Saumaklúbburinn er dáinn Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 07:00 Ég sinnti tæplega níræðri konu á Landakoti nýlega. Hún var mjög ern og vel á sig komin nema sjónin sem var döpur og hafði valdið því að hún datt um ójöfnu á gangstétt og lærbrotnaði. Hún hafði verið á leiðinni heim úr búðinni en þangað gekk hún flesta daga til að halda sér gangandi eins og hún orðaði það. Hún var ekkja til margra ára, átti nokkur börn, það elsta orðið eldri borgari eins og hún sjálf. Eins og gengur var fjölskyldan hennar á kafi í vinnu, sinnti áhugamálum og passaði barnabörn og barnabarnabörn þess á milli. Þau vissu öll að hún væri duglega og heilsuhraust eftir aldri, hefði átt starfsferil sem kennari, þekkti marga og verið virk í félagslífi. Fyrrverandi samstarfsfólk hafði verið duglegt að vera í sambandi við hana eftir starfslok og hún var lengi vel tekin með í alls kyns hittinga samstarfsfólksins. Sjálf hafði hún verið á 95 ára reglunni, hætt að vinna 64 ára eða fyrir um 25 árum. Hún trúði mér fyrir því að núna væru allir gömlu samkennararnir hættir að vinna, flestir orðnir heilsulausir eða dánir og enginn treysti sér til að skipuleggja eitt eða neitt. Mér fannst hún döpur og börnin hennar höfðu leitað til mín vegna þess, fannst hún eins og draga sig meira í hlé en áður. Þegar ég spurði hana hvort hún sjálf héldi að hún væri þunglynd svaraði hún “ Góða mín, ég er sátt við mitt líf og fjöldskylduna mína en mér finnst erfitt að horfa á samtíma minn hverfa, heilsuna mína, vini og samferðafólk. Þó mér þyki vænt um börnin mín og þeirra fólk þá er framtíðin þeirra en ekki mín. Þau eru ekki mín kynslóð og kynslóðir koma og fara og nú er það mín kynslóð sem er að fara. Finnst þér undarlegt að það geri mig dapra?, og veistu bara ,verst finnst mér að saumaklúbburinn er dáinn.” Við ræddum oft saman eftir þetta og ég átti samræður við börnin hennar og tvö af barnabörnunum sem voru henni nánust um að mamma þeirra og amma væri að skoða líf sitt í sátt, þyrfti skilning og hlýju en enga geðsgreiningu. Erum við að sýna tilfinningum okkar elstu borgara næga virðingu ? Höfundur hjúkrunarfræðingur á Landakoti og hjá Efri ár – öldrunarráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Geðheilbrigði Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ég sinnti tæplega níræðri konu á Landakoti nýlega. Hún var mjög ern og vel á sig komin nema sjónin sem var döpur og hafði valdið því að hún datt um ójöfnu á gangstétt og lærbrotnaði. Hún hafði verið á leiðinni heim úr búðinni en þangað gekk hún flesta daga til að halda sér gangandi eins og hún orðaði það. Hún var ekkja til margra ára, átti nokkur börn, það elsta orðið eldri borgari eins og hún sjálf. Eins og gengur var fjölskyldan hennar á kafi í vinnu, sinnti áhugamálum og passaði barnabörn og barnabarnabörn þess á milli. Þau vissu öll að hún væri duglega og heilsuhraust eftir aldri, hefði átt starfsferil sem kennari, þekkti marga og verið virk í félagslífi. Fyrrverandi samstarfsfólk hafði verið duglegt að vera í sambandi við hana eftir starfslok og hún var lengi vel tekin með í alls kyns hittinga samstarfsfólksins. Sjálf hafði hún verið á 95 ára reglunni, hætt að vinna 64 ára eða fyrir um 25 árum. Hún trúði mér fyrir því að núna væru allir gömlu samkennararnir hættir að vinna, flestir orðnir heilsulausir eða dánir og enginn treysti sér til að skipuleggja eitt eða neitt. Mér fannst hún döpur og börnin hennar höfðu leitað til mín vegna þess, fannst hún eins og draga sig meira í hlé en áður. Þegar ég spurði hana hvort hún sjálf héldi að hún væri þunglynd svaraði hún “ Góða mín, ég er sátt við mitt líf og fjöldskylduna mína en mér finnst erfitt að horfa á samtíma minn hverfa, heilsuna mína, vini og samferðafólk. Þó mér þyki vænt um börnin mín og þeirra fólk þá er framtíðin þeirra en ekki mín. Þau eru ekki mín kynslóð og kynslóðir koma og fara og nú er það mín kynslóð sem er að fara. Finnst þér undarlegt að það geri mig dapra?, og veistu bara ,verst finnst mér að saumaklúbburinn er dáinn.” Við ræddum oft saman eftir þetta og ég átti samræður við börnin hennar og tvö af barnabörnunum sem voru henni nánust um að mamma þeirra og amma væri að skoða líf sitt í sátt, þyrfti skilning og hlýju en enga geðsgreiningu. Erum við að sýna tilfinningum okkar elstu borgara næga virðingu ? Höfundur hjúkrunarfræðingur á Landakoti og hjá Efri ár – öldrunarráðgjöf.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar