Báðu um að flóðin yrðu hreinsuð í burtu til að auka öryggi Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2020 13:08 Snjóflóð féllu sitthvoru megin við varnargarðinn á Flateyri. Vísir/Egill Flateyringar fóru fram á að snjóflóðin tvö, sem eru sitthvoru megin við varnargarðana, verði hreinsuð til að minnka áhyggjur af frekari hættu fram á vorið. Þetta kom frá á íbúafundi þeirra í gær þar sem kvartað var undan vanbúnaði þorpsins eftir að heilsugæslunni var lokað. Flateyringurinn Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, var einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs á fundinum í gær. Óttar er einn þeirra sem er í forsvari fyrir lýðskólann á Flateyri. Eftir að heilsugæslan hætti starfsemi þar tók lýðskólinn yfir húsnæði hennar. Er það í dag nýtt sem heimavist fyrir nemandur lýðskólans. Óttar benti á að lýðskólinn hefði boðið Heilbrigðisstofnun Vestfjarða að leigja neðri hæð hússins en ekki hafi verið áhugi fyrir því. „Það kom í ljós að þorpið er skilið eftir vanbúið þegar heilsugæslustöðin hættir starfsemi hérna. Það vantar flest sem til þarf að bregðast við ef hætta steðjar að,“ segir Óttar. Þar á meðal voru engir sjúkrakassar á staðnum og hjartastuðtæki rafmagnslaust. Flateyringurinn Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga.Vísir Óttar benti á að það væri ekki óþekkt að veginum til Flateyrar sé lokað á veturna vegna snjóflóðahættu. „Það væri sniðugt að hluti af lykilfólki í viðbrögðum við hættu, lögreglumenn eða hjúkrunarfræðingar, almannavarnafólk, gæti búið á Flateyri og tekið þátt í aðgerðum. Það gæti aukið öryggi.“ Enginn heilsugæslustarfsmaður er í þorpinu. Þó er einn íbúi þar með heilbrigðismenntun. Sú er hjúkrunarfræðingur og sinnir dóttur sinni sem hefur tvisvar fengið heilablæðingu. Kvöldið sem snjóflóðið féll fékk maðurinn hennar heilablæðingu. Konan tók að sér að hjúkra stúlkunni sem grófst undir flóðinu. „Hún var prímusmótorinn í því starfi. Hún vann kraftaverk sú góða kona.“ Björgunarsveitarmenn fluttu stúlkuna sem lenti í flóðinu í sundlaugarmiðstöðina á Flateyri þar sem beita þurfti heimatilbúnum aðferðum til að hlýja henni. „Þær voru með hárblásara til að hita hana. Það þarf líka kunnáttu til að hita manneskju. Það er ekki hægt að demba henni í heita pottinn og hita hana þannig. Það þarf að gerast með réttum hætti. Þetta var fumlaust og kunnáttusamlega gert. Það var mikið mildi að hún féllst á að hjálpa til þarna.“ Þá höfðu íbúar áhyggjur af frekari flóðum. „Ég held að það að ryðja flóðin sem eru núna við garðana myndi hjálpa verulega til að minnka óþægindatilfinninguna gagnvart því að búa hérna fram á vorið. Íbúum myndi líða betur og verða rólegra ef þessi tveir til fjórar metrar af snjó, sem liggur eins og steypa við sitthvoru megin við varnargarðana, yrðu teknir í burtu.“ Einnig var kvartað undan því hve lítið fór fyrir viðvörunum yfirvalda um að vera á ferli við höfnina þar sem snjóflóð fór yfir með mikilli eyðileggingu „Það hefði verið einfalt að senda smáskilaboð til að vara fólk við verulegri hættu á þessu svæði,“ segir Óttar. Hann segir fundinn hafa verið góðan. Stutt hafi verið í hráar tilfinningar þar sem þeir sem með völdin fara fengu líðan Flateyringa beint í æð. „Til að fólki líði vel þarf öryggi. Þegar fólk er öruggt þá líður því vel og fer að leita að atvinnu sem það þarf til að geta búið. Svo getum við byggt upp blómlegt og fallegt samfélag á þessum grunnstoðum.“ Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Flateyringar fóru fram á að snjóflóðin tvö, sem eru sitthvoru megin við varnargarðana, verði hreinsuð til að minnka áhyggjur af frekari hættu fram á vorið. Þetta kom frá á íbúafundi þeirra í gær þar sem kvartað var undan vanbúnaði þorpsins eftir að heilsugæslunni var lokað. Flateyringurinn Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, var einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs á fundinum í gær. Óttar er einn þeirra sem er í forsvari fyrir lýðskólann á Flateyri. Eftir að heilsugæslan hætti starfsemi þar tók lýðskólinn yfir húsnæði hennar. Er það í dag nýtt sem heimavist fyrir nemandur lýðskólans. Óttar benti á að lýðskólinn hefði boðið Heilbrigðisstofnun Vestfjarða að leigja neðri hæð hússins en ekki hafi verið áhugi fyrir því. „Það kom í ljós að þorpið er skilið eftir vanbúið þegar heilsugæslustöðin hættir starfsemi hérna. Það vantar flest sem til þarf að bregðast við ef hætta steðjar að,“ segir Óttar. Þar á meðal voru engir sjúkrakassar á staðnum og hjartastuðtæki rafmagnslaust. Flateyringurinn Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga.Vísir Óttar benti á að það væri ekki óþekkt að veginum til Flateyrar sé lokað á veturna vegna snjóflóðahættu. „Það væri sniðugt að hluti af lykilfólki í viðbrögðum við hættu, lögreglumenn eða hjúkrunarfræðingar, almannavarnafólk, gæti búið á Flateyri og tekið þátt í aðgerðum. Það gæti aukið öryggi.“ Enginn heilsugæslustarfsmaður er í þorpinu. Þó er einn íbúi þar með heilbrigðismenntun. Sú er hjúkrunarfræðingur og sinnir dóttur sinni sem hefur tvisvar fengið heilablæðingu. Kvöldið sem snjóflóðið féll fékk maðurinn hennar heilablæðingu. Konan tók að sér að hjúkra stúlkunni sem grófst undir flóðinu. „Hún var prímusmótorinn í því starfi. Hún vann kraftaverk sú góða kona.“ Björgunarsveitarmenn fluttu stúlkuna sem lenti í flóðinu í sundlaugarmiðstöðina á Flateyri þar sem beita þurfti heimatilbúnum aðferðum til að hlýja henni. „Þær voru með hárblásara til að hita hana. Það þarf líka kunnáttu til að hita manneskju. Það er ekki hægt að demba henni í heita pottinn og hita hana þannig. Það þarf að gerast með réttum hætti. Þetta var fumlaust og kunnáttusamlega gert. Það var mikið mildi að hún féllst á að hjálpa til þarna.“ Þá höfðu íbúar áhyggjur af frekari flóðum. „Ég held að það að ryðja flóðin sem eru núna við garðana myndi hjálpa verulega til að minnka óþægindatilfinninguna gagnvart því að búa hérna fram á vorið. Íbúum myndi líða betur og verða rólegra ef þessi tveir til fjórar metrar af snjó, sem liggur eins og steypa við sitthvoru megin við varnargarðana, yrðu teknir í burtu.“ Einnig var kvartað undan því hve lítið fór fyrir viðvörunum yfirvalda um að vera á ferli við höfnina þar sem snjóflóð fór yfir með mikilli eyðileggingu „Það hefði verið einfalt að senda smáskilaboð til að vara fólk við verulegri hættu á þessu svæði,“ segir Óttar. Hann segir fundinn hafa verið góðan. Stutt hafi verið í hráar tilfinningar þar sem þeir sem með völdin fara fengu líðan Flateyringa beint í æð. „Til að fólki líði vel þarf öryggi. Þegar fólk er öruggt þá líður því vel og fer að leita að atvinnu sem það þarf til að geta búið. Svo getum við byggt upp blómlegt og fallegt samfélag á þessum grunnstoðum.“
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“