Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 08:15 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fylgir Brexit úr hlaði með ávarpi til þjóðar sinnar í kvöld. vísir/epa Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. Þrjú og hálft eru liðin síðan breska þjóðin samþykkti Brexit í atkvæðagreiðslu þar sem afar mjótt var á mununum; 52 prósent vildu útgöngu en 48 prósent voru henni andvíg. Nú tekur við ellefu mánaða aðlögunartímabil þar sem Bretland telst vera de facto-aðili að innri markaði ESB en hvað tekur við að því loknu er óljóst. Á komandi mánuðum munu Bretar eiga í samningaviðræðum við ESB sem og EES-ríkin, þar með talið Ísland, um það hvernig framtíðarsambandi landsins við sambandið verður háttað. Það þarf til dæmis að semja um frjálsa för fólks, tolla og markaðsviðskipti og þjónustuviðskipti. Það má því segja að verkefnið framundan sé ærið. Útgangan er klukkan ellefu í kvöld en klukkustund áður, klukkan tíu, mun Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, ávarpa þjóð sína. Fjallað er um innihald ræðunnar á vef BBC þar sem segir að Johnson muni meðal annars fagna upphafi nýs tímabils. Brexit sé upphaf en ekki endir og það að slíta böndin við 27 aðildarríki ESB sé raunveruleg byrjun og breyting fyrir Breta. Lítið muni þó breytast til að byrja með á meðan aðlögunartímabilið stendur yfir. „Það mikilvægast sem þarf að segja í kvöld er að þetta er ekki endir heldur upphaf. Þetta er stund nýrrar dögunar og leiktjaldið fer upp fyrir næsta þátt. Þetta er stund raunverulegrar byrjunar og breytingar,“ mun Johnson segja í ræðunni. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48 Segir Bretland komið yfir „Brexit-marklínuna“ Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. 22. janúar 2020 23:40 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. Þrjú og hálft eru liðin síðan breska þjóðin samþykkti Brexit í atkvæðagreiðslu þar sem afar mjótt var á mununum; 52 prósent vildu útgöngu en 48 prósent voru henni andvíg. Nú tekur við ellefu mánaða aðlögunartímabil þar sem Bretland telst vera de facto-aðili að innri markaði ESB en hvað tekur við að því loknu er óljóst. Á komandi mánuðum munu Bretar eiga í samningaviðræðum við ESB sem og EES-ríkin, þar með talið Ísland, um það hvernig framtíðarsambandi landsins við sambandið verður háttað. Það þarf til dæmis að semja um frjálsa för fólks, tolla og markaðsviðskipti og þjónustuviðskipti. Það má því segja að verkefnið framundan sé ærið. Útgangan er klukkan ellefu í kvöld en klukkustund áður, klukkan tíu, mun Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, ávarpa þjóð sína. Fjallað er um innihald ræðunnar á vef BBC þar sem segir að Johnson muni meðal annars fagna upphafi nýs tímabils. Brexit sé upphaf en ekki endir og það að slíta böndin við 27 aðildarríki ESB sé raunveruleg byrjun og breyting fyrir Breta. Lítið muni þó breytast til að byrja með á meðan aðlögunartímabilið stendur yfir. „Það mikilvægast sem þarf að segja í kvöld er að þetta er ekki endir heldur upphaf. Þetta er stund nýrrar dögunar og leiktjaldið fer upp fyrir næsta þátt. Þetta er stund raunverulegrar byrjunar og breytingar,“ mun Johnson segja í ræðunni.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48 Segir Bretland komið yfir „Brexit-marklínuna“ Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. 22. janúar 2020 23:40 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48
Segir Bretland komið yfir „Brexit-marklínuna“ Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. 22. janúar 2020 23:40
Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53