Anníe missti meira en tvo lítra af blóði í fæðingunni: Erfiðasta sem ég hef gert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 08:30 Nýja fjölskyldan. Anníe Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius með dóttur sína. Mynd/Instagram Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir hefur í gegnum tíðina sýnt ótrúlega elju og seiglu í CrossFit keppnum og alls fimm sinnum komist upp á verðlaunapall þar af tvisvar sinnum sem heimsmeistari. Anníe Mist hefur nú sagt frá fæðingu dóttur sinnar sem kom í heiminn mánudaginn 10. ágúst 2020 eftir erfiða og langa fæðingu. „Ég bjóst við að fæðingin yrði eins og 99 prósent af öðrum fæðingum á Íslandi en það fór ekki svo. Ég ætla ekki að fara í smáatriði en þetta er það erfiðasta sem hef ég þurft að gera,“ skrifaði Anníe Mist. „Meðgangan var ótrúlegt. Ég gat æft og hreyft mig allan tímann og leið vel bæði á líkama og sál,“ skrifaði Anníe. Anníe Mist segir síðan frá fæðingunni en allt fór af stað á laugardaginn 8. ágúst þegar hún var komin þrjá daga fram yfir. Anníe Mist vaknaði um morguninn með hríðir og var lögð inn á spítalann klukkan tíu um kvöldið. „Ég fékk verkjalyf til að hjálpa mér að sofa og útaf af Covid-19 þá varð ég að vera ein því Frederik mátti ekki koma inn strax, skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Giving birth is magical. You carry this thing around for 9 months, anticipating the arrival with all the good and all the struggles it brings. I anticipated my birth to be like 99% of normal Icelandic births, but it didn t turn out that way. I am not going to go into details but this is the single hardest thing I have ever had to do. My pregnancy was incredible. I was able to train and be active throughout and my body and mind felt so good. Saturday the 8th of August, 3 days past my due date, I woke up early in the morning with very painful contractions. At 10pm that evening I got admitted to the hospital because my water had broken early that same day so my babies health had to be monitored. I got pain medication to try to sleep and because of covid-19, I had to be by myself since Frederik was not allowed with me until further into labor. 3pm the following day Frederik could finally join me. We found out that her head was not in a good position for pushing - star gazer so face up and tilted which means she needs a lot more space to get out. We hoped she would turn by herself and the staff had a few tries to turn her - without success. We ended up in the surgical room for vacuum - ready for emergency c section. With over 10 people in the room, 4 of them holding me in place while pushing, suction on her head we got started. It took 5 attempts to get her moving and with the hardest push I have done in my life, we got her out. On Monday at 1216pm, I don t know how many hours in labor, my baby girl came into the world with, soundless, and these were a few of the longest minutes of my life. Then finally a super strong cry and 100% healthy ?? 3904g - 54cm long ! With her first breath, this girl became the most important thing in my world ?? I am SO grateful for the midwifes that tended to me at the hospital and the doctors monitoring and assisting bringing my diamond safely into this world. I ended up loosing more than 2 L of blood and have a long recovery ahead of me. I may not be myself today and it may take some time. I need help doing the simplest tasks, but I will recover. I have Frederik and my girl by my side - and with them A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 15, 2020 at 3:02pm PDT „Frederik mátti ekki koma til mín fyrr en klukkan þrjú daginn eftir,“ skrifaði Anníe og hélt áfram: „Við komust að því að höfuðið hennar var ekki í réttri stöðu sem þýðir að hún þurfti mun meira pláss til að komast út. Við vonuðumst til að hún myndi laga sig sjálf og starfsfólkið gerði nokkrar tilraunir til að snúa henni en án árangurs,“ skrifaði Anníe Mist. Læknarnir voru farnir að undirbúa keisaraskurðinn en Anníe Mist var ekki búinn að gefast upp. „Það voru tíu í herberginu þar af voru fjögur þeirra að halda mér á meðan ég rembdist. Það tók fimm tilraunir til að koma henni af stað og með erfiðasta átaki mínu á ævinni þá náðum mér henni út,“ skrifaði Anníe Mist. „Á mánudaginn var klukkan 12.16, ég veit ekki eftir hversu marga klukkutíma, þá kom stúlkan mín í heiminn. Það heyrðist hins vegar ekkert í henni og það voru nokkrar af lengstu mínútum á minni ævi. Þá heyrðist loksins hár grátur og hún er hundrað prósent heilbrigð,“ skrifaði Anníe Stelpan hennar var 3904 grömm og 54 sentímetrar á lengd eða næstum því sextán merkur. „Um leið og hún tók sinn fyrsta andardrátt þá varð hún það mikilvægasta í mínum heimi. Ég er svo þakklát ljósmæðrunum sem hugsuðu um mig á sjúkrahúsinu og fyrir læknana að fylgjast með mér og hjálpuðu mér að koma demantinum mínum örugglega í heiminn,“ skrifaði Anníe. Fæðingin tók hins vegar gríðarlega mikið á hana og fram undan er löng endurhæfing. „Ég endaði á því að missa meira en tvo lítra af blóði og það mun taka mig langan tíma að ná mér,“ skrifaði Anníe. „Ég er kannski ekki ég sjálf í dag og þetta gæti tekið einhvern tíma. Ég þarf hjálp við einföldustu hluti en ég mun ná mér. Ég hef Frederik og stelpuna mína mér við hlið“ skrifaði Anníe Mist. CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir hefur í gegnum tíðina sýnt ótrúlega elju og seiglu í CrossFit keppnum og alls fimm sinnum komist upp á verðlaunapall þar af tvisvar sinnum sem heimsmeistari. Anníe Mist hefur nú sagt frá fæðingu dóttur sinnar sem kom í heiminn mánudaginn 10. ágúst 2020 eftir erfiða og langa fæðingu. „Ég bjóst við að fæðingin yrði eins og 99 prósent af öðrum fæðingum á Íslandi en það fór ekki svo. Ég ætla ekki að fara í smáatriði en þetta er það erfiðasta sem hef ég þurft að gera,“ skrifaði Anníe Mist. „Meðgangan var ótrúlegt. Ég gat æft og hreyft mig allan tímann og leið vel bæði á líkama og sál,“ skrifaði Anníe. Anníe Mist segir síðan frá fæðingunni en allt fór af stað á laugardaginn 8. ágúst þegar hún var komin þrjá daga fram yfir. Anníe Mist vaknaði um morguninn með hríðir og var lögð inn á spítalann klukkan tíu um kvöldið. „Ég fékk verkjalyf til að hjálpa mér að sofa og útaf af Covid-19 þá varð ég að vera ein því Frederik mátti ekki koma inn strax, skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Giving birth is magical. You carry this thing around for 9 months, anticipating the arrival with all the good and all the struggles it brings. I anticipated my birth to be like 99% of normal Icelandic births, but it didn t turn out that way. I am not going to go into details but this is the single hardest thing I have ever had to do. My pregnancy was incredible. I was able to train and be active throughout and my body and mind felt so good. Saturday the 8th of August, 3 days past my due date, I woke up early in the morning with very painful contractions. At 10pm that evening I got admitted to the hospital because my water had broken early that same day so my babies health had to be monitored. I got pain medication to try to sleep and because of covid-19, I had to be by myself since Frederik was not allowed with me until further into labor. 3pm the following day Frederik could finally join me. We found out that her head was not in a good position for pushing - star gazer so face up and tilted which means she needs a lot more space to get out. We hoped she would turn by herself and the staff had a few tries to turn her - without success. We ended up in the surgical room for vacuum - ready for emergency c section. With over 10 people in the room, 4 of them holding me in place while pushing, suction on her head we got started. It took 5 attempts to get her moving and with the hardest push I have done in my life, we got her out. On Monday at 1216pm, I don t know how many hours in labor, my baby girl came into the world with, soundless, and these were a few of the longest minutes of my life. Then finally a super strong cry and 100% healthy ?? 3904g - 54cm long ! With her first breath, this girl became the most important thing in my world ?? I am SO grateful for the midwifes that tended to me at the hospital and the doctors monitoring and assisting bringing my diamond safely into this world. I ended up loosing more than 2 L of blood and have a long recovery ahead of me. I may not be myself today and it may take some time. I need help doing the simplest tasks, but I will recover. I have Frederik and my girl by my side - and with them A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 15, 2020 at 3:02pm PDT „Frederik mátti ekki koma til mín fyrr en klukkan þrjú daginn eftir,“ skrifaði Anníe og hélt áfram: „Við komust að því að höfuðið hennar var ekki í réttri stöðu sem þýðir að hún þurfti mun meira pláss til að komast út. Við vonuðumst til að hún myndi laga sig sjálf og starfsfólkið gerði nokkrar tilraunir til að snúa henni en án árangurs,“ skrifaði Anníe Mist. Læknarnir voru farnir að undirbúa keisaraskurðinn en Anníe Mist var ekki búinn að gefast upp. „Það voru tíu í herberginu þar af voru fjögur þeirra að halda mér á meðan ég rembdist. Það tók fimm tilraunir til að koma henni af stað og með erfiðasta átaki mínu á ævinni þá náðum mér henni út,“ skrifaði Anníe Mist. „Á mánudaginn var klukkan 12.16, ég veit ekki eftir hversu marga klukkutíma, þá kom stúlkan mín í heiminn. Það heyrðist hins vegar ekkert í henni og það voru nokkrar af lengstu mínútum á minni ævi. Þá heyrðist loksins hár grátur og hún er hundrað prósent heilbrigð,“ skrifaði Anníe Stelpan hennar var 3904 grömm og 54 sentímetrar á lengd eða næstum því sextán merkur. „Um leið og hún tók sinn fyrsta andardrátt þá varð hún það mikilvægasta í mínum heimi. Ég er svo þakklát ljósmæðrunum sem hugsuðu um mig á sjúkrahúsinu og fyrir læknana að fylgjast með mér og hjálpuðu mér að koma demantinum mínum örugglega í heiminn,“ skrifaði Anníe. Fæðingin tók hins vegar gríðarlega mikið á hana og fram undan er löng endurhæfing. „Ég endaði á því að missa meira en tvo lítra af blóði og það mun taka mig langan tíma að ná mér,“ skrifaði Anníe. „Ég er kannski ekki ég sjálf í dag og þetta gæti tekið einhvern tíma. Ég þarf hjálp við einföldustu hluti en ég mun ná mér. Ég hef Frederik og stelpuna mína mér við hlið“ skrifaði Anníe Mist.
CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira