„Ég á von á barni eftir sex vikur og þetta barn á von á Evrópumeistara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2020 08:00 Júlían J. K. Jóhannsson varð í lok síðasta árs þriðji kraftlyftingamaðurinn sem var valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. VÍSIR/SIGURBJÖRN ÓSKARSSON Síminn hefur vart stoppað hjá Júlían J. K. Jóhannssyni, íþróttamanni ársins 2019, eftir að Vörður neitaði honum um líftryggingu vegna þess að hann telst of þungur. Nú vilja tryggingafélögin ólm líftryggja þennan mikla afreksmann. Júlían fer, líftryggður eða ekki, á Evrópumót í kraftlyftingum í maí og ætlar sér að koma heim með gull. „Mér þætti eðlilegt að þessi tryggingafélög kæmu til dyranna eins og þau eru klædd og auglýsi sérstaklega að þau líftryggi ekki fólk nema það sé létt,“ sagði Júlían í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Ég er milli 1,83-1,84 metrar á hæð og tæplega 170 kíló. Samkvæmt BMI-stuðlinum ætti ég að vera 82 kíló. Ég var 93 kíló þegar ég var 13 ára.“Er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftuHann segist ekki hafa tekið höfnuninni um líftrygginguna persónulega. „Ég lít svolítið þannig á þetta að ef ég væri inni í matvöruverslun og ætlaði að kaupa vöru, pakka af hakki, en væri neitað um það færi ég ekki í fýlu en myndi beina viðskiptum mínum annað. Ég tek þetta ekkert inn á mig,“ sagði Júlían. „Ég sótti um þessa líftryggingu eins og frægt er orðið og fékk svarið að ég væri of þungur. Og ég veit að ég er gríðarlega þungur eins og kærastan mín orðar það. En ég er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftu. Ég er kominn af fílhraustum berserkjum ofan af Snæfellsnesi.“ Tryggingafélögin keppast nú um hylli Júlíans sem hefur varla undan að svara þeim. „Það hefur svoleiðis rignt yfir mig bæði skilaboðum og símtölum frá tryggingasölumönnum. Allir virðast áhugasamir um að tryggja þennan fílhrausta mann. Það kemur bara í ljós hvað kemur út úr því,“ sagði Júlían. „Það er aldrei að vita að ég fari þrællíftryggður inn í næsta Evrópumót í maí.“Gull á leiðinni heimÞað styttist í að fyrsta barn Júlíans komi í heiminn. Hann segir að skömmu eftir komu barnsins ætli hann að verða Evrópumeistari. „Ég á von á barni eftir sex vikur og þetta barn, þessi strákur, á von á Evrópumeistara eftir 14 vikur,“ sagði Júlían sem æfir stíft þessa dagana fyrir Evrópumótið þar sem hann stefnir á toppinn. „Ég stefni á gullið og tilkynni íslensku þjóðinni það hér með; það er gull á leiðinni heim.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Ætlar sér að verða Evrópumeistari Heilbrigðismál Kraftlyftingar Sportpakkinn Tryggingar Tengdar fréttir Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. 6. febrúar 2020 11:03 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Sjá meira
Síminn hefur vart stoppað hjá Júlían J. K. Jóhannssyni, íþróttamanni ársins 2019, eftir að Vörður neitaði honum um líftryggingu vegna þess að hann telst of þungur. Nú vilja tryggingafélögin ólm líftryggja þennan mikla afreksmann. Júlían fer, líftryggður eða ekki, á Evrópumót í kraftlyftingum í maí og ætlar sér að koma heim með gull. „Mér þætti eðlilegt að þessi tryggingafélög kæmu til dyranna eins og þau eru klædd og auglýsi sérstaklega að þau líftryggi ekki fólk nema það sé létt,“ sagði Júlían í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Ég er milli 1,83-1,84 metrar á hæð og tæplega 170 kíló. Samkvæmt BMI-stuðlinum ætti ég að vera 82 kíló. Ég var 93 kíló þegar ég var 13 ára.“Er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftuHann segist ekki hafa tekið höfnuninni um líftrygginguna persónulega. „Ég lít svolítið þannig á þetta að ef ég væri inni í matvöruverslun og ætlaði að kaupa vöru, pakka af hakki, en væri neitað um það færi ég ekki í fýlu en myndi beina viðskiptum mínum annað. Ég tek þetta ekkert inn á mig,“ sagði Júlían. „Ég sótti um þessa líftryggingu eins og frægt er orðið og fékk svarið að ég væri of þungur. Og ég veit að ég er gríðarlega þungur eins og kærastan mín orðar það. En ég er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftu. Ég er kominn af fílhraustum berserkjum ofan af Snæfellsnesi.“ Tryggingafélögin keppast nú um hylli Júlíans sem hefur varla undan að svara þeim. „Það hefur svoleiðis rignt yfir mig bæði skilaboðum og símtölum frá tryggingasölumönnum. Allir virðast áhugasamir um að tryggja þennan fílhrausta mann. Það kemur bara í ljós hvað kemur út úr því,“ sagði Júlían. „Það er aldrei að vita að ég fari þrællíftryggður inn í næsta Evrópumót í maí.“Gull á leiðinni heimÞað styttist í að fyrsta barn Júlíans komi í heiminn. Hann segir að skömmu eftir komu barnsins ætli hann að verða Evrópumeistari. „Ég á von á barni eftir sex vikur og þetta barn, þessi strákur, á von á Evrópumeistara eftir 14 vikur,“ sagði Júlían sem æfir stíft þessa dagana fyrir Evrópumótið þar sem hann stefnir á toppinn. „Ég stefni á gullið og tilkynni íslensku þjóðinni það hér með; það er gull á leiðinni heim.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Ætlar sér að verða Evrópumeistari
Heilbrigðismál Kraftlyftingar Sportpakkinn Tryggingar Tengdar fréttir Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. 6. febrúar 2020 11:03 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Sjá meira
Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. 6. febrúar 2020 11:03