Rannsaka starfsumhverfi og vinnustaðamenningu Alþingis með áherslu einelti og áreitni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2020 11:41 Könnunin er þáttur í því ferli að kortleggja umfang ofbeldishegðunar, svo sem eineltis, kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni, á þjóðþingum Evrópu. vísir/hanna Alþingi stendur nú fyrir rannsókn á vinnustaðamenningu og starfsumhverfi þingsins með sérstakri áherslu á einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni. Frá þessu er greint á vef Alþingis en það er Félagsvísindastofnun sem hefur umsjón með rannsókninni. „Um er að ræða netkönnun með spurningum bæði til þingmanna og starfsmanna sem tekur mið af rannsókn Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) og Evrópuráðsþingsins (PACE) á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á evrópskum þjóðþingum og verða niðurstöður því að hluta til samanburðarhæfar. Einnig verður nýleg rannsókn sem Félagsvísindastofnun vann fyrir velferðarráðuneytið á íslenskum vinnumarkaði, Valdbeiting á vinnustað, höfð til hliðsjónar og samanburðar,“ segir á vef þingsins. Könnunin sé þannig þáttur í því ferli að kortleggja umfang ofbeldishegðunar, svo sem eineltis, kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni, á þjóðþingum Evrópu. Þá er könnunin einnig liður í því að afla almennra upplýsinga um Alþingi sem vinnustað og sameiginlegt starfsumhverfi þingmanna og starfsmanna. „Starfsmenn og þingmenn hafa fengið bréf frá forseta Alþingis með hvatningu til að taka þátt í könnuninni, þar sem bent er á að góð svörun auki verulega gæði könnunarinnar og gagnsemi. Þá er áréttað að netföng verði ekki tengd svörum þátttakenda og engar aðrar persónugreinanlegar upplýsingar verði nýttar í rannsókninni, hvorki við greiningu gagna né framsetningu niðurstaðna í lokaskýrslu,“ segir á vef Alþingis. Þing kemur saman klukkan 15 í dag eftir jólahlé. Tilhögun fundarins verður þannig að fyrst mun forsætisráðherra lesa forsetabréf um framhaldsfundi Alþingis. Síðan mun forseti þingsins fresta þingfundi til klukkan 16. Þegar þingfundur hefst að nýju verður Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrverandi þingmanns, minnst. Þá les forseti tilkynningar og síðan hefst umræða um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs og þau verkefni sem eru fram undan. Alþingi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gefur orðum Klausturdólganna nýja vídd Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. 18. október 2019 20:30 Meiri hluti Alþingismanna í yfirstétt Í gær kom út ný bók dr. Hauks Arnþórssonar. Bókin byggir á gögnum úr gagnagrunni Alþingis yfir 27 ára tímabil ásamt könnun sem lögð var fyrir konur á Alþingi. Niðurstöðurnar sýna meðal annars tengsl stéttarstöðu þingmanna og framgöngu þeirra í starfi. 19. október 2019 09:30 Segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé enn að mörgu leyti undir körlum kominn Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. 18. október 2019 13:23 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Alþingi stendur nú fyrir rannsókn á vinnustaðamenningu og starfsumhverfi þingsins með sérstakri áherslu á einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni. Frá þessu er greint á vef Alþingis en það er Félagsvísindastofnun sem hefur umsjón með rannsókninni. „Um er að ræða netkönnun með spurningum bæði til þingmanna og starfsmanna sem tekur mið af rannsókn Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) og Evrópuráðsþingsins (PACE) á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á evrópskum þjóðþingum og verða niðurstöður því að hluta til samanburðarhæfar. Einnig verður nýleg rannsókn sem Félagsvísindastofnun vann fyrir velferðarráðuneytið á íslenskum vinnumarkaði, Valdbeiting á vinnustað, höfð til hliðsjónar og samanburðar,“ segir á vef þingsins. Könnunin sé þannig þáttur í því ferli að kortleggja umfang ofbeldishegðunar, svo sem eineltis, kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni, á þjóðþingum Evrópu. Þá er könnunin einnig liður í því að afla almennra upplýsinga um Alþingi sem vinnustað og sameiginlegt starfsumhverfi þingmanna og starfsmanna. „Starfsmenn og þingmenn hafa fengið bréf frá forseta Alþingis með hvatningu til að taka þátt í könnuninni, þar sem bent er á að góð svörun auki verulega gæði könnunarinnar og gagnsemi. Þá er áréttað að netföng verði ekki tengd svörum þátttakenda og engar aðrar persónugreinanlegar upplýsingar verði nýttar í rannsókninni, hvorki við greiningu gagna né framsetningu niðurstaðna í lokaskýrslu,“ segir á vef Alþingis. Þing kemur saman klukkan 15 í dag eftir jólahlé. Tilhögun fundarins verður þannig að fyrst mun forsætisráðherra lesa forsetabréf um framhaldsfundi Alþingis. Síðan mun forseti þingsins fresta þingfundi til klukkan 16. Þegar þingfundur hefst að nýju verður Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrverandi þingmanns, minnst. Þá les forseti tilkynningar og síðan hefst umræða um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs og þau verkefni sem eru fram undan.
Alþingi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gefur orðum Klausturdólganna nýja vídd Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. 18. október 2019 20:30 Meiri hluti Alþingismanna í yfirstétt Í gær kom út ný bók dr. Hauks Arnþórssonar. Bókin byggir á gögnum úr gagnagrunni Alþingis yfir 27 ára tímabil ásamt könnun sem lögð var fyrir konur á Alþingi. Niðurstöðurnar sýna meðal annars tengsl stéttarstöðu þingmanna og framgöngu þeirra í starfi. 19. október 2019 09:30 Segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé enn að mörgu leyti undir körlum kominn Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. 18. október 2019 13:23 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Gefur orðum Klausturdólganna nýja vídd Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. 18. október 2019 20:30
Meiri hluti Alþingismanna í yfirstétt Í gær kom út ný bók dr. Hauks Arnþórssonar. Bókin byggir á gögnum úr gagnagrunni Alþingis yfir 27 ára tímabil ásamt könnun sem lögð var fyrir konur á Alþingi. Niðurstöðurnar sýna meðal annars tengsl stéttarstöðu þingmanna og framgöngu þeirra í starfi. 19. október 2019 09:30
Segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé enn að mörgu leyti undir körlum kominn Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. 18. október 2019 13:23