Aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. febrúar 2020 12:30 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. vísir/vilhelm Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina.Boeing 757 flugvél Icelandair TF-FIA hlekktist á við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær. Hjólabúnaður vélarinnar brotnaði sem varð til þess að hún lagðist á annan hreyfilinn. Engan sakaði líkamlega og var farþegum boðin áfallahjálp.Vélin flýgur þó ekki langt á næstunni. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segist þó ekki vænta þess að það setja flugáætlun félagsins úr skorðum. „Miðað við óbreyttar aðstæður mun leiðarkerfið í raun vera með eðlilegum hætti þrátt fyrir að þessi vél verði ekki notuð á næstu vikum“ segir Bogi. TF-FIA var smíðuð um aldamótin og verður því tvítug í ár. Bogi ætlar hins vegar að aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur í gær, 757 vélarinnar séu byggðar til að endast lengur „Miðað við þær upplýsingar sem við höfum var það lendingarbúnaður sem gaf sig skömmu eftir lendingu. Í ölllum flugvélum er skipt um lendingarbúnað á nokkurra ára fresti. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum hefur atvikið ekkert með aldur vélarinnar að segja,“ segir Bogi. Þrátt fyrir að vélin liggi ennþá á flugbrautinni hefur hún ekki haft nein áhrif á áætlunarflug um völlinn samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Önnur flugbraut sé opin. Vettvangsrannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa stendur enn yfir, sem verður ekki utandyra til frambúðar. „Vélin verður væntanlega flutt inn í flugskýli um helgina. Þar mun rannsóknarnefndin rannsaka vélina,“segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 „Lykilatriði að enginn slasaðist“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. 7. febrúar 2020 18:57 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina.Boeing 757 flugvél Icelandair TF-FIA hlekktist á við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær. Hjólabúnaður vélarinnar brotnaði sem varð til þess að hún lagðist á annan hreyfilinn. Engan sakaði líkamlega og var farþegum boðin áfallahjálp.Vélin flýgur þó ekki langt á næstunni. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segist þó ekki vænta þess að það setja flugáætlun félagsins úr skorðum. „Miðað við óbreyttar aðstæður mun leiðarkerfið í raun vera með eðlilegum hætti þrátt fyrir að þessi vél verði ekki notuð á næstu vikum“ segir Bogi. TF-FIA var smíðuð um aldamótin og verður því tvítug í ár. Bogi ætlar hins vegar að aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur í gær, 757 vélarinnar séu byggðar til að endast lengur „Miðað við þær upplýsingar sem við höfum var það lendingarbúnaður sem gaf sig skömmu eftir lendingu. Í ölllum flugvélum er skipt um lendingarbúnað á nokkurra ára fresti. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum hefur atvikið ekkert með aldur vélarinnar að segja,“ segir Bogi. Þrátt fyrir að vélin liggi ennþá á flugbrautinni hefur hún ekki haft nein áhrif á áætlunarflug um völlinn samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Önnur flugbraut sé opin. Vettvangsrannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa stendur enn yfir, sem verður ekki utandyra til frambúðar. „Vélin verður væntanlega flutt inn í flugskýli um helgina. Þar mun rannsóknarnefndin rannsaka vélina,“segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 „Lykilatriði að enginn slasaðist“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. 7. febrúar 2020 18:57 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52
„Lykilatriði að enginn slasaðist“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. 7. febrúar 2020 18:57
Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00