Gunnhildur Yrsa: Frábært að vera komin til baka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2020 20:46 Gunnhildur Yrsa byrjar á sigri með Val. Vísir/Valur Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld er liðið lagði KR af velli í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún var sátt með dagsverkið þó hún hefði viljað vinna stærra. Leiknum lauk með 1-0 sigri Íslandsmeistaranna. „Mjög gott að byrja á sigri og KR stelpurnar mættu brjálaðar til leiks í dag og það var erfitt að brjóta þær niður þannig við erum mjög ánægðar með þrjú stig í dag,“ sagði Gunnhildur Yrsa að leik loknum. Valur var mun sterkara liðið í leiknum en átti erfitt með að brjóta vörn KR niður og því var sigur liðsins mun naumari en margir gerðu ráð fyrir. „Við héldum boltanum vel en á síðasta þriðjung áttum við erfitt með að skapa færi. Við áttum þó nokkur færi sem hefði átt að gera út um leikinn,“ sagði Gunnhildur en Valur átti svo sannarlega sín færi í leiknum en fyrir utan mark Hlín á 14. mínútu vildi boltinn ekki fara inn. Sem fyrr segir gekk Gunnhildur til liðs við Val nú á dögunum og kveðst hún vera glöð að vera aftur að spila á Íslandi. „Ég er hægt og rólega að koma mér inn í þetta og hef auðvitað ekki náð að æfa eins mikið og ég hefði viljað. En stelpurnar og þjálfararnir hafa verið frábærir og hafa komið mér vel inn í hlutina. Það er frábært að vera komin til baka.“ Valur er auðvitað í baráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn en er sem stendur tveimur stigum á eftir Kópavogsliðinu sem á enn leik til góða. Gunnhildur segir Val alls ekki vera á þeim buxum að gefa upp á bátinn. „Breiðablik er frábært lið en það erum við líka. Við þurfum að einbeita okkur að okkur og taka einn leik í einu. Þetta er ekki í okkar höndum þannig við gerum okkar og vonum það besta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Valur 0-1 | Íslandsmeistararnir mörðu sigur í Vesturbænum Valur vann KR með einu marki gegn engu í eina leik dagsins í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 17. ágúst 2020 19:50 Gunnhildur Yrsa semur við Val Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við ríkjandi Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild kvenna. 8. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld er liðið lagði KR af velli í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún var sátt með dagsverkið þó hún hefði viljað vinna stærra. Leiknum lauk með 1-0 sigri Íslandsmeistaranna. „Mjög gott að byrja á sigri og KR stelpurnar mættu brjálaðar til leiks í dag og það var erfitt að brjóta þær niður þannig við erum mjög ánægðar með þrjú stig í dag,“ sagði Gunnhildur Yrsa að leik loknum. Valur var mun sterkara liðið í leiknum en átti erfitt með að brjóta vörn KR niður og því var sigur liðsins mun naumari en margir gerðu ráð fyrir. „Við héldum boltanum vel en á síðasta þriðjung áttum við erfitt með að skapa færi. Við áttum þó nokkur færi sem hefði átt að gera út um leikinn,“ sagði Gunnhildur en Valur átti svo sannarlega sín færi í leiknum en fyrir utan mark Hlín á 14. mínútu vildi boltinn ekki fara inn. Sem fyrr segir gekk Gunnhildur til liðs við Val nú á dögunum og kveðst hún vera glöð að vera aftur að spila á Íslandi. „Ég er hægt og rólega að koma mér inn í þetta og hef auðvitað ekki náð að æfa eins mikið og ég hefði viljað. En stelpurnar og þjálfararnir hafa verið frábærir og hafa komið mér vel inn í hlutina. Það er frábært að vera komin til baka.“ Valur er auðvitað í baráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn en er sem stendur tveimur stigum á eftir Kópavogsliðinu sem á enn leik til góða. Gunnhildur segir Val alls ekki vera á þeim buxum að gefa upp á bátinn. „Breiðablik er frábært lið en það erum við líka. Við þurfum að einbeita okkur að okkur og taka einn leik í einu. Þetta er ekki í okkar höndum þannig við gerum okkar og vonum það besta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Valur 0-1 | Íslandsmeistararnir mörðu sigur í Vesturbænum Valur vann KR með einu marki gegn engu í eina leik dagsins í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 17. ágúst 2020 19:50 Gunnhildur Yrsa semur við Val Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við ríkjandi Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild kvenna. 8. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Leik lokið: KR - Valur 0-1 | Íslandsmeistararnir mörðu sigur í Vesturbænum Valur vann KR með einu marki gegn engu í eina leik dagsins í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 17. ágúst 2020 19:50
Gunnhildur Yrsa semur við Val Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við ríkjandi Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild kvenna. 8. ágúst 2020 13:30