. Svefninn er nefnilega ótrúlega áhugavert fyrirbæri sem veitir okkur mun meira heldur en bara þá nauðsynlegu hvíld sem við vitum að við þurfum. Frosti Logason hitti Erlu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og ræddi svefn við hana. „Hér áður fyrr var aðallega verið að leggja áherslu á hreyfingu og matarræði en við erum sem betur fer farin að átta okkur á því að góður nætursvefn er algjör grunnstoð upp á heilsu, bæði líkamlega og andlega,“ segir Erla. „Svefninn er ofboðslega virkt ástand. Það er margt að gerast á líkama og sál meðan við sofum. Við erum að spara orku, erum að endurnæra okkur, endurnýja frumur í líkamanum, losa út eiturefni og flokka áreiti,“ segir Erla og bætir við fjölmörgum atriðum. En hversu mikið þurfum við að sofa til að fá það sem kallað er góður nætursvefn og hvernig vitum við hvað er nóg? „Fullorðnir þurfa að sofa í 7-9 klukkustundir og það er alltaf munur á okkur. Börn og unglingar þurfa lengri svefn. Það er ágætis mælikvarði að skoða hvernig okkur líður yfir daginn. Erum við þreytt? Erum við orkulaus? Erum við að leita í skyndiorku t.d. í matarræði.“ Erla segir að þrátt fyrir þá vitundarvakningu sem átt hefur sér stað varðandi hversu miklu máli svefninn skiptir þá sýni rannsóknir að Íslendingar eru að sofa alltof lítið. Samkvæmt nýlegri heilbrigðiskönnun Gallup telur um helmingur Íslendinga sig ekki sofa nóg, þriðjungur sefur sex tíma eða minna og ef fólk er spurt hvað það geri til að bæta svefninn er algengasta svarið að fólk taki svefnlyf sem er alls ekki nógu gott að mati Erlu en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira