Alexander besti maður íslenska liðsins á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 13:00 Alexander Petersson skoraði 23 mörk á Evrópumótinu. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Hinn 39 ára gamli Alexander Petersson var besti maður íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í handbolta samkvæmt einkunnagjöf Íþróttadeildar Vísis og Stöðvar tvö Sport. Alexander Petersson var með 4,29 í meðaleinkunn í leikjunum sjö en hann fékk alls þrjár sexur á mótinu. Alexander snéri aftur í landsliðið eftir fjögurra ára fjarveru og var magnaður á meðan hann hafði bensín á tankinum. Það er hins vegar ekki hægt að ætlast til þess að maður, sem heldur upp á fertugsafmælið sitt í sumar, geti staðist álagið að spila stórt hlutverk í vörn og sókn í sjö leikjum á tólf dögum. Alexander gerði því ótrúlega vel þótt að hann hafi gefið mikið eftir í milliriðlinum. Þrír voru jafnir í öðru sæti en það voru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Ýmir Örn Gíslason með 4,00 í meðaleinkunn. Guðjón Valur er fertugur á sínu 22. stórmóti, Viktor Gísli Hallgrímsson 19 ára á sínu fyrsta stórmóti en Ýmir Örn er 22 ára og á sínu fyrsta stórmóti í aðalhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Björgvin Páll Gústavsson endaði í fimmta sæti og því eru báðir markverðir íslenska liðsins á topp fimm. Tveir bestu leikir íslenska liðsins voru fyrstu tveir leikirnir á móti Dönum og Rússum þar sem íslensku strákarnir voru með 4,73 og 4,85 í meðaleinkunn. Lakasti leikurinn var sá á móti Ungverjum (2,62) en leikurinn á móti Svíum í gær var litlu hærri með meðaleinkunnu upp á 2,63. Kári Kristján Kristjánsson var besti maður íslenska liðsins í lokaleiknum en það kom þó ekki í veg fyrir að hann sé við botninn í heildaruppgjörinu. Kári og Elvar Örn Jónsson voru með lökustu meðaleinkunnina af þeim sem fengu einkunn fyrir fleiri en tvo leiki. Meðaleinkunn þeirra var 3,14.Hæsta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á EM 2020: 1. Alexander Petersson 4,29 2. Guðjón Valur Sigurðsson 4,00 2. Ýmir Örn Gíslason 4,00 2. Viktor Gísli Hallgrímsson 4,00 5. Björgvin Páll Gústavsson 3,71 6. Bjarki Már Elísson 3,67 7. Viggó Kristjánsson 3,60 8. Ólafur Guðmundsson 3,57 9. Sigvaldi Guðjónsson 3,50 9. Janus Daði Smárason 3,50 11. Arnór Þór Gunnarsson 3,33 11. Haukur Þrastarson 3,33 13. Aron Pálmarsson 3,29 14. Kári Kristján Kristjánsson 3,14 14. Elvar Örn Jónsson 3,14 15. Sveinn Jóhannsson 3,00 EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47 Einkunnir strákanna okkar á móti Noregi: Ólafur bestur en Aron fær fyrsta ás liðsins á Evrópumótinu Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þremur mörkum fyrir Norðmönnum í þriðja og næstsíðasta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Bestu menn íslenska liðsins komu inn af bekknum. 21. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar á móti Svíþjóð: Kári bestur í lokaleiknum Íslenska handboltalandsliðið tapaði illa í lokaleik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið komst lítið áleiðis gegn Svíum og var í miklum vandræðum allan tímann. Munurinn á endanum var sjö mörk en sigur Svía var aldrei í hættu. 22. janúar 2020 22:00 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. 17. janúar 2020 17:41 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Janus, Alex og Guðjón fá allir toppeinkunn Íslenska handboltalandsliðið komst aftur á sigurbraut eftir tvö slæm töp í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 19. janúar 2020 16:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Hinn 39 ára gamli Alexander Petersson var besti maður íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í handbolta samkvæmt einkunnagjöf Íþróttadeildar Vísis og Stöðvar tvö Sport. Alexander Petersson var með 4,29 í meðaleinkunn í leikjunum sjö en hann fékk alls þrjár sexur á mótinu. Alexander snéri aftur í landsliðið eftir fjögurra ára fjarveru og var magnaður á meðan hann hafði bensín á tankinum. Það er hins vegar ekki hægt að ætlast til þess að maður, sem heldur upp á fertugsafmælið sitt í sumar, geti staðist álagið að spila stórt hlutverk í vörn og sókn í sjö leikjum á tólf dögum. Alexander gerði því ótrúlega vel þótt að hann hafi gefið mikið eftir í milliriðlinum. Þrír voru jafnir í öðru sæti en það voru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Ýmir Örn Gíslason með 4,00 í meðaleinkunn. Guðjón Valur er fertugur á sínu 22. stórmóti, Viktor Gísli Hallgrímsson 19 ára á sínu fyrsta stórmóti en Ýmir Örn er 22 ára og á sínu fyrsta stórmóti í aðalhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Björgvin Páll Gústavsson endaði í fimmta sæti og því eru báðir markverðir íslenska liðsins á topp fimm. Tveir bestu leikir íslenska liðsins voru fyrstu tveir leikirnir á móti Dönum og Rússum þar sem íslensku strákarnir voru með 4,73 og 4,85 í meðaleinkunn. Lakasti leikurinn var sá á móti Ungverjum (2,62) en leikurinn á móti Svíum í gær var litlu hærri með meðaleinkunnu upp á 2,63. Kári Kristján Kristjánsson var besti maður íslenska liðsins í lokaleiknum en það kom þó ekki í veg fyrir að hann sé við botninn í heildaruppgjörinu. Kári og Elvar Örn Jónsson voru með lökustu meðaleinkunnina af þeim sem fengu einkunn fyrir fleiri en tvo leiki. Meðaleinkunn þeirra var 3,14.Hæsta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á EM 2020: 1. Alexander Petersson 4,29 2. Guðjón Valur Sigurðsson 4,00 2. Ýmir Örn Gíslason 4,00 2. Viktor Gísli Hallgrímsson 4,00 5. Björgvin Páll Gústavsson 3,71 6. Bjarki Már Elísson 3,67 7. Viggó Kristjánsson 3,60 8. Ólafur Guðmundsson 3,57 9. Sigvaldi Guðjónsson 3,50 9. Janus Daði Smárason 3,50 11. Arnór Þór Gunnarsson 3,33 11. Haukur Þrastarson 3,33 13. Aron Pálmarsson 3,29 14. Kári Kristján Kristjánsson 3,14 14. Elvar Örn Jónsson 3,14 15. Sveinn Jóhannsson 3,00
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47 Einkunnir strákanna okkar á móti Noregi: Ólafur bestur en Aron fær fyrsta ás liðsins á Evrópumótinu Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þremur mörkum fyrir Norðmönnum í þriðja og næstsíðasta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Bestu menn íslenska liðsins komu inn af bekknum. 21. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar á móti Svíþjóð: Kári bestur í lokaleiknum Íslenska handboltalandsliðið tapaði illa í lokaleik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið komst lítið áleiðis gegn Svíum og var í miklum vandræðum allan tímann. Munurinn á endanum var sjö mörk en sigur Svía var aldrei í hættu. 22. janúar 2020 22:00 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. 17. janúar 2020 17:41 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Janus, Alex og Guðjón fá allir toppeinkunn Íslenska handboltalandsliðið komst aftur á sigurbraut eftir tvö slæm töp í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 19. janúar 2020 16:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47
Einkunnir strákanna okkar á móti Noregi: Ólafur bestur en Aron fær fyrsta ás liðsins á Evrópumótinu Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þremur mörkum fyrir Norðmönnum í þriðja og næstsíðasta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Bestu menn íslenska liðsins komu inn af bekknum. 21. janúar 2020 19:48
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48
Einkunnir strákanna okkar á móti Svíþjóð: Kári bestur í lokaleiknum Íslenska handboltalandsliðið tapaði illa í lokaleik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið komst lítið áleiðis gegn Svíum og var í miklum vandræðum allan tímann. Munurinn á endanum var sjö mörk en sigur Svía var aldrei í hættu. 22. janúar 2020 22:00
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44
Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. 17. janúar 2020 17:41
Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Janus, Alex og Guðjón fá allir toppeinkunn Íslenska handboltalandsliðið komst aftur á sigurbraut eftir tvö slæm töp í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 19. janúar 2020 16:30