Farþegar lýsa aðstæðum um borð í tyrknesku vélinni: „Það voru hróp og öskur“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2020 20:00 Rannsókn á aðdrögum slyssins stendur enn yfir. Vísir/AP Þrír eru nú látnir og 180 taldir slasaðir eftir flugslysið í Tyrklandi í gær þar sem farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. Síðast var greint frá því í gærkvöldi að 157 væru taldir slasaðir eftir slysið sem átti sér stað á Sabiha Gokcen flugvellinum í Istanbúl. 183 voru um borð í vélinni frá tólf löndum. Tyrknesk yfirvöld segja að hinir látnu séu allir tyrkneskir ríkisborgarar. Farþegar þotunnar, sem var að gerð Boeing 737, lýsa því hvernig þeim fannst vélin lækka flug sitt með óvenjumiklum hraða sem hafi leitt til ofsahræðslu um borð. Mikil rigning og vindasamt var á flugvellinum við lendingu og rann flugvélin um fimmtíu til sextíu metra áður en hún lenti í þrjátíu metra djúpum skurði, að sögn yfirvalda. „Á þessum hraða held ég að hún hafi ekki náð að stöðva. Þetta gerðist allt á tveimur til þremur sekúndum,“ sagði Engin Demir, einn þeirra slösuðu, í samtali við AP-fréttastofuna. Hann segist um tíma hafa verið fastur undir braki sem féll á hann úr farangurshólfi vélarinnar. „Það voru hróp og öskur. Ég reyndi að róa fólkið í kringum mig niður. Hjálp barst fljótlega,“ bætti Demir við. Alper Kulu, annar farþegi vélarinnar, greindi frá því að vélin hafi sveiflast til og frá á flugbrautinni eftir lendingu áður en hún lenti í djúpum skurðinum. „Það voru hróp og ofsahræðsla. Allir voru að kalla eftir aðstoð. Ég heyrði tilkynnt um það að vélin gæti sprungið.“ Kulu var fljótur að koma sér úr vélinni þrátt fyrir að vera handleggsbrotinn og klifraði upp úr skurðinum af ótta við að vélin myndi springa. Slysið átti sér stað einungis um mánuði eftir að önnur vél í eigu sama flugfélags með 164 farþega um borð rann út af flugbraut á sama flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn. Engum varð meint af í því óhappi. Fréttir af flugi Tyrkland Tengdar fréttir 120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39 Einn nú látinn eftir flugslysið í Istanbúl og 157 slasaðir Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. 5. febrúar 2020 21:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Þrír eru nú látnir og 180 taldir slasaðir eftir flugslysið í Tyrklandi í gær þar sem farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. Síðast var greint frá því í gærkvöldi að 157 væru taldir slasaðir eftir slysið sem átti sér stað á Sabiha Gokcen flugvellinum í Istanbúl. 183 voru um borð í vélinni frá tólf löndum. Tyrknesk yfirvöld segja að hinir látnu séu allir tyrkneskir ríkisborgarar. Farþegar þotunnar, sem var að gerð Boeing 737, lýsa því hvernig þeim fannst vélin lækka flug sitt með óvenjumiklum hraða sem hafi leitt til ofsahræðslu um borð. Mikil rigning og vindasamt var á flugvellinum við lendingu og rann flugvélin um fimmtíu til sextíu metra áður en hún lenti í þrjátíu metra djúpum skurði, að sögn yfirvalda. „Á þessum hraða held ég að hún hafi ekki náð að stöðva. Þetta gerðist allt á tveimur til þremur sekúndum,“ sagði Engin Demir, einn þeirra slösuðu, í samtali við AP-fréttastofuna. Hann segist um tíma hafa verið fastur undir braki sem féll á hann úr farangurshólfi vélarinnar. „Það voru hróp og öskur. Ég reyndi að róa fólkið í kringum mig niður. Hjálp barst fljótlega,“ bætti Demir við. Alper Kulu, annar farþegi vélarinnar, greindi frá því að vélin hafi sveiflast til og frá á flugbrautinni eftir lendingu áður en hún lenti í djúpum skurðinum. „Það voru hróp og ofsahræðsla. Allir voru að kalla eftir aðstoð. Ég heyrði tilkynnt um það að vélin gæti sprungið.“ Kulu var fljótur að koma sér úr vélinni þrátt fyrir að vera handleggsbrotinn og klifraði upp úr skurðinum af ótta við að vélin myndi springa. Slysið átti sér stað einungis um mánuði eftir að önnur vél í eigu sama flugfélags með 164 farþega um borð rann út af flugbraut á sama flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn. Engum varð meint af í því óhappi.
Fréttir af flugi Tyrkland Tengdar fréttir 120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39 Einn nú látinn eftir flugslysið í Istanbúl og 157 slasaðir Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. 5. febrúar 2020 21:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39
Einn nú látinn eftir flugslysið í Istanbúl og 157 slasaðir Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. 5. febrúar 2020 21:02
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent