Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2020 14:30 Víkingar eiga erfitt verkefni fyrir höndum í Slóveníu. VÍSIR/HAG Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. Liðin eiga að mætast í Slóveníu fimmtudaginn 27. ágúst. Eftir að tveir leikmenn Olimpija og sjúkraþjálfari greindust með kórónuveirusmit var allur leikmannahópurinn sendur í sóttkví til og með 22. ágúst. Leikmenn Olimpija geta því ekki æft saman fyrr en fjóra síðustu dagana fram að leiknum við Víking, og ekki spilað leiki, nema að eitthvað breytist. Upphafi keppnistímabilsins í Slóveníu var frestað til 22. ágúst. Í yfirlýsingu frá Olimpija í dag er biðlað til heilbrigðisyfirvalda og knattspyrnusambands Evrópu um að félagið fái að senda leikmenn aftur til æfinga að undangengnum smitprófum. Afar mikið sé undir fyrir félagið og slóvenskan fótbolta, og æfingar séu nauðsynlegar til undirbúnings fyrir Evrópuleikinn, ekki síst þar sem að fjöldi nýrra leikmanna sé kominn til liðsins. Varlega farið verði æfingar leyfðar Forráðamenn Olimpija benda á að tuttugu leikmenn hafi greinst með neikvætt próf, þeir verði í einangrun utan æfinga og öllum öðrum sóttvarnaráðum fylgt fái æfingar að hefjast að nýju. Í öðrum löndum fái lið að halda áfram að æfa þó að einstaka leikmenn greinist með smit. Ljóst sé að fjöldasamkomur séu enn leyfðar þar sem „ómögulegt sé að viðhalda sóttvarnareglum“ og að verslunarmiðstöðvar, veitingastaðir og knæpur séu áfram opnar almenningi. Hvort yfirlýsingin skilar einhverju verður að koma í ljós. Ef af leiknum verður, eins og útlit er enn fyrir, er sömuleiðis enn óljóst hvort að leikmenn Víkings þurfa að fara í sóttkví hér á landi við komuna aftur til landsins. KR-ingar eru í sömu sporum en þeir fara til Skotlands í dag. Verið er að skoða hvort að knattspyrnulið geti fengið undanþágu frá íslensku reglunum. Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 Slóvenar opna landamærin fyrir Íslendingum Yfirvöld í Slóveníu hafa tekið ákvörðun um að opna landamæri ríkisins fyrir ferðafólki frá fjórtán ríkjum, þar á meðal Íslandi. 8. júní 2020 20:36 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. Liðin eiga að mætast í Slóveníu fimmtudaginn 27. ágúst. Eftir að tveir leikmenn Olimpija og sjúkraþjálfari greindust með kórónuveirusmit var allur leikmannahópurinn sendur í sóttkví til og með 22. ágúst. Leikmenn Olimpija geta því ekki æft saman fyrr en fjóra síðustu dagana fram að leiknum við Víking, og ekki spilað leiki, nema að eitthvað breytist. Upphafi keppnistímabilsins í Slóveníu var frestað til 22. ágúst. Í yfirlýsingu frá Olimpija í dag er biðlað til heilbrigðisyfirvalda og knattspyrnusambands Evrópu um að félagið fái að senda leikmenn aftur til æfinga að undangengnum smitprófum. Afar mikið sé undir fyrir félagið og slóvenskan fótbolta, og æfingar séu nauðsynlegar til undirbúnings fyrir Evrópuleikinn, ekki síst þar sem að fjöldi nýrra leikmanna sé kominn til liðsins. Varlega farið verði æfingar leyfðar Forráðamenn Olimpija benda á að tuttugu leikmenn hafi greinst með neikvætt próf, þeir verði í einangrun utan æfinga og öllum öðrum sóttvarnaráðum fylgt fái æfingar að hefjast að nýju. Í öðrum löndum fái lið að halda áfram að æfa þó að einstaka leikmenn greinist með smit. Ljóst sé að fjöldasamkomur séu enn leyfðar þar sem „ómögulegt sé að viðhalda sóttvarnareglum“ og að verslunarmiðstöðvar, veitingastaðir og knæpur séu áfram opnar almenningi. Hvort yfirlýsingin skilar einhverju verður að koma í ljós. Ef af leiknum verður, eins og útlit er enn fyrir, er sömuleiðis enn óljóst hvort að leikmenn Víkings þurfa að fara í sóttkví hér á landi við komuna aftur til landsins. KR-ingar eru í sömu sporum en þeir fara til Skotlands í dag. Verið er að skoða hvort að knattspyrnulið geti fengið undanþágu frá íslensku reglunum.
Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 Slóvenar opna landamærin fyrir Íslendingum Yfirvöld í Slóveníu hafa tekið ákvörðun um að opna landamæri ríkisins fyrir ferðafólki frá fjórtán ríkjum, þar á meðal Íslandi. 8. júní 2020 20:36 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30
Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28
Slóvenar opna landamærin fyrir Íslendingum Yfirvöld í Slóveníu hafa tekið ákvörðun um að opna landamæri ríkisins fyrir ferðafólki frá fjórtán ríkjum, þar á meðal Íslandi. 8. júní 2020 20:36
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15