Ísfirðingar áfram í Gettu betur eftir umdeilda endurtekna viðureign Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2020 18:54 Lið Menntaskólans á Ísafirði skipa Davíð Hjaltason, Einar Geir Jónasson (t.h) og Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir (t.v.). Þau þurftu að takast á við Austfirðinga aftur, og höfðu betur. Menntaskólinn á Ísafirði Lið Menntaskólans á Ísafirði hafði betur gegn liði Verkmenntaskóla Austurlands í endurtekinni viðureign í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld, 23 - 12. Endurtaka þurfti viðureignina vegna mistaka við tímatöku. Austfirðingar fóru með sigur af hólmi í upprunalegri viðureign skólanna, en við athugun liðsmanna MÍ kom í ljós að afdrifarík mistök höfðu átt sér stað. Austfirðingar höfðu nefnilega fengið 17 sekúndur umfram þær 90 sem hvoru liði eru gefnar til þess að svara hraðaspurningum, en þær eru fyrsti liður hverrar viðureignar í keppninni. Á þessum 17 sekúndum svöruðu VA-liðar fjórum spurningum rétt, og hlutu fyrir vikið fjögur stig utan tímans sem liðum er gefinn til að svara hraðaspurningum. Fór svo að Austfirðingar fóru með tveggja stiga sigur af hólmi, 19 – 17. Eftir að Ísfirðingar bentu á mistökin, sem Ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á, var ákveðið að viðureign skólanna í spurningakeppninni vinsælu skyldi endurtekin. Sú ákvörðun RÚV lagðist þó misvel í hlutaðeigandi aðila. Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands sagði í samtali við Vísi að liðsmenn VA hafi fagnað sigri eftir keppnina umdeildu, og benti á að samkvæmt reglum Gettu betur yrði úrslitum keppni sem þegar hefði farið fram ekki breytt eftir á. Hann greindi þar frá því að daginn eftir keppnina hafi fulltrúi RÚV hringt í einn liðsmanna Austfirðinga og tilkynnt honum að keppnin hafi verið ógild. Umræddur nemandi hafi þá tjáð samband frá Ríkissjónvarpinu að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Áður en færi gafst á því að VA gæti sagt skoðun sína á málinu hafi RÚV hins vegar sent frá sér yfirlýsingu um að keppnin yrði endurtekin. Í viðtalinu lýsti Birgir því sjónarmiði sínu að sanngjarnast væri að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Sú virðist þó ekki raunin að óbreyttu, og MÍ komið í 8-liða úrslit keppninnar eftir sigur á VA í endurtekinni viðureign. Menntaskólinn á Ísafirði dróst á móti Verzlunarskólanum og mætast liðin í sjónvarpssal 21. febrúar. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Ísafjarðarbær Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Robert Redford er látinn Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira
Lið Menntaskólans á Ísafirði hafði betur gegn liði Verkmenntaskóla Austurlands í endurtekinni viðureign í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld, 23 - 12. Endurtaka þurfti viðureignina vegna mistaka við tímatöku. Austfirðingar fóru með sigur af hólmi í upprunalegri viðureign skólanna, en við athugun liðsmanna MÍ kom í ljós að afdrifarík mistök höfðu átt sér stað. Austfirðingar höfðu nefnilega fengið 17 sekúndur umfram þær 90 sem hvoru liði eru gefnar til þess að svara hraðaspurningum, en þær eru fyrsti liður hverrar viðureignar í keppninni. Á þessum 17 sekúndum svöruðu VA-liðar fjórum spurningum rétt, og hlutu fyrir vikið fjögur stig utan tímans sem liðum er gefinn til að svara hraðaspurningum. Fór svo að Austfirðingar fóru með tveggja stiga sigur af hólmi, 19 – 17. Eftir að Ísfirðingar bentu á mistökin, sem Ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á, var ákveðið að viðureign skólanna í spurningakeppninni vinsælu skyldi endurtekin. Sú ákvörðun RÚV lagðist þó misvel í hlutaðeigandi aðila. Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands sagði í samtali við Vísi að liðsmenn VA hafi fagnað sigri eftir keppnina umdeildu, og benti á að samkvæmt reglum Gettu betur yrði úrslitum keppni sem þegar hefði farið fram ekki breytt eftir á. Hann greindi þar frá því að daginn eftir keppnina hafi fulltrúi RÚV hringt í einn liðsmanna Austfirðinga og tilkynnt honum að keppnin hafi verið ógild. Umræddur nemandi hafi þá tjáð samband frá Ríkissjónvarpinu að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Áður en færi gafst á því að VA gæti sagt skoðun sína á málinu hafi RÚV hins vegar sent frá sér yfirlýsingu um að keppnin yrði endurtekin. Í viðtalinu lýsti Birgir því sjónarmiði sínu að sanngjarnast væri að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Sú virðist þó ekki raunin að óbreyttu, og MÍ komið í 8-liða úrslit keppninnar eftir sigur á VA í endurtekinni viðureign. Menntaskólinn á Ísafirði dróst á móti Verzlunarskólanum og mætast liðin í sjónvarpssal 21. febrúar.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Ísafjarðarbær Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Robert Redford er látinn Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira
Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19
Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10