Vonar að menntuðum lögreglumönnum fjölgi hratt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. janúar 2020 18:45 Lögregluráði er ætlað að greina þörfina. Dómsmálaráðherra vonar að menntuðum lögreglumönnum fjölgi hratt. Vísir/Vilhelm Nýtt lögregluráð tók til starfa í dag. Staða löggæslu á Íslandi var meðal annars til umræðu en menntaðir lögreglumenn eru á þriðja hundrað færri en greiningardeild ríkilögreglustjóra telur ásættanlegt. Dómsmálaráðherra vonandi til að faglærðum lögreglumönnum fjölgi hratt á næstu árum. Lögregluráð kom saman í fyrsta skipti til fundar í dag. Ráðið er skipað ríkislögreglustjóra, öllum lögreglustjórum í landinu og héraðssaksóknara og er samráðsvettvangur sem byggist á því markmiði að tryggja hæfni lögreglunnar til að takast sameiginlega á við þær áskoranir sem uppi eru hverju sinni. Lögregluráð kom saman til síns fyrsta fundar í dag. Í sæti ráðsins eiga ríkislögreglustjóri, allir lögreglustjórar í landinu auk héraðssaksóknara.Vísir/Jóhann K. Fækkun menntaðra lögreglumanna hefur verið mætt með ráðningu ófaglærðra Í Kompás á mánudag var dregin upp mynd af stöðu lögreglu á Íslandi. Menntuðum lögreglumönnum hefur fækkað á meðan íbúa- og ferðamannafjöldinn eykst. Álag er mikið og hafa lögreglumenn lýst því að meiri harka og ofbeldi mæti þeim í útköllum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra segir í skýrslu að lögreglan búi ekki yfir nægilegum styrk til þess að takast breytingar samfélagsins. Dómsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að lögreglumönnum hafi ekki fækkað. Skorti á menntuðum lögreglumönnum hafi verið mætt með ráðningu ófaglærðra lögreglumanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustóri og formaður Lögregluráðs.Vísir/Jóhann K Menntuðum lögreglumönnum mun fjölga hratt á næstu árum Er það réttlætanlegt að héraðslögreglumaður sem tekur 2-3 vikna námskeið og fái fullt lögregluvald þegar nám lögreglumanna er á háskólastigi til tveggja ára? „Við erum auðvitað að reyna að laga þetta og þetta mun breytast hratt núna með nýútskrifuðum lögreglumönnum úr Háskólanum. Við erum að sjá núna að á hverju ári munu útskrifast fjörutíu nýir lögreglumenn, en áður en þetta nám fór í gagnið að þá voru það tuttugu lögreglumenn annað hvert ár. Þannig að auðvitað erum við að fara sjá fljótlega allt aðra mynd og möguleika á að ráða einungis og vonandi einungis menntaða lögreglumenn til starfa,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Greiningardeild ríkislögreglustjóra og Landssamband lögreglumanna hafa greint frá því að menntaðir lögreglumenn þurfa að lágmarki að vera 860, tæplega 250 fleiri en nú er. Stjórnvöld hafa aukið fjármagn til löggæslu um sex milljarða á síðustu árum. „Lögregluráð er eitt af þeim atriðum sem ég kem hér á fót til þess að lögreglustjórar landsins, ásamt ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara, ræði saman um þörfina. Hvar er hægt að gera betur. Er einhverstaðar staða í kerfinu þar sem við getum nýtt fjármunina betur. Eigum við að forgangsraða öðruvísi og hvar er þá mesta vöntunin. Þær upplýsingar vill ég fá úr nýskipuðu lögregluráði,“ segir Áslaug. Kompás Lögreglan Tengdar fréttir Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00 Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45 Lögreglumönnum hafi ekki fækkað en fjöldi ómenntaðra aukist Dómsmálaráðherra segir að fjöldi lögreglumanna hafi staðið í stað en raunin er að hlutfall ómenntaðra lögreglumanna hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Ráðherra segir hins vegar ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu lögreglunnar. 29. janúar 2020 18:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Nýtt lögregluráð tók til starfa í dag. Staða löggæslu á Íslandi var meðal annars til umræðu en menntaðir lögreglumenn eru á þriðja hundrað færri en greiningardeild ríkilögreglustjóra telur ásættanlegt. Dómsmálaráðherra vonandi til að faglærðum lögreglumönnum fjölgi hratt á næstu árum. Lögregluráð kom saman í fyrsta skipti til fundar í dag. Ráðið er skipað ríkislögreglustjóra, öllum lögreglustjórum í landinu og héraðssaksóknara og er samráðsvettvangur sem byggist á því markmiði að tryggja hæfni lögreglunnar til að takast sameiginlega á við þær áskoranir sem uppi eru hverju sinni. Lögregluráð kom saman til síns fyrsta fundar í dag. Í sæti ráðsins eiga ríkislögreglustjóri, allir lögreglustjórar í landinu auk héraðssaksóknara.Vísir/Jóhann K. Fækkun menntaðra lögreglumanna hefur verið mætt með ráðningu ófaglærðra Í Kompás á mánudag var dregin upp mynd af stöðu lögreglu á Íslandi. Menntuðum lögreglumönnum hefur fækkað á meðan íbúa- og ferðamannafjöldinn eykst. Álag er mikið og hafa lögreglumenn lýst því að meiri harka og ofbeldi mæti þeim í útköllum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra segir í skýrslu að lögreglan búi ekki yfir nægilegum styrk til þess að takast breytingar samfélagsins. Dómsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að lögreglumönnum hafi ekki fækkað. Skorti á menntuðum lögreglumönnum hafi verið mætt með ráðningu ófaglærðra lögreglumanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustóri og formaður Lögregluráðs.Vísir/Jóhann K Menntuðum lögreglumönnum mun fjölga hratt á næstu árum Er það réttlætanlegt að héraðslögreglumaður sem tekur 2-3 vikna námskeið og fái fullt lögregluvald þegar nám lögreglumanna er á háskólastigi til tveggja ára? „Við erum auðvitað að reyna að laga þetta og þetta mun breytast hratt núna með nýútskrifuðum lögreglumönnum úr Háskólanum. Við erum að sjá núna að á hverju ári munu útskrifast fjörutíu nýir lögreglumenn, en áður en þetta nám fór í gagnið að þá voru það tuttugu lögreglumenn annað hvert ár. Þannig að auðvitað erum við að fara sjá fljótlega allt aðra mynd og möguleika á að ráða einungis og vonandi einungis menntaða lögreglumenn til starfa,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Greiningardeild ríkislögreglustjóra og Landssamband lögreglumanna hafa greint frá því að menntaðir lögreglumenn þurfa að lágmarki að vera 860, tæplega 250 fleiri en nú er. Stjórnvöld hafa aukið fjármagn til löggæslu um sex milljarða á síðustu árum. „Lögregluráð er eitt af þeim atriðum sem ég kem hér á fót til þess að lögreglustjórar landsins, ásamt ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara, ræði saman um þörfina. Hvar er hægt að gera betur. Er einhverstaðar staða í kerfinu þar sem við getum nýtt fjármunina betur. Eigum við að forgangsraða öðruvísi og hvar er þá mesta vöntunin. Þær upplýsingar vill ég fá úr nýskipuðu lögregluráði,“ segir Áslaug.
Kompás Lögreglan Tengdar fréttir Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00 Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45 Lögreglumönnum hafi ekki fækkað en fjöldi ómenntaðra aukist Dómsmálaráðherra segir að fjöldi lögreglumanna hafi staðið í stað en raunin er að hlutfall ómenntaðra lögreglumanna hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Ráðherra segir hins vegar ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu lögreglunnar. 29. janúar 2020 18:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00
Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45
Lögreglumönnum hafi ekki fækkað en fjöldi ómenntaðra aukist Dómsmálaráðherra segir að fjöldi lögreglumanna hafi staðið í stað en raunin er að hlutfall ómenntaðra lögreglumanna hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Ráðherra segir hins vegar ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu lögreglunnar. 29. janúar 2020 18:30