Menningarveturinn Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 14:15 Föstudaginn 14. ágúst sl., tók ríkisstjórn Íslands þá afdrifaríku ákvörðun að allir sem koma til landsins frá og með 19. ágúst, þurfi nú að undirgangast skimun á landamærunum og fara í sóttkví í 5-6 sólarhringa. Að því loknu tekur önnur skimun við áður en fólk er frjálst ferða sinna um landið. Þessi ákvörðun - sem ég efast ekki um að hefur verið umdeild innan ríkisstjórnarinnar og öllum mjög erfið - er enn eitt rothöggið fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Á endanum líka, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, fyrir allt samfélagið. Það munu fáir, ef einhverjir, „venjulegir“ ferðamenn, sem dvelja að meðaltali 7-8 nætur á landinu, koma til landsins til að dúsa innilokaðir megnið af ferðinni. Það er hreinn barnaskapur að halda að svo verði. Í raun hefði það ekki skipt nokkru máli fyrir ferðaþjónustuna ef gengið hefði verið alla leið og allir skikkaðir í 14 daga sóttkví - sem hlýtur að vera besta vörnin, ef markmiðið er að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sem þó er af þeim sem best þekkja til, talið vonlaust. Grafalvarleg staða Vinnubrögð okkar Íslendinga hvað sóttvarnir snertir, hafa verið til eftirbreytni hingað til og fullkomið traust ríkt á milli borgaranna og yfirvalda. En að sjálfsögðu þurftu stjórnvöld á einhverjum tímapunkti að stíga inn og taka ábyrgð á ástandinu. Þá er allt í einu ekki lengur hægt „að lifa með veirunni“ og taka persónulega ábyrgð á eigin smitvörnum, eins og fólk var farið að búa sig undir, heldur gripið til róttækustu sóttvarnaraðgerða í Evrópu. Kostnaðar- og ábatamat vafasamt og umdeilt. Þrýstingur úr mörgum áttum. Kosningar framundan. Og með einu handtaki skrúfað fyrir stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina í leiðinni. Líkt og veiðar á íslenskum fiskimiðum hefðu verið stöðvaðar. Nú tekur við annað tímabil afbókana og endurgreiðslna, aukin óvissa um framtíðina, og síðast en ekki síst algert uppnám hvað varðar endurráðningar starfsfólks í greininni - sem er fyrir þá sem ekki vita, er flest að vinna á uppsagnarfresti. Tugir þúsunda starfsmanna um allt land við það að hengja sig á húninn hjá Vinnumálastofnun. Fjöldagjaldþrot nú enn raunhæfari möguleiki en fyrir nokkrum dögum. Afleiðingarnar á afkomu, líkamlega og andlega heilsu þeirra sem fyrir verða, fyrirsjáanlegar, þeim sem vilja sjá. Nær að tala um frostavetur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra skrifaði merkilegan pistil í Morgunblaðið, laugardaginn 15. ágúst. Sá bar heitið „Virkni mikilvægust“. Þar fjallar Lilja um menningarþjóðina sem getur ekki látið sóttvarnartakmarkanir stöðva sig í því að njóta menningar og lista og boðar lausnir og tilslakanir til að auka „menningarvirkni“. Hún segir að þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður sé staðan almennt góð. Atvinnustig sé betra en óttast var og kaupmáttur og einkaneysla meiri. Tilvalið sé að fylgja íslenska (niðurgreidda) ferðasumrinu eftir með íslenskum menningarvetri. Ég er hjartanlega sammála Lilju um að listir og menning gefa lífinu gildi og eru mikilvægar í samfélaginu. Menning og listir eru líkt og ferðaþjónusta samofnar samfélaginu. Ég er líka sammála Lilju í því að virkni er eitt það mikilvægasta í lífi sérhvers manns. Hins vegar er það deginum ljósara að svikalogn sumarsins er nú að renna sitt skeið á enda. Það stöðvaðist endanlega við nýjustu tíðindin af stjórnarheimilinu. Að óbreyttu mun atvinnustigið innan skamms verða miklu verra en óttast var. Kaupmáttur mun minnka og einkaneysla óhjákvæmilega dragast saman, samhliða lægri ráðstöfunartekjum stórs hluta starfsmanna á almennum markaði. Eftirspurn erlendra ferðamanna eftir vörum og þjónustu mun stöðvast. Virkni mun almennt líklega minnka. Vandamál sem sumir telja að einskorðist við nokkur ferðaþjónustufyrirtæki verða almenn. Hvort menningarveturinn hennar Lilju Alfreðsdóttur nái að vega þar upp á móti, leyfi ég mer að stórefast um. Kannski væri nær að byrja að búa sig undir frostavetur. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Föstudaginn 14. ágúst sl., tók ríkisstjórn Íslands þá afdrifaríku ákvörðun að allir sem koma til landsins frá og með 19. ágúst, þurfi nú að undirgangast skimun á landamærunum og fara í sóttkví í 5-6 sólarhringa. Að því loknu tekur önnur skimun við áður en fólk er frjálst ferða sinna um landið. Þessi ákvörðun - sem ég efast ekki um að hefur verið umdeild innan ríkisstjórnarinnar og öllum mjög erfið - er enn eitt rothöggið fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Á endanum líka, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, fyrir allt samfélagið. Það munu fáir, ef einhverjir, „venjulegir“ ferðamenn, sem dvelja að meðaltali 7-8 nætur á landinu, koma til landsins til að dúsa innilokaðir megnið af ferðinni. Það er hreinn barnaskapur að halda að svo verði. Í raun hefði það ekki skipt nokkru máli fyrir ferðaþjónustuna ef gengið hefði verið alla leið og allir skikkaðir í 14 daga sóttkví - sem hlýtur að vera besta vörnin, ef markmiðið er að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sem þó er af þeim sem best þekkja til, talið vonlaust. Grafalvarleg staða Vinnubrögð okkar Íslendinga hvað sóttvarnir snertir, hafa verið til eftirbreytni hingað til og fullkomið traust ríkt á milli borgaranna og yfirvalda. En að sjálfsögðu þurftu stjórnvöld á einhverjum tímapunkti að stíga inn og taka ábyrgð á ástandinu. Þá er allt í einu ekki lengur hægt „að lifa með veirunni“ og taka persónulega ábyrgð á eigin smitvörnum, eins og fólk var farið að búa sig undir, heldur gripið til róttækustu sóttvarnaraðgerða í Evrópu. Kostnaðar- og ábatamat vafasamt og umdeilt. Þrýstingur úr mörgum áttum. Kosningar framundan. Og með einu handtaki skrúfað fyrir stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina í leiðinni. Líkt og veiðar á íslenskum fiskimiðum hefðu verið stöðvaðar. Nú tekur við annað tímabil afbókana og endurgreiðslna, aukin óvissa um framtíðina, og síðast en ekki síst algert uppnám hvað varðar endurráðningar starfsfólks í greininni - sem er fyrir þá sem ekki vita, er flest að vinna á uppsagnarfresti. Tugir þúsunda starfsmanna um allt land við það að hengja sig á húninn hjá Vinnumálastofnun. Fjöldagjaldþrot nú enn raunhæfari möguleiki en fyrir nokkrum dögum. Afleiðingarnar á afkomu, líkamlega og andlega heilsu þeirra sem fyrir verða, fyrirsjáanlegar, þeim sem vilja sjá. Nær að tala um frostavetur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra skrifaði merkilegan pistil í Morgunblaðið, laugardaginn 15. ágúst. Sá bar heitið „Virkni mikilvægust“. Þar fjallar Lilja um menningarþjóðina sem getur ekki látið sóttvarnartakmarkanir stöðva sig í því að njóta menningar og lista og boðar lausnir og tilslakanir til að auka „menningarvirkni“. Hún segir að þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður sé staðan almennt góð. Atvinnustig sé betra en óttast var og kaupmáttur og einkaneysla meiri. Tilvalið sé að fylgja íslenska (niðurgreidda) ferðasumrinu eftir með íslenskum menningarvetri. Ég er hjartanlega sammála Lilju um að listir og menning gefa lífinu gildi og eru mikilvægar í samfélaginu. Menning og listir eru líkt og ferðaþjónusta samofnar samfélaginu. Ég er líka sammála Lilju í því að virkni er eitt það mikilvægasta í lífi sérhvers manns. Hins vegar er það deginum ljósara að svikalogn sumarsins er nú að renna sitt skeið á enda. Það stöðvaðist endanlega við nýjustu tíðindin af stjórnarheimilinu. Að óbreyttu mun atvinnustigið innan skamms verða miklu verra en óttast var. Kaupmáttur mun minnka og einkaneysla óhjákvæmilega dragast saman, samhliða lægri ráðstöfunartekjum stórs hluta starfsmanna á almennum markaði. Eftirspurn erlendra ferðamanna eftir vörum og þjónustu mun stöðvast. Virkni mun almennt líklega minnka. Vandamál sem sumir telja að einskorðist við nokkur ferðaþjónustufyrirtæki verða almenn. Hvort menningarveturinn hennar Lilju Alfreðsdóttur nái að vega þar upp á móti, leyfi ég mer að stórefast um. Kannski væri nær að byrja að búa sig undir frostavetur. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun