Umfjöllun og viðtöl:: Fjölnir - Haukar 83-94 | Bikarþynnkan til staðar hjá Fjölni Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 23. janúar 2020 22:15 Kári Jónsson hjálpaði Haukum að sigra Fjölni í kvöld. Vísir/Daníel Haukar sigruðu í kvöld Fjölni í 15. umferð Domino‘s deildar karla. Fjölnir leiddi með tíu stigum í hálfleik en gestirnir sneru taflinu við í 3. leikhluta og kræktu í sigur í Grafarvogi. Flenard Whitfield var stigahæstur í kvöld með 26 stig fyrir Hauka, Flenard tók auk þess 21 frákast í kvöld. Viktor Lee Moses var næststigahæstur á vellinum en hann skoraði átján stig fyrir Fjölni. Fjölnir var fyrir umferðina í botnsæti deildarinnar með einungis einn sigurleik í deildinni í vetur á meðan Haukar voru í sjötta sætinu með átta sigra. Fjölnir byrjaði leikinn töluvert betur og leiddi, eins og fyrr segir, með tíu stigum í hálfleik. Átta tapaðir boltar og mikið stress á liði Fjölnis í 3. leikhluta kostaði liðið sigurinn í kvöld því Haukar gengu á lagið og unnu 3. leikhlutann með átján stigum. Haukar kláruðu verkefnið og sigruðu lokaleikhlutann með þremur stigum og leikinn því með ellefu stigum. Fjölnir hafði unnið frábæran sigur á Keflavík í bikarnum á mánudag en sá sigur gaf liðinu ekki meiri trú á verkefninu en það að leikmenn liðsins hengdu haus þegar á móti blés í þriðja leikhluta. Haukarnir gengu á lagið og nýttu sér þennan veikleika í leik Fjölnis og sigldu sigrinum heim. Fjölnir passaði vel upp á boltann ef frá er talinn 3. leikhlutinn í kvöld. Liðið tapaði boltanum átta sinnum samtals í hinum þremur leikhlutunum, sextán tapaðir boltar alls gegn sautján hjá Haukum. Það var hins vegar frákastabaráttan sem tapaðist illa hjá Fjölni. Haukar tóku alls 48 fráköst gegn 28 hjá heimamönnum, sautján sóknarfráköst hjá Haukum gegn sex hjá Fjölni. Haukar léku án Gerald Robinson í kvöld en hann tók út leikbann. Hjálmar Stefánsson er að stíga upp úr meiðslum hjá Haukum og hann var drjúgur í kvöld í öðrum leiknum eftir endurkomu.Af hverju unnu Haukar? Haukar eru með betra lið en Fjölnir. Sjálfstraustið er auk þess mun meira hjá Haukum þessa stundina heldur en hjá Fjölni. Þrátt fyrir sigurinn á Keflavík þá var trúinn á verkefnið ekki nægileg hjá Fjölni þegar á móti blés í þriðja leikhluta. Haukar mættu dýrvitlausir í seinni hálfleikinn og bættu mikið í varnarlega og vönduðu sig sóknarlega. Átján stiga sigur Hauka í þriðja leikhluta fór langt með það að tryggja sigur Hauka í kvöld. Haukar skoruðu þá 58 stig inn í teig Fjölnis gegn aðeins 36 stigum Fjölnis inn í teig Hauka.Hverjir stóðu upp úr? Flenard Whitfield var öflugur hjá Haukum í kvöld og skoraði 26 stig hann tók auk þess 21 frákast, sem er sjö minna en allt Fjölnisliðið náði í heildina. Kári Jónsson skoraði sautján stig, Emil Barja fimmtán og þeir Hjálmar Stefánsson og Haukur Óskarsson skoruðu tólf stig hvor. Hjálmar var auk þess frábær varnarlega og stal boltanum þrisvar sinnum og hjálpaði til við að skapa fleiri tapaða bolta hjá Fjölni. Viktor Moses skoraði átján stig hjá Fjölni og tók átta fráköst. Jere Vucica skoraði sautján stig og Tómas Heiðar Tómasson skoraði sextán stig. Tómas fiskaði auk þess sjö villur á Hauka-liðið.Hvað gekk illa? Haukar rústuðu frákastabaráttunni í kvöld eins og fyrr segir. Liðið skoraði meira inn í teig og skoraði tvöfalt fleiri stig eftir tapaða bolta Fjölnis heldur en Fjölnir skoraði eftir tapaða bolta Hauka. Tapaðir boltar, aðallega í þriðja leikhluta þegar Haukar komu til baka, fráköst og varnarleikur inn í teig er því það sem gekk illa hjá Fjölni í þessum leik ef mið er tekið af tölfræðiskýrslunni. Þess utan má segja að hausinn á leikmönnum Fjölnis hafi ekki haft trú á verkefninu þegar Haukar komust í sinn gír. Það var kafli í 3. leikhluta þar sem ekkert virtist ganga upp hjá Fjölni og þá mátti sjá á leikmönnum liðsins að vonin um sigur væri lítil. Haukar verða að læra af fyrri hálfleiknum í kvöld því hann var alls ekki upp á marga fiska og lið sem ætlar sér að enda í einu af efstu fjórum sætunum verður að gera betur en þetta gegn sterkari mótherjum.Hvað gerist næst? 16. umferðin í Domino‘s deild karla fer fram í næstu viku. Haukar mæta Þór Þorlákshöfn á heimavelli næsta fimmtudag og Fjölnir fer í Mustad-höllina í Grindavík næsta föstudag.Viðtöl eftir leikFalur: Guggnuðum undan pressunni „Við vorum alltof linir. Þeir settu smá pressu á okkur sem varð til þess að sóknarleikurinn varð illa skipulagður. Við fórum að gera hluti undir pressu og töpum boltanum átta sinnum í þriðja leikhluta. Það er alveg fáránlega mikið. Við guggnuðum undan pressunni, því miður“ sagði Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, eftir 83-94 tap gegn Haukum á heimavelli í kvöld. Fjölnir leiddi með tíu stigum í hálfleik en Haukar unnu þriðja leikhlutann með átján stigum. Af hverju varð þessi viðsnúningur? „Við höndluðum ekki pressuna ef það er hægt að kalla þetta pressu. Jú þeir voru að setja pressu á okkur 75% vallarins. Fyrir mér eigum við að koma boltanum yfir miðju og taka hann þeim megin upp og setja upp í sókn. Við fórum yfir miðju og urðum alltof stressaðir þegar þangað var komið, það vantar að stjórna leiknum betur.“ Falur breytti um varnarafbrigði undir restina og sagði hann það ekki hafa tekist eins og hann vonaðist eftir. Haukar voru að taka mikið af sóknarfráköstum í leiknum sem Falur vildi koma í veg fyrir í restina. Falur var næst spurður út í hvort það væri eitthvað jákvætt sem hann gæti tekið úr leiknum. „Fyrri hálfleikurinn var flottur við náðum mest fjórtán stiga forskoti og vorum tíu stigum yfir í hálfleik. Ég hafði vonað að forskotið myndi duga lengur en því miður er þetta búið að vera svona hjá okkur. Við áttum þennan fína leik gegn Keflavík í bikarnum – það var skammgóður vermir.“ Falur var að lokum spurður hvort það væri enn von. Hann sagði að hann og sínir menn yrðu að halda áfram, það væri enn von og það þýddi ekkert að hætta núna.Hjálmar: Frábært að vera kominn aftur af stað „Það er frábært að geta aðeins rifið okkur upp af rassgatinu eftir tapið fyrir norðan. Þrír sigrar konmnir í röð og við ætlum að halda áfram að vinna. Markmiðið er eitt af fjórum efstu sætunum, heimavallarréttur í úrsitakeppninni,“ sagði Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, eftir leik í kvöld. Fjölnir leiddi með tíu stigum í hálfleik en Haukar sigra svo þriðja leikhlutann með átján stigum. Hvernig útskýrir Hjálmar þennan viðsnúning „Við mætum ógeðslega flatir og það er ekki í boði. Við vorum rosalega hægir á fótunum og við fylgdum ekki upplegginu okkar í fyrri hálfleik. Í hálfleik ræddum við málin og í seinni hálfleik gjörbreyttist leikur okkar og við gerðum það sem við ætluðum okkur frá upphafi.“ Þetta var annar leikur Hjálmars eftir meiðsli. Hjálmar segir tilfinninguna frábæra og hann vonar að þetta sé í síðasta skiptið sem hann meiðist.Martin: Strákarnir skiptu um gír í hálfleik „Við byrjuðum of flatt og fengum á okkur 44 stig í fyrri hálfleik. Það er ekki okkar leikur varnarlega. Við vitum hvernig sóknarleik leikmenn Fjölnis spila en þeim tókst að refsa okkar varnarleik í fyrri hálfleik. Við ræddum málin í hálfleik og ég bað mína menn að skipta um gír,“ sagði Israel Martin, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Strákarnir svöruðu vel í 3. leikhluta og Fjölnir skoraði einungis ellefu stig í leikhlutanum, strákarnir voru einbeittir og við gerðum vel.“ Gerald Robinson var í leikbanni í kvöld og í 3. leikhluta meiddist Kári Jónsson. Kári var studdur af vellir en sneri aftur seinna í leikhlutanum. „Ég treysti á mína menn sem voru inn á vellinum á þessum tímapunkti og þeir gerðu vel og héldu einbeitingu.“ Martin var að lokum spurður út í Hjálmar sem er að snúa til baka. Israel segir það gott að fá Hjálmar aftur inn. Hann segir Hjálmar vera lykilmann í sínu liði og allir séu glaðir með að endurheimta Hjálmar í Haukaliðið. Dominos-deild karla
Haukar sigruðu í kvöld Fjölni í 15. umferð Domino‘s deildar karla. Fjölnir leiddi með tíu stigum í hálfleik en gestirnir sneru taflinu við í 3. leikhluta og kræktu í sigur í Grafarvogi. Flenard Whitfield var stigahæstur í kvöld með 26 stig fyrir Hauka, Flenard tók auk þess 21 frákast í kvöld. Viktor Lee Moses var næststigahæstur á vellinum en hann skoraði átján stig fyrir Fjölni. Fjölnir var fyrir umferðina í botnsæti deildarinnar með einungis einn sigurleik í deildinni í vetur á meðan Haukar voru í sjötta sætinu með átta sigra. Fjölnir byrjaði leikinn töluvert betur og leiddi, eins og fyrr segir, með tíu stigum í hálfleik. Átta tapaðir boltar og mikið stress á liði Fjölnis í 3. leikhluta kostaði liðið sigurinn í kvöld því Haukar gengu á lagið og unnu 3. leikhlutann með átján stigum. Haukar kláruðu verkefnið og sigruðu lokaleikhlutann með þremur stigum og leikinn því með ellefu stigum. Fjölnir hafði unnið frábæran sigur á Keflavík í bikarnum á mánudag en sá sigur gaf liðinu ekki meiri trú á verkefninu en það að leikmenn liðsins hengdu haus þegar á móti blés í þriðja leikhluta. Haukarnir gengu á lagið og nýttu sér þennan veikleika í leik Fjölnis og sigldu sigrinum heim. Fjölnir passaði vel upp á boltann ef frá er talinn 3. leikhlutinn í kvöld. Liðið tapaði boltanum átta sinnum samtals í hinum þremur leikhlutunum, sextán tapaðir boltar alls gegn sautján hjá Haukum. Það var hins vegar frákastabaráttan sem tapaðist illa hjá Fjölni. Haukar tóku alls 48 fráköst gegn 28 hjá heimamönnum, sautján sóknarfráköst hjá Haukum gegn sex hjá Fjölni. Haukar léku án Gerald Robinson í kvöld en hann tók út leikbann. Hjálmar Stefánsson er að stíga upp úr meiðslum hjá Haukum og hann var drjúgur í kvöld í öðrum leiknum eftir endurkomu.Af hverju unnu Haukar? Haukar eru með betra lið en Fjölnir. Sjálfstraustið er auk þess mun meira hjá Haukum þessa stundina heldur en hjá Fjölni. Þrátt fyrir sigurinn á Keflavík þá var trúinn á verkefnið ekki nægileg hjá Fjölni þegar á móti blés í þriðja leikhluta. Haukar mættu dýrvitlausir í seinni hálfleikinn og bættu mikið í varnarlega og vönduðu sig sóknarlega. Átján stiga sigur Hauka í þriðja leikhluta fór langt með það að tryggja sigur Hauka í kvöld. Haukar skoruðu þá 58 stig inn í teig Fjölnis gegn aðeins 36 stigum Fjölnis inn í teig Hauka.Hverjir stóðu upp úr? Flenard Whitfield var öflugur hjá Haukum í kvöld og skoraði 26 stig hann tók auk þess 21 frákast, sem er sjö minna en allt Fjölnisliðið náði í heildina. Kári Jónsson skoraði sautján stig, Emil Barja fimmtán og þeir Hjálmar Stefánsson og Haukur Óskarsson skoruðu tólf stig hvor. Hjálmar var auk þess frábær varnarlega og stal boltanum þrisvar sinnum og hjálpaði til við að skapa fleiri tapaða bolta hjá Fjölni. Viktor Moses skoraði átján stig hjá Fjölni og tók átta fráköst. Jere Vucica skoraði sautján stig og Tómas Heiðar Tómasson skoraði sextán stig. Tómas fiskaði auk þess sjö villur á Hauka-liðið.Hvað gekk illa? Haukar rústuðu frákastabaráttunni í kvöld eins og fyrr segir. Liðið skoraði meira inn í teig og skoraði tvöfalt fleiri stig eftir tapaða bolta Fjölnis heldur en Fjölnir skoraði eftir tapaða bolta Hauka. Tapaðir boltar, aðallega í þriðja leikhluta þegar Haukar komu til baka, fráköst og varnarleikur inn í teig er því það sem gekk illa hjá Fjölni í þessum leik ef mið er tekið af tölfræðiskýrslunni. Þess utan má segja að hausinn á leikmönnum Fjölnis hafi ekki haft trú á verkefninu þegar Haukar komust í sinn gír. Það var kafli í 3. leikhluta þar sem ekkert virtist ganga upp hjá Fjölni og þá mátti sjá á leikmönnum liðsins að vonin um sigur væri lítil. Haukar verða að læra af fyrri hálfleiknum í kvöld því hann var alls ekki upp á marga fiska og lið sem ætlar sér að enda í einu af efstu fjórum sætunum verður að gera betur en þetta gegn sterkari mótherjum.Hvað gerist næst? 16. umferðin í Domino‘s deild karla fer fram í næstu viku. Haukar mæta Þór Þorlákshöfn á heimavelli næsta fimmtudag og Fjölnir fer í Mustad-höllina í Grindavík næsta föstudag.Viðtöl eftir leikFalur: Guggnuðum undan pressunni „Við vorum alltof linir. Þeir settu smá pressu á okkur sem varð til þess að sóknarleikurinn varð illa skipulagður. Við fórum að gera hluti undir pressu og töpum boltanum átta sinnum í þriðja leikhluta. Það er alveg fáránlega mikið. Við guggnuðum undan pressunni, því miður“ sagði Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, eftir 83-94 tap gegn Haukum á heimavelli í kvöld. Fjölnir leiddi með tíu stigum í hálfleik en Haukar unnu þriðja leikhlutann með átján stigum. Af hverju varð þessi viðsnúningur? „Við höndluðum ekki pressuna ef það er hægt að kalla þetta pressu. Jú þeir voru að setja pressu á okkur 75% vallarins. Fyrir mér eigum við að koma boltanum yfir miðju og taka hann þeim megin upp og setja upp í sókn. Við fórum yfir miðju og urðum alltof stressaðir þegar þangað var komið, það vantar að stjórna leiknum betur.“ Falur breytti um varnarafbrigði undir restina og sagði hann það ekki hafa tekist eins og hann vonaðist eftir. Haukar voru að taka mikið af sóknarfráköstum í leiknum sem Falur vildi koma í veg fyrir í restina. Falur var næst spurður út í hvort það væri eitthvað jákvætt sem hann gæti tekið úr leiknum. „Fyrri hálfleikurinn var flottur við náðum mest fjórtán stiga forskoti og vorum tíu stigum yfir í hálfleik. Ég hafði vonað að forskotið myndi duga lengur en því miður er þetta búið að vera svona hjá okkur. Við áttum þennan fína leik gegn Keflavík í bikarnum – það var skammgóður vermir.“ Falur var að lokum spurður hvort það væri enn von. Hann sagði að hann og sínir menn yrðu að halda áfram, það væri enn von og það þýddi ekkert að hætta núna.Hjálmar: Frábært að vera kominn aftur af stað „Það er frábært að geta aðeins rifið okkur upp af rassgatinu eftir tapið fyrir norðan. Þrír sigrar konmnir í röð og við ætlum að halda áfram að vinna. Markmiðið er eitt af fjórum efstu sætunum, heimavallarréttur í úrsitakeppninni,“ sagði Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, eftir leik í kvöld. Fjölnir leiddi með tíu stigum í hálfleik en Haukar sigra svo þriðja leikhlutann með átján stigum. Hvernig útskýrir Hjálmar þennan viðsnúning „Við mætum ógeðslega flatir og það er ekki í boði. Við vorum rosalega hægir á fótunum og við fylgdum ekki upplegginu okkar í fyrri hálfleik. Í hálfleik ræddum við málin og í seinni hálfleik gjörbreyttist leikur okkar og við gerðum það sem við ætluðum okkur frá upphafi.“ Þetta var annar leikur Hjálmars eftir meiðsli. Hjálmar segir tilfinninguna frábæra og hann vonar að þetta sé í síðasta skiptið sem hann meiðist.Martin: Strákarnir skiptu um gír í hálfleik „Við byrjuðum of flatt og fengum á okkur 44 stig í fyrri hálfleik. Það er ekki okkar leikur varnarlega. Við vitum hvernig sóknarleik leikmenn Fjölnis spila en þeim tókst að refsa okkar varnarleik í fyrri hálfleik. Við ræddum málin í hálfleik og ég bað mína menn að skipta um gír,“ sagði Israel Martin, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Strákarnir svöruðu vel í 3. leikhluta og Fjölnir skoraði einungis ellefu stig í leikhlutanum, strákarnir voru einbeittir og við gerðum vel.“ Gerald Robinson var í leikbanni í kvöld og í 3. leikhluta meiddist Kári Jónsson. Kári var studdur af vellir en sneri aftur seinna í leikhlutanum. „Ég treysti á mína menn sem voru inn á vellinum á þessum tímapunkti og þeir gerðu vel og héldu einbeitingu.“ Martin var að lokum spurður út í Hjálmar sem er að snúa til baka. Israel segir það gott að fá Hjálmar aftur inn. Hann segir Hjálmar vera lykilmann í sínu liði og allir séu glaðir með að endurheimta Hjálmar í Haukaliðið.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“