Líkamsbeiting við vinnu Gunnhildur Gísladóttir skrifar 3. febrúar 2020 09:00 Að beita sér rétt við vinnu er líklega stórlega vanmetið. Mannfólkið hefur vanið sig á það að láta verkefnin og umhverfið stjórna líkamsbeitingu sinni en gleymir því að laga á umhverfið að manninum – ekki öfugt. Því miður eru það einnig oft vani og vinnustaðamenning sem vinna á móti því að góðrar líkamsbeitingar sé gætt við störfin. Það er kannski ofsagt að Íslendingar hafi aldrei hugsað mikið um líkama sinn en þó hefur það frekar talist til mannkosta að láta sig hafa hlutina og kvarta ekki fyrr en í fulla hnefana. Kannski er kominn tími til að endurskoða þetta viðhorf. Rannsóknir sýna að nálægt 60% allra fjarvista frá vinnu eru vegna stoðkerfisvandamála og það liggur einnig fyrir að stór hluti sjúkrasjóða fari í að borga fjarveru vegna stoðkerfisvandamála. Endurhæfing einstaklinga með stoðkerfisverki er kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið og getur einnig verið tímafrek þannig að starfsmaðurinn er lengi frá vinnu sinni. En hvers vegna hugsum við þá ekki betur um forvarnir? Hvers vegna skoðum við hlutina ekki frá byrjun og sjáum hvað betur má fara – bæði í vinnuumhverfinu og ekki síður varðandi líkamsbeitingu starfsmanna? Því miður er það svo að það er yfirleitt ekki fyrr en slysin verða, þegar manneskjan dettur úr vinnu vegna verkja eða þegar eitthvað kemur upp á, sem að farið er að huga að þeim þáttum sem valda verkjunum. Hvaða ráð höfum við til þess að bæta ástandið? Er það ekki á ábyrgð hvers og eins að beita sér rétt við vinnu sína? – Jú algerlega! En það er líka ábyrgð fyrirtækjanna að skapa öruggt og gott vinnu umhverfi sbr. lög nr 46/1980. En hvað er hægt að gera? Fyrirtækin eru kannski ekki alltaf nógu meðvituð um hvað best er að gera í hverjum aðstæðum, hvernig skipuleggja á vinnusvæði til hagsbóta fyrir einstaklinginn og líkamsbeitingu hans. Því er mikilvægt að fá leiðbeiningar um hvað betur má fara, skoða hvort möguleikar í rýminu eru fleiri en talið er við fyrstu sýn. Gefa þarf starfsfólki færi á að fá fræðslu um mikilvægi góðrar líkamsbeitingar við vinnu, tíma til að laga umhverfið að sér og leyfi til að hreyfa sig í vinnu. Endurskoða þarf skipulag vinnu þannig að möguleikar á víxlvinnu séu til staðar eða að minnsta kosti gefa tækifæri til þess að starfsfólk geti bæði setið og staðið við vinnu sína. Gefa þarf starfsfólki tíma og tækifæri til að kynna sér vélar og hjálpartæki, æfa sig í notkun þeirra og fá stuðning við að finna bestu leiðina fyrir líkama þeirra til að útfæra vinnu sína. Við getum þó sem einstaklingar ekki bara skellt skuldinni á umhverfi okkar – það er á okkar ábyrgð að beita okkur rétt. Það er hægt að standa rétt við vinnu sína, sitja með beint bak, slaka á í öxlum og rétta úr hálsi þrátt fyrir að vinnuaðstæðurnar mættu vera betri. Við höfum aðeins einn líkama - förum vel með hann. Nú í byrjun árs 2020 mun Vinnueftirlitið bjóða upp á fyrirlestra um líkamsbeitingu sem hannaðir eru með þarfir mismunandi starfshópa í huga. Markmiðið er að námskeiðin séu hnitmiðaðri í að skoða hvað hægt er að gera betur hjá hverjum starfshópi fyrir sig. Nú eru að fara af stað námskeið sem eru fyrir bílstjóra, fólk í umönnunarstörfum, í þjónustustörfum og fyrir þá sem að sitja á skrifstofu. Einnig verður sérstakt námskeið um hvernig best er að bera sig að við að lyfta byrðum. Fyrsta skrefið í að bæta líkamsbeitingu við vinnu er nefnilega fræðsla. Höfundur er iðjuþjálfi, M.Sc. og sérfræðingur í stoðkerfi á heilsu og umhverfissviði hjá Vinnueftirlitinu. Gunnhildur hefur starfað í næstum 30 ár við endurhæfingu, var lengi sviðstjóri iðjuþjálfunar á verkjasviði Reykjalundar og þekkir því vandamál í stoðkerfi vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Að beita sér rétt við vinnu er líklega stórlega vanmetið. Mannfólkið hefur vanið sig á það að láta verkefnin og umhverfið stjórna líkamsbeitingu sinni en gleymir því að laga á umhverfið að manninum – ekki öfugt. Því miður eru það einnig oft vani og vinnustaðamenning sem vinna á móti því að góðrar líkamsbeitingar sé gætt við störfin. Það er kannski ofsagt að Íslendingar hafi aldrei hugsað mikið um líkama sinn en þó hefur það frekar talist til mannkosta að láta sig hafa hlutina og kvarta ekki fyrr en í fulla hnefana. Kannski er kominn tími til að endurskoða þetta viðhorf. Rannsóknir sýna að nálægt 60% allra fjarvista frá vinnu eru vegna stoðkerfisvandamála og það liggur einnig fyrir að stór hluti sjúkrasjóða fari í að borga fjarveru vegna stoðkerfisvandamála. Endurhæfing einstaklinga með stoðkerfisverki er kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið og getur einnig verið tímafrek þannig að starfsmaðurinn er lengi frá vinnu sinni. En hvers vegna hugsum við þá ekki betur um forvarnir? Hvers vegna skoðum við hlutina ekki frá byrjun og sjáum hvað betur má fara – bæði í vinnuumhverfinu og ekki síður varðandi líkamsbeitingu starfsmanna? Því miður er það svo að það er yfirleitt ekki fyrr en slysin verða, þegar manneskjan dettur úr vinnu vegna verkja eða þegar eitthvað kemur upp á, sem að farið er að huga að þeim þáttum sem valda verkjunum. Hvaða ráð höfum við til þess að bæta ástandið? Er það ekki á ábyrgð hvers og eins að beita sér rétt við vinnu sína? – Jú algerlega! En það er líka ábyrgð fyrirtækjanna að skapa öruggt og gott vinnu umhverfi sbr. lög nr 46/1980. En hvað er hægt að gera? Fyrirtækin eru kannski ekki alltaf nógu meðvituð um hvað best er að gera í hverjum aðstæðum, hvernig skipuleggja á vinnusvæði til hagsbóta fyrir einstaklinginn og líkamsbeitingu hans. Því er mikilvægt að fá leiðbeiningar um hvað betur má fara, skoða hvort möguleikar í rýminu eru fleiri en talið er við fyrstu sýn. Gefa þarf starfsfólki færi á að fá fræðslu um mikilvægi góðrar líkamsbeitingar við vinnu, tíma til að laga umhverfið að sér og leyfi til að hreyfa sig í vinnu. Endurskoða þarf skipulag vinnu þannig að möguleikar á víxlvinnu séu til staðar eða að minnsta kosti gefa tækifæri til þess að starfsfólk geti bæði setið og staðið við vinnu sína. Gefa þarf starfsfólki tíma og tækifæri til að kynna sér vélar og hjálpartæki, æfa sig í notkun þeirra og fá stuðning við að finna bestu leiðina fyrir líkama þeirra til að útfæra vinnu sína. Við getum þó sem einstaklingar ekki bara skellt skuldinni á umhverfi okkar – það er á okkar ábyrgð að beita okkur rétt. Það er hægt að standa rétt við vinnu sína, sitja með beint bak, slaka á í öxlum og rétta úr hálsi þrátt fyrir að vinnuaðstæðurnar mættu vera betri. Við höfum aðeins einn líkama - förum vel með hann. Nú í byrjun árs 2020 mun Vinnueftirlitið bjóða upp á fyrirlestra um líkamsbeitingu sem hannaðir eru með þarfir mismunandi starfshópa í huga. Markmiðið er að námskeiðin séu hnitmiðaðri í að skoða hvað hægt er að gera betur hjá hverjum starfshópi fyrir sig. Nú eru að fara af stað námskeið sem eru fyrir bílstjóra, fólk í umönnunarstörfum, í þjónustustörfum og fyrir þá sem að sitja á skrifstofu. Einnig verður sérstakt námskeið um hvernig best er að bera sig að við að lyfta byrðum. Fyrsta skrefið í að bæta líkamsbeitingu við vinnu er nefnilega fræðsla. Höfundur er iðjuþjálfi, M.Sc. og sérfræðingur í stoðkerfi á heilsu og umhverfissviði hjá Vinnueftirlitinu. Gunnhildur hefur starfað í næstum 30 ár við endurhæfingu, var lengi sviðstjóri iðjuþjálfunar á verkjasviði Reykjalundar og þekkir því vandamál í stoðkerfi vel.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar