Cats hlaut flestar tilnefningar til Razzie-verðlauna Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2020 08:34 Judi Dench er á meðal þeirra sem tilnefndar eru fyrir versta leik í aukahlutverki. Skjáskot Stórmyndin Cats sem byggð er á samnefndum söngleik Andrew Lloyd Webber og bók rithöfundarins T. S. Eliot Old Possum‘s Book of Practical Cats, hlaut tilnefningar til níu Razzie-verðlauna en tilnefningarnar voru tilkynntar í Los Angeles í nótt. Razzie-verðlaunin eða Gyllta Hindberið (Golden Raspberry) eru verðlaun sem veitt eru fyrir verstu frammistöðu í kvikmyndum á árinu. Lengi vel voru verðlaunin veitt nóttina áður en Óskarsverðlaunin fyrir bestu frammistöðu í kvikmyndum á árinu eru veitt en í ár var látið duga að kynna tilnefningarnar þann dag.Cats sem hefur fengið mikla gagnrýni frá kvikmyndagestum og gagnrýnendum hlaut eins og áður segir níu tilnefningar til verðlaunanna. Þar á meðal í flokkunum Versta mynd, Versta handrit og versta samvinna. Í raun hlaut Cats tvær tilnefningar til síðastnefnda flokksins.Francesca Hayward sem lék köttinn Viktoríu hlaut tilnefningu sem versta leikkona í aðalhlutverki, breski spjallþáttastjórnandinn James Corden hlaut tilnefningu sem versti leikari í aukahlutverki fyrir túlkun sína á Bustopher Jones og þær Judi Dench og Rebel Wilson eru tilnefndar fyrir versta leik í aukahlutverki fyrir túlkanir sínar á Old Deuteronomy og Jennyanydots.Það eru þó ekki bara fólkið að baki Cats sem hlaut tilnefningu í ár. Stórleikarar og leikkonur á borð við Sylvester Stallone, fyrir leik í Rambo: Last Blood, Anne Hathaway, fyrir The Hustle og Serenity hlutu tilnefningar og sömu sögu má segja um óskarsverðlaunaleikarana Matthew McConaughey og Jessicu Chastain.Sjá má allar tilnefningarnar hér. Bíó og sjónvarp Razzie Verðlaun Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Stórmyndin Cats sem byggð er á samnefndum söngleik Andrew Lloyd Webber og bók rithöfundarins T. S. Eliot Old Possum‘s Book of Practical Cats, hlaut tilnefningar til níu Razzie-verðlauna en tilnefningarnar voru tilkynntar í Los Angeles í nótt. Razzie-verðlaunin eða Gyllta Hindberið (Golden Raspberry) eru verðlaun sem veitt eru fyrir verstu frammistöðu í kvikmyndum á árinu. Lengi vel voru verðlaunin veitt nóttina áður en Óskarsverðlaunin fyrir bestu frammistöðu í kvikmyndum á árinu eru veitt en í ár var látið duga að kynna tilnefningarnar þann dag.Cats sem hefur fengið mikla gagnrýni frá kvikmyndagestum og gagnrýnendum hlaut eins og áður segir níu tilnefningar til verðlaunanna. Þar á meðal í flokkunum Versta mynd, Versta handrit og versta samvinna. Í raun hlaut Cats tvær tilnefningar til síðastnefnda flokksins.Francesca Hayward sem lék köttinn Viktoríu hlaut tilnefningu sem versta leikkona í aðalhlutverki, breski spjallþáttastjórnandinn James Corden hlaut tilnefningu sem versti leikari í aukahlutverki fyrir túlkun sína á Bustopher Jones og þær Judi Dench og Rebel Wilson eru tilnefndar fyrir versta leik í aukahlutverki fyrir túlkanir sínar á Old Deuteronomy og Jennyanydots.Það eru þó ekki bara fólkið að baki Cats sem hlaut tilnefningu í ár. Stórleikarar og leikkonur á borð við Sylvester Stallone, fyrir leik í Rambo: Last Blood, Anne Hathaway, fyrir The Hustle og Serenity hlutu tilnefningar og sömu sögu má segja um óskarsverðlaunaleikarana Matthew McConaughey og Jessicu Chastain.Sjá má allar tilnefningarnar hér.
Bíó og sjónvarp Razzie Verðlaun Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira