Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 20. janúar 2020 18:30 Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. Hjúkrunarfræðingur frú Ragnheiðar segir að stundum sé skjólstæðingum þeirra frekar mætt með valdbeitingu lögreglu en aðstoð heilbrigðisstarfsmanna. Í Kompás sem birtur var á Vísi í morgun er ítarlega fjallað um mál ungrar konur, Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést síðastliðið vor eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Lögreglumennirnir höfðu réttarstöðu sakbornings í nokkra mánuði en málið var svo látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellis. Réttarmeinafræðingur fullyrðir þó að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða Heklu Lindar. Hekla hafði verið með vinum sínum í íbúð í miðbæ Reykjavíkur þar sem mikið var um eiturlyf. Hún hljóp út úr húsinu í mikilli geðshræringu og var óviðráðanleg að sögn vitna. Vinur hennar hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Hann kom ekki en tveir lögreglumenn mættu á vettvang sem kom henni í enn meira uppnám og reyndi hún að flýja undan þeim. Hún stökk yfir vegg og inn í bakgarð þar sem lögreglumennirnir náðu henni. Þeir handtóku hana og skömmu síðar fór hún í hjartastopp. „Það var kallað eftir sjúkrabíl fyrir hana því hún var í geðrofi og þurfti hjálp. Hún var ekki búin að brjóta neitt af sér. Hún var ekki glæpamaður en þessir lögreglumenn virðast hafa ráðist á hana og legið þannig á henni með hné í bak og axlir þannig það voru gríðarlega miklir áverkar. Eins og réttarmeiningarfræðingur segir þá átti hún bara aldrei möguleika," segir Jón Ingi Gunnarsson, faðir Heklu Lindar en ítarlega er rætt við foreldra hennar í Kompás. Mikilvægt að mati hjúkrunarfræðings að sjúkrabílar komi, sé þess óskað „Auðvitað eru það þau sem vinna á sjúkrabílunum sem eru best til þess fallin að bregðast við svona aðstæðum og þá af mannúð og til að tryggja öryggi skjólstæðingsins líka. Þau sem vinna á sjúkrabíl eiga auðvitað að hafa þá faglegu þekkingu og hafa öll tæki og tól og viðeigandi lyf sem þarf í þessum aðstæðum," segir Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar. „Við tökum erindið eins og það kemur til okkar og greinum hvað er viðeigandi viðbragð og í þessu tilviki er að það sé lögreglan,“ segir Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði.Vísir/Egill Vettvangur hafi verið metinn óstöður og sjúkraflutningamenn ekki sendir í slíkar aðstæður. Öllum ferlum hafi verið fylgt. „Þarna í miklu partýástandi og miklum æsingi frá mörgum þá er þetta rétta niðurstaðan, já,“ segir Tómas. Elísabet segir aftur á móti að réttast væri að sjúkrabílar séu alltaf kallaðir á vettvang þegar óskað er eftir því. „Ég hef fullan skilning á því að stundum sé lögreglan kölluð út á vettvang með sjúkrabíl út af forgangskerfi hjá þeim en þá þarf auðvitað bara að tryggja að sjúkraflutningamenn mæti alltaf á vettvanginn með lögreglunni.“ Það eigi allir rétt á heilbrigðisaðstoð. Málið sé grafalvarlegt en því miður ekki einsdæmi. „Það er okkar tilfinning í frú Ragnheiði að skjólstæðingar okkar hafi ekki fengið aðstoð þegar þeir hafa kallað eftir henni heldur hafi verið mætt með valdbeitingu af hálfu lögreglunnar,“ segir Elísabet. Kompás Lögreglan Tengdar fréttir Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. Hjúkrunarfræðingur frú Ragnheiðar segir að stundum sé skjólstæðingum þeirra frekar mætt með valdbeitingu lögreglu en aðstoð heilbrigðisstarfsmanna. Í Kompás sem birtur var á Vísi í morgun er ítarlega fjallað um mál ungrar konur, Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést síðastliðið vor eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Lögreglumennirnir höfðu réttarstöðu sakbornings í nokkra mánuði en málið var svo látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellis. Réttarmeinafræðingur fullyrðir þó að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða Heklu Lindar. Hekla hafði verið með vinum sínum í íbúð í miðbæ Reykjavíkur þar sem mikið var um eiturlyf. Hún hljóp út úr húsinu í mikilli geðshræringu og var óviðráðanleg að sögn vitna. Vinur hennar hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Hann kom ekki en tveir lögreglumenn mættu á vettvang sem kom henni í enn meira uppnám og reyndi hún að flýja undan þeim. Hún stökk yfir vegg og inn í bakgarð þar sem lögreglumennirnir náðu henni. Þeir handtóku hana og skömmu síðar fór hún í hjartastopp. „Það var kallað eftir sjúkrabíl fyrir hana því hún var í geðrofi og þurfti hjálp. Hún var ekki búin að brjóta neitt af sér. Hún var ekki glæpamaður en þessir lögreglumenn virðast hafa ráðist á hana og legið þannig á henni með hné í bak og axlir þannig það voru gríðarlega miklir áverkar. Eins og réttarmeiningarfræðingur segir þá átti hún bara aldrei möguleika," segir Jón Ingi Gunnarsson, faðir Heklu Lindar en ítarlega er rætt við foreldra hennar í Kompás. Mikilvægt að mati hjúkrunarfræðings að sjúkrabílar komi, sé þess óskað „Auðvitað eru það þau sem vinna á sjúkrabílunum sem eru best til þess fallin að bregðast við svona aðstæðum og þá af mannúð og til að tryggja öryggi skjólstæðingsins líka. Þau sem vinna á sjúkrabíl eiga auðvitað að hafa þá faglegu þekkingu og hafa öll tæki og tól og viðeigandi lyf sem þarf í þessum aðstæðum," segir Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar. „Við tökum erindið eins og það kemur til okkar og greinum hvað er viðeigandi viðbragð og í þessu tilviki er að það sé lögreglan,“ segir Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði.Vísir/Egill Vettvangur hafi verið metinn óstöður og sjúkraflutningamenn ekki sendir í slíkar aðstæður. Öllum ferlum hafi verið fylgt. „Þarna í miklu partýástandi og miklum æsingi frá mörgum þá er þetta rétta niðurstaðan, já,“ segir Tómas. Elísabet segir aftur á móti að réttast væri að sjúkrabílar séu alltaf kallaðir á vettvang þegar óskað er eftir því. „Ég hef fullan skilning á því að stundum sé lögreglan kölluð út á vettvang með sjúkrabíl út af forgangskerfi hjá þeim en þá þarf auðvitað bara að tryggja að sjúkraflutningamenn mæti alltaf á vettvanginn með lögreglunni.“ Það eigi allir rétt á heilbrigðisaðstoð. Málið sé grafalvarlegt en því miður ekki einsdæmi. „Það er okkar tilfinning í frú Ragnheiði að skjólstæðingar okkar hafi ekki fengið aðstoð þegar þeir hafa kallað eftir henni heldur hafi verið mætt með valdbeitingu af hálfu lögreglunnar,“ segir Elísabet.
Kompás Lögreglan Tengdar fréttir Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00