Árásarmaðurinn í El Paso ákærður fyrir hatursglæpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2020 10:53 Patrick Crusius varð 22 að bana þegar hann réðst inn í verslun Walmart í El Paso og skaut fólk á færi. Hann reyndi sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. getty/el paso police department - epa/larry w. smith Maður sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í fyrra hefur verið ákærður fyrir hatursglæpi á alríkisvísu og er ákæran í 90 liðum. Maðurinn játaði verknaðinn þegar hann var handtekinn og sagðist hafa reynt sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius hefur þegar verið ákærður í ríkisdómstóli Texas fyrir morð af ásetningi. Ákærurnar um hatursglæpi á alvísu voru lagðar fram fyrir alríkisdómstóli. Ef Crusius verður sakfelldur fyrir árásina sem gerð var í ágúst í fyrra gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. Saksóknari sagði fyrir dómi að árásin hafi verið innanríkishryðjuverk og árás gegn heilum þjóðernishópi. Skotárásin er talin vera sú áttunda skæðasta í nútímasögu Bandaríkjanna og átti hún sér stað í El Paso í Texas, bæ við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar búa um 680 þúsund manns og rekur um áttatíu prósent íbúanna uppruna sinn til Mið- og Suður-Ameríku. Crusius er sakaður um að hafa keyrt í ellefu klukkustundir frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst síðastliðinn. Þá er hann sakaður um að hafa skotið fólk á færi með AK-47 hríðskotariffli inni í Walmart búð. Eftir að árásinni lauk ók Crusius í burtu en var stöðvaður af lögreglu skammt frá versluninni. Hann á að hafa stigið út úr bílnum með hendur á lofti og sagt „Ég er byssumaðurinn.“ Í yfirlýsingu sem hann birti á spjallborðinu 8chan, sem er mikið notað af öfgafólki, skrifaði hann að morðin væru svar við „innrás spænskættaðra í Texas.“ Bandaríkin Mexíkó Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í El Paso lýsir yfir sakleysi sínu Bandaríkjamaðurinn Patrick Crusius, sem var handtekinn og ákærður fyrir að hafa myrt 22 og sært 24 aðra í skotárás í verslun Walmart í borginni El Paso í Texas, lýsti yfir sakleysi sínu í réttarsal í dag. 10. október 2019 21:05 Fjöldamorðinginn í El Paso á dauðadóm yfir höfði sér Maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í síðasta mánuði hefur verið ákærður og á hann dauðadóm yfir höfði sér. 12. september 2019 22:45 Fjöldamorð aldrei verið skráð fleiri í Bandaríkjunum Alls voru skráð 41 atvik sem flokkast sem fjöldamorð þar sem alls 211 týndu lífi. 29. desember 2019 09:07 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Maður sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í fyrra hefur verið ákærður fyrir hatursglæpi á alríkisvísu og er ákæran í 90 liðum. Maðurinn játaði verknaðinn þegar hann var handtekinn og sagðist hafa reynt sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius hefur þegar verið ákærður í ríkisdómstóli Texas fyrir morð af ásetningi. Ákærurnar um hatursglæpi á alvísu voru lagðar fram fyrir alríkisdómstóli. Ef Crusius verður sakfelldur fyrir árásina sem gerð var í ágúst í fyrra gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. Saksóknari sagði fyrir dómi að árásin hafi verið innanríkishryðjuverk og árás gegn heilum þjóðernishópi. Skotárásin er talin vera sú áttunda skæðasta í nútímasögu Bandaríkjanna og átti hún sér stað í El Paso í Texas, bæ við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar búa um 680 þúsund manns og rekur um áttatíu prósent íbúanna uppruna sinn til Mið- og Suður-Ameríku. Crusius er sakaður um að hafa keyrt í ellefu klukkustundir frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst síðastliðinn. Þá er hann sakaður um að hafa skotið fólk á færi með AK-47 hríðskotariffli inni í Walmart búð. Eftir að árásinni lauk ók Crusius í burtu en var stöðvaður af lögreglu skammt frá versluninni. Hann á að hafa stigið út úr bílnum með hendur á lofti og sagt „Ég er byssumaðurinn.“ Í yfirlýsingu sem hann birti á spjallborðinu 8chan, sem er mikið notað af öfgafólki, skrifaði hann að morðin væru svar við „innrás spænskættaðra í Texas.“
Bandaríkin Mexíkó Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í El Paso lýsir yfir sakleysi sínu Bandaríkjamaðurinn Patrick Crusius, sem var handtekinn og ákærður fyrir að hafa myrt 22 og sært 24 aðra í skotárás í verslun Walmart í borginni El Paso í Texas, lýsti yfir sakleysi sínu í réttarsal í dag. 10. október 2019 21:05 Fjöldamorðinginn í El Paso á dauðadóm yfir höfði sér Maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í síðasta mánuði hefur verið ákærður og á hann dauðadóm yfir höfði sér. 12. september 2019 22:45 Fjöldamorð aldrei verið skráð fleiri í Bandaríkjunum Alls voru skráð 41 atvik sem flokkast sem fjöldamorð þar sem alls 211 týndu lífi. 29. desember 2019 09:07 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Árásarmaðurinn í El Paso lýsir yfir sakleysi sínu Bandaríkjamaðurinn Patrick Crusius, sem var handtekinn og ákærður fyrir að hafa myrt 22 og sært 24 aðra í skotárás í verslun Walmart í borginni El Paso í Texas, lýsti yfir sakleysi sínu í réttarsal í dag. 10. október 2019 21:05
Fjöldamorðinginn í El Paso á dauðadóm yfir höfði sér Maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í síðasta mánuði hefur verið ákærður og á hann dauðadóm yfir höfði sér. 12. september 2019 22:45
Fjöldamorð aldrei verið skráð fleiri í Bandaríkjunum Alls voru skráð 41 atvik sem flokkast sem fjöldamorð þar sem alls 211 týndu lífi. 29. desember 2019 09:07