Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 10:56 Mótmælandi við höfuðstöðvar Frjálsra demókrata í Berlín lýsir óbeit sinni á AfD, hægriöfgaflokknum sem átti óvænt þátt í að velja forsætisráðherra Þýringalands. Vísir/EPA Ákvörðun þingmanna Kristilega demókrataflokksins um að kjósa með hægriöfgaflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) um nýjan forsætisráðherra Þýringalands hefur valdið miklum titringi í þýskum stjórnmálum. Angela Merkel kanslari segir valið „ófyrirgefanlegt“ og snúa verði úrslitunum við. Þetta er í fyrsta skipti sem AfD á hlut í vali á leiðtoga sambandslands. Allt frá lokum síðar heimsstyrjaldar hafa þýskir stjórnmálaflokkar staðið saman um að útiloka hægriöfgaflokka frá samstarfi. Því kom það mörgum í opna skjöldu þegar sambandslandsþingmenn Kristilega demókrataflokks (CDU) Merkel í Þýringalandi tóku höndum saman við þingmenn Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) um að kjósa Thomas Kemmerich, lítt þekktan þingmann Frjálsra demókrata (FDP), sem forsætisráðherra sambandslandsins. Merkel sagði að dagurinn væri slæmur fyrir lýðræðið. „Þessi atburður er óafsakanlegur og því verður að snúa við úrslitunum,“ sagði kanslarinn. Neyðarfundur leiðtoga stjórnarflokkanna hefur verið boðaður á laugardag að ósk Sósíademókrataflokksins (SPD), að sögn Reuters-fréttastofunnar. Málið hefur vakið miklar reiði innan raða hans. Sigmar Gabriel, fyrrverandi leiðtogi SPD, sagði á Twitter í dag að kosning Kemmerich væri skammarleg og að kjósa yrði að nýju í Þýringalandi. Kemmerich (t.v.) tekur í hönd Björn Höcke, leiðtoga AfD í Þýringalandi, eftir atkvæðagreiðsluna í gær.Vísir/EPA Sjá hliðstæðu við ris nasismans Stjórnarkreppa hefur ríkt í sambandslandinu frá því eftir kosningarnar sem fóru fram í október. Öfgavinstriflokkurinn Vinstri vann sigur í kosningunum en leiðtogi hans, Bodo Ramelow, varð undir í kosningunni um forsætisráðherra með einu atkvæði á sambandslandsþinginu í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AfD nýtur verulegs stuðnings í Þýringalandi. Leiðtogi flokksins þar er Björn Höcke, einn umdeildasti leiðtogi flokks sem er meðal annars þekktur fyrir andúð á flóttamönnum og innflytjendum. Höcke vakti meðal annars hneykslan þegar hann fordæmdi ákvörðun um að staðsetja minnisvarða um helför nasista í miðborg Berlínar og lýsti því honum sem „skammarlegum minnisvarða“. Kemmerich er undir töluverðum þrýstingi að segja af sér. Christian Lindner, leiðtogi FDP, hélt til fundar við hann í sambandslandshöfuðborginni Erfurt í dag en fram að þessu hefur Kemmerich hafnað að stíga til hliðar. FDP fékk aðeins 5% atkvæða í kosningunum í Þýringalandi í haust. Uppgangur AfD í Þýringalandi þykir minna óþægilega á ris Nasistaflokksins á sínum tíma. Nasistar komust fyrst til áhrifa í sambandslandsstjórn Þýringalands árið 1930 á tíma Weimar-lýðveldisins. Adolf Hitler var skipaður kanslari þremur árum síðar. Þýskaland Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Ákvörðun þingmanna Kristilega demókrataflokksins um að kjósa með hægriöfgaflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) um nýjan forsætisráðherra Þýringalands hefur valdið miklum titringi í þýskum stjórnmálum. Angela Merkel kanslari segir valið „ófyrirgefanlegt“ og snúa verði úrslitunum við. Þetta er í fyrsta skipti sem AfD á hlut í vali á leiðtoga sambandslands. Allt frá lokum síðar heimsstyrjaldar hafa þýskir stjórnmálaflokkar staðið saman um að útiloka hægriöfgaflokka frá samstarfi. Því kom það mörgum í opna skjöldu þegar sambandslandsþingmenn Kristilega demókrataflokks (CDU) Merkel í Þýringalandi tóku höndum saman við þingmenn Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) um að kjósa Thomas Kemmerich, lítt þekktan þingmann Frjálsra demókrata (FDP), sem forsætisráðherra sambandslandsins. Merkel sagði að dagurinn væri slæmur fyrir lýðræðið. „Þessi atburður er óafsakanlegur og því verður að snúa við úrslitunum,“ sagði kanslarinn. Neyðarfundur leiðtoga stjórnarflokkanna hefur verið boðaður á laugardag að ósk Sósíademókrataflokksins (SPD), að sögn Reuters-fréttastofunnar. Málið hefur vakið miklar reiði innan raða hans. Sigmar Gabriel, fyrrverandi leiðtogi SPD, sagði á Twitter í dag að kosning Kemmerich væri skammarleg og að kjósa yrði að nýju í Þýringalandi. Kemmerich (t.v.) tekur í hönd Björn Höcke, leiðtoga AfD í Þýringalandi, eftir atkvæðagreiðsluna í gær.Vísir/EPA Sjá hliðstæðu við ris nasismans Stjórnarkreppa hefur ríkt í sambandslandinu frá því eftir kosningarnar sem fóru fram í október. Öfgavinstriflokkurinn Vinstri vann sigur í kosningunum en leiðtogi hans, Bodo Ramelow, varð undir í kosningunni um forsætisráðherra með einu atkvæði á sambandslandsþinginu í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AfD nýtur verulegs stuðnings í Þýringalandi. Leiðtogi flokksins þar er Björn Höcke, einn umdeildasti leiðtogi flokks sem er meðal annars þekktur fyrir andúð á flóttamönnum og innflytjendum. Höcke vakti meðal annars hneykslan þegar hann fordæmdi ákvörðun um að staðsetja minnisvarða um helför nasista í miðborg Berlínar og lýsti því honum sem „skammarlegum minnisvarða“. Kemmerich er undir töluverðum þrýstingi að segja af sér. Christian Lindner, leiðtogi FDP, hélt til fundar við hann í sambandslandshöfuðborginni Erfurt í dag en fram að þessu hefur Kemmerich hafnað að stíga til hliðar. FDP fékk aðeins 5% atkvæða í kosningunum í Þýringalandi í haust. Uppgangur AfD í Þýringalandi þykir minna óþægilega á ris Nasistaflokksins á sínum tíma. Nasistar komust fyrst til áhrifa í sambandslandsstjórn Þýringalands árið 1930 á tíma Weimar-lýðveldisins. Adolf Hitler var skipaður kanslari þremur árum síðar.
Þýskaland Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira