Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. janúar 2020 10:30 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir samninganefnd félagsins hafa mætt vanvirðingu í kjaraviðræðum sínum við borgina. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. Hún segir borgina skulda félagsmönnum Eflingar fyrir að hafa látið þá axla niðurskurð og taka á sig óbærileg launakjör. Sólveig Anna hefur tilkynnt borgarstjóra að félagið muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar umfram það sem lög krefjast. Efling sakar nefndina um að hafa lekið villandi upplýsingum til fjölmiðla um samningsboð félagsins og brotið þannig trúnað og lög. Var því meðal annars haldið fram að Efling gerði kröfu um tæplega 400 þúsund króna desemberuppbót og að launakröfur félagsins væru talsvert hærri en það sem áður hefur verið samið um við aðra. Í dag hefst atkvæðagreiðsla hjá 1800 félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá borginni. Samþykki þeir verkfallsaðgerðir munu þær hefjast í byrjun febrúar. Þá hefur Efling boðað til opins samningafundar með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, samþykki hann boðið, þar sem tilboð Eflingar til borgarinnar verður kynnt. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún tók undir að það væri vissulega fáheyrt að stéttarfélag neiti að setjast til viðræðna. Hins vegar væri það svo að Efling hefði átt í samningaviðræðum við borgina mánuðum saman, en samningar hafa verið lausir frá 31. mars. „Það hefur ekki skilað okkur neinum árangri. Við höfum ítrekað orðið fyrir vanvirðandi hegðun, virðingarleysi sem nær svo hámarki núna fyrir helgi þegar tilboði, sem við leggjum fram í fullri alvöru, er lekið í fjölmiðla. Þannig að á þessum tímapunkti þá lítum við svo að þetta sé hið rétta og eðlilega skref að stíga. Já, vissulega, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður en samninganefndin mín, samninganefnd Eflingar, er algjörlega samstíga í því að taka þessa djörfu ákvörðun,“ sagði Sólveig Anna.Talandi um þetta tilboð, það er talað um tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót, er þetta rétt tala? „Þegar við leggjum fram þetta tilboð þá ítreka ég það að við gerum þetta í fullri alvöru. Þessi jólabónus hann hefur þá náð athygli fólks, það er bara gott. Já, við leggjum fram kröfu um þetta. Það eru margar ástæður fyrir því, margar sögulegar ástæður. Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur fyrir öll hin hrikalegu mögru og erfiðu ár þar sem við höfum verið látin axla niðurskurð, algjörlega óbærileg launakjör og svo framvegis. En tilboð okkar er engu að síður byggt á þessum svokallaða lífskjarasamningi, jafnframt bara farið fram á algjörlega sanngjarna leiðréttingu. En við munum kynna þetta allt á miðvikudaginn og ég hvet bara fólk til þess að fylgjast með því.“Frétt Stöðvar 2 frá því í gær og viðtalið við Sólveigu Önnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. Hún segir borgina skulda félagsmönnum Eflingar fyrir að hafa látið þá axla niðurskurð og taka á sig óbærileg launakjör. Sólveig Anna hefur tilkynnt borgarstjóra að félagið muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar umfram það sem lög krefjast. Efling sakar nefndina um að hafa lekið villandi upplýsingum til fjölmiðla um samningsboð félagsins og brotið þannig trúnað og lög. Var því meðal annars haldið fram að Efling gerði kröfu um tæplega 400 þúsund króna desemberuppbót og að launakröfur félagsins væru talsvert hærri en það sem áður hefur verið samið um við aðra. Í dag hefst atkvæðagreiðsla hjá 1800 félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá borginni. Samþykki þeir verkfallsaðgerðir munu þær hefjast í byrjun febrúar. Þá hefur Efling boðað til opins samningafundar með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, samþykki hann boðið, þar sem tilboð Eflingar til borgarinnar verður kynnt. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún tók undir að það væri vissulega fáheyrt að stéttarfélag neiti að setjast til viðræðna. Hins vegar væri það svo að Efling hefði átt í samningaviðræðum við borgina mánuðum saman, en samningar hafa verið lausir frá 31. mars. „Það hefur ekki skilað okkur neinum árangri. Við höfum ítrekað orðið fyrir vanvirðandi hegðun, virðingarleysi sem nær svo hámarki núna fyrir helgi þegar tilboði, sem við leggjum fram í fullri alvöru, er lekið í fjölmiðla. Þannig að á þessum tímapunkti þá lítum við svo að þetta sé hið rétta og eðlilega skref að stíga. Já, vissulega, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður en samninganefndin mín, samninganefnd Eflingar, er algjörlega samstíga í því að taka þessa djörfu ákvörðun,“ sagði Sólveig Anna.Talandi um þetta tilboð, það er talað um tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót, er þetta rétt tala? „Þegar við leggjum fram þetta tilboð þá ítreka ég það að við gerum þetta í fullri alvöru. Þessi jólabónus hann hefur þá náð athygli fólks, það er bara gott. Já, við leggjum fram kröfu um þetta. Það eru margar ástæður fyrir því, margar sögulegar ástæður. Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur fyrir öll hin hrikalegu mögru og erfiðu ár þar sem við höfum verið látin axla niðurskurð, algjörlega óbærileg launakjör og svo framvegis. En tilboð okkar er engu að síður byggt á þessum svokallaða lífskjarasamningi, jafnframt bara farið fram á algjörlega sanngjarna leiðréttingu. En við munum kynna þetta allt á miðvikudaginn og ég hvet bara fólk til þess að fylgjast með því.“Frétt Stöðvar 2 frá því í gær og viðtalið við Sólveigu Önnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent