Handbolti

Seinni bylgjan: Þjálfari Aftureldingar krotar á sjálfan sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Andri Einarsson og krotið.
Einar Andri Einarsson og krotið. Mynd/S2 Sport

Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk sérfræðinga sína til að segja sitt álit á því að Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, skrifi minnispunkta á hendina á sér.

Krotið hjá Einari Andra sást vel þegar hann kom í viðtal eftir leikinn á móti FH sem Afturelding tapaði með fjórum mörkum.

„Ég var að skoða þetta í dag og eina sem er skiljanlegt af þessari læknaskrift hans er þetta neðsta sem er 5-5. Þekkið þið marga þjálfara sem eru að krota á höndina á sér,“ spurði Henry Birgir.

„Þetta minnir á mig á þáttinn Unabomber þegar þeir voru að reyna að leysa bréfin hans,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í léttum tón.

„Þetta eru einhver kerfi. Ég sé Köln þarna og vinstri eitthvað,“ sagði Jóhann Gunnar

„Er hann ekki bara að minna sig á það að hann er að fara á Final Four í Köln,“ spurði Logi Geirsson í gríni.

„Var hann að hugsa um það í seinni hálfleik og þess vegna vegna gátu þeir ekki neitt,“ sagði Henry Birgir.

„Ég fagna þessu og mér finnst þetta mjög gott trix. Ég hef ekki séð þetta áður,“ sagði Logi.

„Meðalmaður fær 70 þúsund hugsanir á dag inn í hausinn á sér. Hugsið ykkur þjálfara sem er að hugsa um allt liðið og með allt í gangi. Maður á að skrifa niður það sem skiptir máli,“ sagði Logi.

Það má sjá alla umfjöllunina um krot Einars Andra Einarssonar hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Einar Andri, þjálfari Aftureldingar krotar á sjálfan sig



Fleiri fréttir

Sjá meira


×