Gámarnir „krumpuðust“ utan um húsið Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2020 10:38 Frá höfninni á Flateyri fyrir helgi. Vísir/Jói K. Ró er tekin að færast yfir Flateyri eftir mikinn eril og viðbúnað síðustu daga í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á bæinn í byrjun síðustu viku. Eyðilegging – og svo uppbygging – blasir nú við bæjarbúum, einkum í höfninni þar sem gríðarlegt tjón hefur orðið á bátum, gámum og öðrum munum. Þetta kom fram í máli Magnúsar Einars Magnússonar, formanns björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Magnús sagði að mjög væri tekið að hægjast á aðgerðum nú þegar tæp vika er liðin síðan snjóflóðin féllu. Síðustu björgunarsveitarmennirnir, sem komu til hjálpar á Flateyri hvaðanæva af landinu, fóru heim í gær, að sögn Magnúsar. Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri.Vísir/Egill Þá sé ljóst að mikið tjón hafi orðið í bænum, einkum við höfnina. Þegar hefur komið fram að margir bátar í höfninni hafi skemmst þegar snjóflóðið féll en í gær hófst vinna við að ná þeim upp úr sjónum. Þá eru gámar sem stóðu í kringum masturshús í höfninni afar illa farnir eftir flóðið. „Við vissum af gámum sem voru með kajökum og sjóstangveiðibúnaði og við reyndum að vinna okkur að þeim í gær en þeir eru alveg krumpaðir eins og snjóbolti. Þannig að það er gífurlegt tjón þar líka,“ sagði Magnús. „Þeir krumpuðust utan um húsið. […] Annar gámurinn er í „L“ utan um húsið og rifinn upp, stálið rifnaði, það eru svaka kraftar í þessu.“ Óvissustigi vegna snjóflóðanna var aflýst í gærkvöldi og kvað Magnús ástandið stöðugt eins og er. Þá væri nokkuð óhugnanlegt að vita af því að varnargarðurinn fyrir ofan bæinn hafi ekki haldið að öllu leyti. „En það hefur í gegnum tíðina fallið flóð á þá [varnargarðana] og þess vegna lifið maður í þeirri trú að treysta þeim hundrað prósent. Ég bý hérna sjálfur alveg við þá og ég hafði hundrað prósent traust á þeim,“ sagði Magnús. „Það er auðvitað mesta sjokkið. Í mínu tilfelli er það bara hræðslan við að þetta gerist aftur svolítið ofarlega í huga manns. Af því að traustið var svo mikið og alveg sama hvað verður gert, erum við enn þá tilraunadýr eða er þetta nóg núna?“ Viðtalið við Magnús má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Héldu að það væri komið steypiregn þegar flóðbylgjan skall á þakinu Flóðbylgjan sem skall á land á Suðureyri á þriðjudagskvöld er ekki eins há og talið var í fyrstu. Útbúið verður tölvulíkan af flóðbylgjunni. 19. janúar 2020 17:37 Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02 „Skulum ekki flýta okkur en vinnum hratt og örugglega“ Sigurður Ingi Jóhannsson var á meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Ræddi hann þar á meðal ofanflóðasjóð og snjóflóðin á Flateyri og Suðureyri. 19. janúar 2020 18:18 Óvissustig enn í gildi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum; Flughált víða um land Frystir í nótt og von á næstu lægð á miðvikudaginn. 19. janúar 2020 12:00 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Sjá meira
Ró er tekin að færast yfir Flateyri eftir mikinn eril og viðbúnað síðustu daga í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á bæinn í byrjun síðustu viku. Eyðilegging – og svo uppbygging – blasir nú við bæjarbúum, einkum í höfninni þar sem gríðarlegt tjón hefur orðið á bátum, gámum og öðrum munum. Þetta kom fram í máli Magnúsar Einars Magnússonar, formanns björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Magnús sagði að mjög væri tekið að hægjast á aðgerðum nú þegar tæp vika er liðin síðan snjóflóðin féllu. Síðustu björgunarsveitarmennirnir, sem komu til hjálpar á Flateyri hvaðanæva af landinu, fóru heim í gær, að sögn Magnúsar. Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri.Vísir/Egill Þá sé ljóst að mikið tjón hafi orðið í bænum, einkum við höfnina. Þegar hefur komið fram að margir bátar í höfninni hafi skemmst þegar snjóflóðið féll en í gær hófst vinna við að ná þeim upp úr sjónum. Þá eru gámar sem stóðu í kringum masturshús í höfninni afar illa farnir eftir flóðið. „Við vissum af gámum sem voru með kajökum og sjóstangveiðibúnaði og við reyndum að vinna okkur að þeim í gær en þeir eru alveg krumpaðir eins og snjóbolti. Þannig að það er gífurlegt tjón þar líka,“ sagði Magnús. „Þeir krumpuðust utan um húsið. […] Annar gámurinn er í „L“ utan um húsið og rifinn upp, stálið rifnaði, það eru svaka kraftar í þessu.“ Óvissustigi vegna snjóflóðanna var aflýst í gærkvöldi og kvað Magnús ástandið stöðugt eins og er. Þá væri nokkuð óhugnanlegt að vita af því að varnargarðurinn fyrir ofan bæinn hafi ekki haldið að öllu leyti. „En það hefur í gegnum tíðina fallið flóð á þá [varnargarðana] og þess vegna lifið maður í þeirri trú að treysta þeim hundrað prósent. Ég bý hérna sjálfur alveg við þá og ég hafði hundrað prósent traust á þeim,“ sagði Magnús. „Það er auðvitað mesta sjokkið. Í mínu tilfelli er það bara hræðslan við að þetta gerist aftur svolítið ofarlega í huga manns. Af því að traustið var svo mikið og alveg sama hvað verður gert, erum við enn þá tilraunadýr eða er þetta nóg núna?“ Viðtalið við Magnús má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Héldu að það væri komið steypiregn þegar flóðbylgjan skall á þakinu Flóðbylgjan sem skall á land á Suðureyri á þriðjudagskvöld er ekki eins há og talið var í fyrstu. Útbúið verður tölvulíkan af flóðbylgjunni. 19. janúar 2020 17:37 Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02 „Skulum ekki flýta okkur en vinnum hratt og örugglega“ Sigurður Ingi Jóhannsson var á meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Ræddi hann þar á meðal ofanflóðasjóð og snjóflóðin á Flateyri og Suðureyri. 19. janúar 2020 18:18 Óvissustig enn í gildi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum; Flughált víða um land Frystir í nótt og von á næstu lægð á miðvikudaginn. 19. janúar 2020 12:00 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Sjá meira
Héldu að það væri komið steypiregn þegar flóðbylgjan skall á þakinu Flóðbylgjan sem skall á land á Suðureyri á þriðjudagskvöld er ekki eins há og talið var í fyrstu. Útbúið verður tölvulíkan af flóðbylgjunni. 19. janúar 2020 17:37
Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02
„Skulum ekki flýta okkur en vinnum hratt og örugglega“ Sigurður Ingi Jóhannsson var á meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Ræddi hann þar á meðal ofanflóðasjóð og snjóflóðin á Flateyri og Suðureyri. 19. janúar 2020 18:18
Óvissustig enn í gildi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum; Flughált víða um land Frystir í nótt og von á næstu lægð á miðvikudaginn. 19. janúar 2020 12:00