Hefja réttarhöld í einu stærsta barnaníðsmáli Þýskalands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2020 21:56 Þýska lögreglan hefur borið kennsl á 87 grunaða barnaníðinga í tengslum við málið. Vísir/Getty Þýskur kokkur hefur verið dreginn fyrir dóm í einu stærsta barnaníðsmáli Þýskalands síðan eftir seinna stríð. Lögregla segir manninn, sem hefur ekki verið nafngreindur að fullu en er þekktur sem Jörg L í þýskum fjölmiðlum, hafi birt fjölda mynda sem tugir þúsunda skoðuðu á Threema, svissnesku dulkóðuðu samskiptaforriti. Honum er þá gefið að sök að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni allt að 61 sinni. Í október á síðasta ári var gerð húsleit á heimili mannsins í Bergisch Gladbach, skammt frá Köln. Í kjölfar hennar hófst rannsókn á tugum annarra sem grunaðir voru um kynferðisbrot gegn börnum. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að eiginkona Jörg L muni bera vitni gegn honum. Stór hluti réttarhaldanna munu fara fram bak við luktar dyr með það fyrir augum að vernda dóttur hans. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir í 11 daga og Jörg L gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi. Alls hafa verið borin kennsl á 87 meinta barnaníðinga í tengslum við málið og 50 börn, á aldrinum þriggja mánaða upp í 15 ára, hafa verið tekin af foreldrum sínum vegna gruns um misnotkun. Samkvæmt frétt BBC vinna 130 rannsakendur enn að því að fara í gegn um myndir og myndbönd sem sýna kynferðislega misnotkun barna. Þrír rannsakendur hafa tekið sér veikindaleyfi eftir að hafa fengið áfall vegna þess sem myndirnar sýna. Talið er að allt að 30 þúsund manns tengist inn í þau spjallsvæði sem til rannsóknar eru. Sum þeirra voru með hátt í 1.800 virka notendur á hverjum tíma. Þýskaland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Þýskur kokkur hefur verið dreginn fyrir dóm í einu stærsta barnaníðsmáli Þýskalands síðan eftir seinna stríð. Lögregla segir manninn, sem hefur ekki verið nafngreindur að fullu en er þekktur sem Jörg L í þýskum fjölmiðlum, hafi birt fjölda mynda sem tugir þúsunda skoðuðu á Threema, svissnesku dulkóðuðu samskiptaforriti. Honum er þá gefið að sök að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni allt að 61 sinni. Í október á síðasta ári var gerð húsleit á heimili mannsins í Bergisch Gladbach, skammt frá Köln. Í kjölfar hennar hófst rannsókn á tugum annarra sem grunaðir voru um kynferðisbrot gegn börnum. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að eiginkona Jörg L muni bera vitni gegn honum. Stór hluti réttarhaldanna munu fara fram bak við luktar dyr með það fyrir augum að vernda dóttur hans. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir í 11 daga og Jörg L gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi. Alls hafa verið borin kennsl á 87 meinta barnaníðinga í tengslum við málið og 50 börn, á aldrinum þriggja mánaða upp í 15 ára, hafa verið tekin af foreldrum sínum vegna gruns um misnotkun. Samkvæmt frétt BBC vinna 130 rannsakendur enn að því að fara í gegn um myndir og myndbönd sem sýna kynferðislega misnotkun barna. Þrír rannsakendur hafa tekið sér veikindaleyfi eftir að hafa fengið áfall vegna þess sem myndirnar sýna. Talið er að allt að 30 þúsund manns tengist inn í þau spjallsvæði sem til rannsóknar eru. Sum þeirra voru með hátt í 1.800 virka notendur á hverjum tíma.
Þýskaland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira