Lindelof kallaði nýju stjörnu Man United mjög ljótu orði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 10:30 Victor Lindelof og Bruno Ferndanes var vel heitt í hamsi. Getty/James Williamson Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni og vinnur því ekki titil á þessu tímabili. Tveir leikmenn liðsins rifust eins og hundur og köttur eftir að liðið lenti undir á móti spænska liðinu Sevilla í gær. Manchester United missti niður 1-0 forystu og er úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-1 tap á móti spænska liðinu Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Sjónvarpsmyndavélarnar sýndu samskipti sænska varnarmannsins Victor Lindelof og Portúgalans Bruno Fernandes eftir að Luuk de Jong skoraði sigurmark Sevilla. Bæði Victor Lindelof og Aaron Wan-Bissaka gerðu sig seka um að gleyma Luuk de Jong sem var einn og yfirgefinn í markteignum eftir fyrirgjöf Jesus Navas. Bruno Fernandes valdi hins vegar að hella sér yfir Svíann sem var allt annað en sáttur. Lindelof and Fernandes were seen screaming at each other after Luuk de Jong's goal... https://t.co/bFFeAx3Mo9— SPORTbible (@sportbible) August 17, 2020 Varalesarar hafa nú komist að því sem Victor Lindelof sagði við Bruno Fernandes í rifildinu en sjónvarpsvélarnar sáu framan í hann þegar hann svaraði Portúgalanum. Bruno Fernandes hafði komið United liðinu í 1-0 í leiknum og var einnig duglegur að skapa færi fyrir félaga sína framan af leik. Victor Lindelof svaraði Bruno Fernandes þarna fullum hálsi og notaði ljót orð. Hann kallaði nýju stjörnu United liðsins „Vai tomar no cu filho da puta“ sem er í grófri þýðingu „Ríddu þér, helvítis tíkarsonur“ sem er eitthvað sem þú vilt ekki heyra leikmann segja við liðsfélaga. Bruno Fernandes vildi samt gera lítið úr atvikinu eftir leikinn. Hann sagði að það sem hefði gerst væri bara eðlilegt og að þeir væru að passa upp á hvorn annan. Bruno Fernandes and Victor Lindelof disagree regarding who was responsible for that Sevilla goal #Club2020 pic.twitter.com/z0vOI8smsn— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 16, 2020 „Þegar við fáum á okkur mark þá er það ölum að kenna og byrjar hjá sóknarmönnunum. Við megum ekki fá á okkur mark eftir innkast í fyrri hálfleik og þurftum að pressa betur. Við megum ekki fá á okkur svona ódýr mörk. Eftir það komu mistök eftir mistök,“ sagði Bruno Fernandes. „Við erum reiðir þegar við fáum á okkur mark en það er öllum að kenna. Það er ekki einn leikmaður sem ber alla sökina heldur allt liðið. Þetta snýst ekki um mig eða Victor. Það sem gerðist hjá okkur er ekkert. Það er eðlilegt og bara hluti af fótboltanum. Svona gerist og við erum að passa upp á hvorn annan,“ sagði Bruno Fernandes. „Svona hlutir gerast oftar hjá öðrum félögum. Það mikilvægasta er að átta sig á mistökunum sem við gerum og hlakka til að bæta sig þar í næstu leikjum,“ sagði Bruno Fernandes. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni og vinnur því ekki titil á þessu tímabili. Tveir leikmenn liðsins rifust eins og hundur og köttur eftir að liðið lenti undir á móti spænska liðinu Sevilla í gær. Manchester United missti niður 1-0 forystu og er úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-1 tap á móti spænska liðinu Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Sjónvarpsmyndavélarnar sýndu samskipti sænska varnarmannsins Victor Lindelof og Portúgalans Bruno Fernandes eftir að Luuk de Jong skoraði sigurmark Sevilla. Bæði Victor Lindelof og Aaron Wan-Bissaka gerðu sig seka um að gleyma Luuk de Jong sem var einn og yfirgefinn í markteignum eftir fyrirgjöf Jesus Navas. Bruno Fernandes valdi hins vegar að hella sér yfir Svíann sem var allt annað en sáttur. Lindelof and Fernandes were seen screaming at each other after Luuk de Jong's goal... https://t.co/bFFeAx3Mo9— SPORTbible (@sportbible) August 17, 2020 Varalesarar hafa nú komist að því sem Victor Lindelof sagði við Bruno Fernandes í rifildinu en sjónvarpsvélarnar sáu framan í hann þegar hann svaraði Portúgalanum. Bruno Fernandes hafði komið United liðinu í 1-0 í leiknum og var einnig duglegur að skapa færi fyrir félaga sína framan af leik. Victor Lindelof svaraði Bruno Fernandes þarna fullum hálsi og notaði ljót orð. Hann kallaði nýju stjörnu United liðsins „Vai tomar no cu filho da puta“ sem er í grófri þýðingu „Ríddu þér, helvítis tíkarsonur“ sem er eitthvað sem þú vilt ekki heyra leikmann segja við liðsfélaga. Bruno Fernandes vildi samt gera lítið úr atvikinu eftir leikinn. Hann sagði að það sem hefði gerst væri bara eðlilegt og að þeir væru að passa upp á hvorn annan. Bruno Fernandes and Victor Lindelof disagree regarding who was responsible for that Sevilla goal #Club2020 pic.twitter.com/z0vOI8smsn— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 16, 2020 „Þegar við fáum á okkur mark þá er það ölum að kenna og byrjar hjá sóknarmönnunum. Við megum ekki fá á okkur mark eftir innkast í fyrri hálfleik og þurftum að pressa betur. Við megum ekki fá á okkur svona ódýr mörk. Eftir það komu mistök eftir mistök,“ sagði Bruno Fernandes. „Við erum reiðir þegar við fáum á okkur mark en það er öllum að kenna. Það er ekki einn leikmaður sem ber alla sökina heldur allt liðið. Þetta snýst ekki um mig eða Victor. Það sem gerðist hjá okkur er ekkert. Það er eðlilegt og bara hluti af fótboltanum. Svona gerist og við erum að passa upp á hvorn annan,“ sagði Bruno Fernandes. „Svona hlutir gerast oftar hjá öðrum félögum. Það mikilvægasta er að átta sig á mistökunum sem við gerum og hlakka til að bæta sig þar í næstu leikjum,“ sagði Bruno Fernandes.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira