Lífverðir forsetans eyða fúlgum fjár í klúbbum hans og hótelum Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2020 14:28 Trump hefur varið miklum tíma frá embættistöku hans í klúbbum hans í Flórída, New Jersey og víðar. EPA/MICHAEL REYNOLDS Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (Secret Service) hefur varið fúlgum fjár í leigu og veitingar á eignum Donald Trump, forseta, frá því hann tók við embætti. Svo virðist sem að fyrirtæki forsetans rukki ríkið meira en aðra sem leigja herbergi og hús. Þá rukka fyrirtækin ríkið jafnvel þó Trump sjálfur haldi ekki til í umræddum klúbbum og hótelum og herbergin séu ekki í notkun. Það er þvert á yfirlýsingar Trump og sona hans um að fyrirtæki fjölskyldunnar græði ekki á ríkinu á meðan Trump er forseti. Trump hefur varið miklum tíma frá embættistöku hans í klúbbum hans í Flórída, New Jersey og víðar. Í kosningabaráttunni sagði forsetinn að ef hann yrði kjörinn hefði hann ekki tíma til að ferðast en hann gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, verulega fyrir að spila golf af og til. Þrátt fyrir það hefur Trump varið minnst 342 dögum í klúbbum sínum og hótelum. Það samsvarar um þriðjungi af forsetatíð hans og hefur leitt til mikils kostnaðar hjá lífvarðasveit forsetans, sem að miklu leyti rennur í vasa forsetans sjálfs. Skjöl sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir sýna fram á að ríkið hefur greitt um tæplega hálfa milljón dala til fyrirtækja Trump. Skjölin ná þó eingöngu yfir smávægilegan hluta tímabilsins sem Trump hefur setið í embætti forseta og er heildarupphæðin líklegast mun hærri. Samkvæmt lögum á lífvarðasveitin að tilkynna þinginu tvisvar á ári hve miklu opinberu fé er varið í að tryggja öryggi forsetans. Á síðustu þremur árum hefur þó einungis tveimur af sex skýrslum þar að lútandi verið skilað til þingsins. Lífvarðasveitin segir það vera vegna þess að mikilvægir starfsmenn hafi hætt og enginn hafi tekið við störfum þeirra. Í þeim tveimur skýrslum sem skilað hefur verið til þingsins, hefur þó ekkert staðið um það hve miklu hefur verið eytt hjá fyrirtækjum forsetans. Vilja ekki veita upplýsingar fyrr en eftir kosningar Þingmenn Demókrataflokksins hafa farið fram á að fá upplýsingar um kostnað lífvarðasveitarinnar. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, segist þó ekki vilja afhenda slíkar upplýsingar fyrr en í desember á þessu ári. Eftir forsetakosningarnar í nóvember. „Þeir hafa staðið í vegi okkar,“ sagði þingmaðurinn Tom Udall. „Hann er að reyna að fela upplýsingarnar fyrir almenningi, því hann veit hve illa þetta lítur út. Það er sannleikurinn. Hann er milljarðamæringur en við eyðum milljónum dala í að styðja einkafyrirtæki hans.“ Í yfirlýsingu til Washington Post sagði Eric Trump að fyrirtæki forsetans leigði herbergi og hús til ríkisins á kostnaðarverði. Hann sagði sömuleiðis að fyrirtækið myndi græða meira á því að leigja öðrum aðilum. Hann vildi þó ekki útskýra hvernig „kostnaðarverð“ væri áætlað. Gögn frá fyrstu ferð forsetans til klúbbs síns í Bedminster í febrúar 2017 sýna að ríkið var rukkað um 650 dali fyrir hvert herbergi, af þremur sem voru leigð. Það var rúmlega þrefalt hámarkið sem sett er á opinbera starfsmenn, (182 dalir) en lífvarðasveitin er undanskilin þeim reglum, og mun meira en meðlimir klúbbsins sem rukkaðir voru um 520 til 546 dali fyrir herbergi. Gögn Washington Post sýna einnig að um haustið 2017 leigði lífvarðasveitin hús í eigu Trump nærri klúbbi hans í Bedminster, New Jersey. Leiguverðið var 17 þúsund dalir á mánuði, sem er mun hærra en sambærileg hús voru leigð á á svæðinu. Hæsta leiguverðið sem fannst fyrir sambærilegt hús var 8.500 dalir á mánuði. Heimildarmenn Washington Post segja lífvarðasveitina hafa notað húsið út árið 2018. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (Secret Service) hefur varið fúlgum fjár í leigu og veitingar á eignum Donald Trump, forseta, frá því hann tók við embætti. Svo virðist sem að fyrirtæki forsetans rukki ríkið meira en aðra sem leigja herbergi og hús. Þá rukka fyrirtækin ríkið jafnvel þó Trump sjálfur haldi ekki til í umræddum klúbbum og hótelum og herbergin séu ekki í notkun. Það er þvert á yfirlýsingar Trump og sona hans um að fyrirtæki fjölskyldunnar græði ekki á ríkinu á meðan Trump er forseti. Trump hefur varið miklum tíma frá embættistöku hans í klúbbum hans í Flórída, New Jersey og víðar. Í kosningabaráttunni sagði forsetinn að ef hann yrði kjörinn hefði hann ekki tíma til að ferðast en hann gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, verulega fyrir að spila golf af og til. Þrátt fyrir það hefur Trump varið minnst 342 dögum í klúbbum sínum og hótelum. Það samsvarar um þriðjungi af forsetatíð hans og hefur leitt til mikils kostnaðar hjá lífvarðasveit forsetans, sem að miklu leyti rennur í vasa forsetans sjálfs. Skjöl sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir sýna fram á að ríkið hefur greitt um tæplega hálfa milljón dala til fyrirtækja Trump. Skjölin ná þó eingöngu yfir smávægilegan hluta tímabilsins sem Trump hefur setið í embætti forseta og er heildarupphæðin líklegast mun hærri. Samkvæmt lögum á lífvarðasveitin að tilkynna þinginu tvisvar á ári hve miklu opinberu fé er varið í að tryggja öryggi forsetans. Á síðustu þremur árum hefur þó einungis tveimur af sex skýrslum þar að lútandi verið skilað til þingsins. Lífvarðasveitin segir það vera vegna þess að mikilvægir starfsmenn hafi hætt og enginn hafi tekið við störfum þeirra. Í þeim tveimur skýrslum sem skilað hefur verið til þingsins, hefur þó ekkert staðið um það hve miklu hefur verið eytt hjá fyrirtækjum forsetans. Vilja ekki veita upplýsingar fyrr en eftir kosningar Þingmenn Demókrataflokksins hafa farið fram á að fá upplýsingar um kostnað lífvarðasveitarinnar. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, segist þó ekki vilja afhenda slíkar upplýsingar fyrr en í desember á þessu ári. Eftir forsetakosningarnar í nóvember. „Þeir hafa staðið í vegi okkar,“ sagði þingmaðurinn Tom Udall. „Hann er að reyna að fela upplýsingarnar fyrir almenningi, því hann veit hve illa þetta lítur út. Það er sannleikurinn. Hann er milljarðamæringur en við eyðum milljónum dala í að styðja einkafyrirtæki hans.“ Í yfirlýsingu til Washington Post sagði Eric Trump að fyrirtæki forsetans leigði herbergi og hús til ríkisins á kostnaðarverði. Hann sagði sömuleiðis að fyrirtækið myndi græða meira á því að leigja öðrum aðilum. Hann vildi þó ekki útskýra hvernig „kostnaðarverð“ væri áætlað. Gögn frá fyrstu ferð forsetans til klúbbs síns í Bedminster í febrúar 2017 sýna að ríkið var rukkað um 650 dali fyrir hvert herbergi, af þremur sem voru leigð. Það var rúmlega þrefalt hámarkið sem sett er á opinbera starfsmenn, (182 dalir) en lífvarðasveitin er undanskilin þeim reglum, og mun meira en meðlimir klúbbsins sem rukkaðir voru um 520 til 546 dali fyrir herbergi. Gögn Washington Post sýna einnig að um haustið 2017 leigði lífvarðasveitin hús í eigu Trump nærri klúbbi hans í Bedminster, New Jersey. Leiguverðið var 17 þúsund dalir á mánuði, sem er mun hærra en sambærileg hús voru leigð á á svæðinu. Hæsta leiguverðið sem fannst fyrir sambærilegt hús var 8.500 dalir á mánuði. Heimildarmenn Washington Post segja lífvarðasveitina hafa notað húsið út árið 2018.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira