Greiddi fyrir þrjátíu íbúðir með milljarðsláni og lúxusíbúð við Vatnsstíg Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2020 08:53 Róbert Wessmann er forstjóri Alvogen. Alvogen Róbert Wessmann, eigandi lyfjafyrirtækisins Alvogen, keypti skömmu fyrir áramót tæplega 40 íbúðir í Reykjavík, flestar á svokölluðum RÚV-reit í Efstaleiti, fyrir rúmar 1.800 milljónir króna. Fréttablaðið greinir frá og segir Róbert hafa að hluta greitt fyrir íbúðirnar með 460 milljóna króna þakíbúð sinni á Vatnsstíg. Róbert keypti íbúðirnar í gegnum félagið Hrjáf ehf., sem hann á í gegnum félagið Aztiq fjárfestingar ehf. Róbert er sagður hafa gengið frá kaupum á sex íbúðum við Frakkastíg og Hverfisgötu í nóvember, alls fyrir 308 milljónir króna. Hrjáf átti fyrir fimmtán íbúðir í umræddum húsum við Frakkastíg og hefur því aukið töluvert umsvif sín á svæðinu. Vatnsstígur 20-22 er einn þriggja skuggaturna sem standa við sjávarsíðuna.Vísir/Vilhelm Þá keypti Hrjáf 31 íbúð í nýbyggðum húsum á A-reit á lóð Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Í frétt Fréttablaðsins segir að íbúðirnar standi við Lágaleiti, Efstaleiti og Jaðarleiti og séu allt frá 50 til 120 fermetrar að stærð. Um kaupverðið á RÚV-reitnum segir að það hafi verið 1.511 milljónir króna. Íbúðirnar hafi verið greiddar með 1.050 milljóna króna láni frá lánastofnun og afgangurinn, 460 milljónir króna, greiddur með lúxusíbúð Róberts við Vatnsstíg 20-22. Róbert hefur haldið heimili í íbúðinni undanfarin ár. Íbúðin er 314 fermetrar að stærð og á efstu hæð hússins að Vatnsstíg, með útsýni yfir Esjuna. Í frétt Mbl frá árinu 2017 kemur fram að Hrjáf hafi keypt íbúðina af félagi í eigu Guðmundar Kristjánssonar í Brimi þá um sumarið. A-reitur sést hér fremst á myndinni.Verkís Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Róbert Wessmann, eigandi lyfjafyrirtækisins Alvogen, keypti skömmu fyrir áramót tæplega 40 íbúðir í Reykjavík, flestar á svokölluðum RÚV-reit í Efstaleiti, fyrir rúmar 1.800 milljónir króna. Fréttablaðið greinir frá og segir Róbert hafa að hluta greitt fyrir íbúðirnar með 460 milljóna króna þakíbúð sinni á Vatnsstíg. Róbert keypti íbúðirnar í gegnum félagið Hrjáf ehf., sem hann á í gegnum félagið Aztiq fjárfestingar ehf. Róbert er sagður hafa gengið frá kaupum á sex íbúðum við Frakkastíg og Hverfisgötu í nóvember, alls fyrir 308 milljónir króna. Hrjáf átti fyrir fimmtán íbúðir í umræddum húsum við Frakkastíg og hefur því aukið töluvert umsvif sín á svæðinu. Vatnsstígur 20-22 er einn þriggja skuggaturna sem standa við sjávarsíðuna.Vísir/Vilhelm Þá keypti Hrjáf 31 íbúð í nýbyggðum húsum á A-reit á lóð Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Í frétt Fréttablaðsins segir að íbúðirnar standi við Lágaleiti, Efstaleiti og Jaðarleiti og séu allt frá 50 til 120 fermetrar að stærð. Um kaupverðið á RÚV-reitnum segir að það hafi verið 1.511 milljónir króna. Íbúðirnar hafi verið greiddar með 1.050 milljóna króna láni frá lánastofnun og afgangurinn, 460 milljónir króna, greiddur með lúxusíbúð Róberts við Vatnsstíg 20-22. Róbert hefur haldið heimili í íbúðinni undanfarin ár. Íbúðin er 314 fermetrar að stærð og á efstu hæð hússins að Vatnsstíg, með útsýni yfir Esjuna. Í frétt Mbl frá árinu 2017 kemur fram að Hrjáf hafi keypt íbúðina af félagi í eigu Guðmundar Kristjánssonar í Brimi þá um sumarið. A-reitur sést hér fremst á myndinni.Verkís
Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira