Lindelof kallaði nýju stjörnu Man United mjög ljótu orði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 10:30 Victor Lindelof og Bruno Ferndanes var vel heitt í hamsi. Getty/James Williamson Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni og vinnur því ekki titil á þessu tímabili. Tveir leikmenn liðsins rifust eins og hundur og köttur eftir að liðið lenti undir á móti spænska liðinu Sevilla í gær. Manchester United missti niður 1-0 forystu og er úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-1 tap á móti spænska liðinu Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Sjónvarpsmyndavélarnar sýndu samskipti sænska varnarmannsins Victor Lindelof og Portúgalans Bruno Fernandes eftir að Luuk de Jong skoraði sigurmark Sevilla. Bæði Victor Lindelof og Aaron Wan-Bissaka gerðu sig seka um að gleyma Luuk de Jong sem var einn og yfirgefinn í markteignum eftir fyrirgjöf Jesus Navas. Bruno Fernandes valdi hins vegar að hella sér yfir Svíann sem var allt annað en sáttur. Lindelof and Fernandes were seen screaming at each other after Luuk de Jong's goal... https://t.co/bFFeAx3Mo9— SPORTbible (@sportbible) August 17, 2020 Varalesarar hafa nú komist að því sem Victor Lindelof sagði við Bruno Fernandes í rifildinu en sjónvarpsvélarnar sáu framan í hann þegar hann svaraði Portúgalanum. Bruno Fernandes hafði komið United liðinu í 1-0 í leiknum og var einnig duglegur að skapa færi fyrir félaga sína framan af leik. Victor Lindelof svaraði Bruno Fernandes þarna fullum hálsi og notaði ljót orð. Hann kallaði nýju stjörnu United liðsins „Vai tomar no cu filho da puta“ sem er í grófri þýðingu „Ríddu þér, helvítis tíkarsonur“ sem er eitthvað sem þú vilt ekki heyra leikmann segja við liðsfélaga. Bruno Fernandes vildi samt gera lítið úr atvikinu eftir leikinn. Hann sagði að það sem hefði gerst væri bara eðlilegt og að þeir væru að passa upp á hvorn annan. Bruno Fernandes and Victor Lindelof disagree regarding who was responsible for that Sevilla goal #Club2020 pic.twitter.com/z0vOI8smsn— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 16, 2020 „Þegar við fáum á okkur mark þá er það ölum að kenna og byrjar hjá sóknarmönnunum. Við megum ekki fá á okkur mark eftir innkast í fyrri hálfleik og þurftum að pressa betur. Við megum ekki fá á okkur svona ódýr mörk. Eftir það komu mistök eftir mistök,“ sagði Bruno Fernandes. „Við erum reiðir þegar við fáum á okkur mark en það er öllum að kenna. Það er ekki einn leikmaður sem ber alla sökina heldur allt liðið. Þetta snýst ekki um mig eða Victor. Það sem gerðist hjá okkur er ekkert. Það er eðlilegt og bara hluti af fótboltanum. Svona gerist og við erum að passa upp á hvorn annan,“ sagði Bruno Fernandes. „Svona hlutir gerast oftar hjá öðrum félögum. Það mikilvægasta er að átta sig á mistökunum sem við gerum og hlakka til að bæta sig þar í næstu leikjum,“ sagði Bruno Fernandes. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira
Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni og vinnur því ekki titil á þessu tímabili. Tveir leikmenn liðsins rifust eins og hundur og köttur eftir að liðið lenti undir á móti spænska liðinu Sevilla í gær. Manchester United missti niður 1-0 forystu og er úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-1 tap á móti spænska liðinu Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Sjónvarpsmyndavélarnar sýndu samskipti sænska varnarmannsins Victor Lindelof og Portúgalans Bruno Fernandes eftir að Luuk de Jong skoraði sigurmark Sevilla. Bæði Victor Lindelof og Aaron Wan-Bissaka gerðu sig seka um að gleyma Luuk de Jong sem var einn og yfirgefinn í markteignum eftir fyrirgjöf Jesus Navas. Bruno Fernandes valdi hins vegar að hella sér yfir Svíann sem var allt annað en sáttur. Lindelof and Fernandes were seen screaming at each other after Luuk de Jong's goal... https://t.co/bFFeAx3Mo9— SPORTbible (@sportbible) August 17, 2020 Varalesarar hafa nú komist að því sem Victor Lindelof sagði við Bruno Fernandes í rifildinu en sjónvarpsvélarnar sáu framan í hann þegar hann svaraði Portúgalanum. Bruno Fernandes hafði komið United liðinu í 1-0 í leiknum og var einnig duglegur að skapa færi fyrir félaga sína framan af leik. Victor Lindelof svaraði Bruno Fernandes þarna fullum hálsi og notaði ljót orð. Hann kallaði nýju stjörnu United liðsins „Vai tomar no cu filho da puta“ sem er í grófri þýðingu „Ríddu þér, helvítis tíkarsonur“ sem er eitthvað sem þú vilt ekki heyra leikmann segja við liðsfélaga. Bruno Fernandes vildi samt gera lítið úr atvikinu eftir leikinn. Hann sagði að það sem hefði gerst væri bara eðlilegt og að þeir væru að passa upp á hvorn annan. Bruno Fernandes and Victor Lindelof disagree regarding who was responsible for that Sevilla goal #Club2020 pic.twitter.com/z0vOI8smsn— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 16, 2020 „Þegar við fáum á okkur mark þá er það ölum að kenna og byrjar hjá sóknarmönnunum. Við megum ekki fá á okkur mark eftir innkast í fyrri hálfleik og þurftum að pressa betur. Við megum ekki fá á okkur svona ódýr mörk. Eftir það komu mistök eftir mistök,“ sagði Bruno Fernandes. „Við erum reiðir þegar við fáum á okkur mark en það er öllum að kenna. Það er ekki einn leikmaður sem ber alla sökina heldur allt liðið. Þetta snýst ekki um mig eða Victor. Það sem gerðist hjá okkur er ekkert. Það er eðlilegt og bara hluti af fótboltanum. Svona gerist og við erum að passa upp á hvorn annan,“ sagði Bruno Fernandes. „Svona hlutir gerast oftar hjá öðrum félögum. Það mikilvægasta er að átta sig á mistökunum sem við gerum og hlakka til að bæta sig þar í næstu leikjum,“ sagði Bruno Fernandes.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira