Fækka íbúðum og stækka græn svæði vegna athugasemda íbúa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. febrúar 2020 14:56 Gróf teikning af svæðinu. Mynd/Reykjavíkurborg Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt endurskoðaðar tillögur á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum. Vegna athugasemda íbúa og annarra hagsmunaaðila var ákveðið að gera breytingar á tillögunum. Í heild fækkar íbúðum um tæplega fimmtung og stærð opinna svæða sem skilgreind eru í aðalskipulagi tvöfaldast.Á vef Reykjavíkurborgar segir að létta eigi á byggingamagni með því að taka út íbúðir fyrir námsmenn og minnka byggingarreit hagkvæms húsnæðis við stakkstæði. Þá á að stækka opin græn svæði frá auglýstri tillögu og festa þau til frambúðar sem opin svæði til leikja og útivistar í aðalskipulagi.Aðrar breytingar eru eftirfarandi: Setja hverfisvernd á Stakkstæðið og Vatnshólinn, jafnframt því að tryggja ásýnd að byggingu Sjómannnaskólans. Hjóla- og sorpskýli framan og til hliðar við Sjómannaskóla færð eða tekin út. Ofanvatnslausnir og lagnakvaðir settar inn. Ný lóðamörk, bílastæði og göngustígar aðlöguð breytingum. Settar inn bundnar byggingarlínur og byggingarreitur minnkaður. Samhliða eru teikningar uppfærðar, texti, töflur, skuggavarp og þrívíddarmyndir. Þessar tillögur eiga að tryggja fjölbreytt framboð íbúðarhúsnæðis í samræmi við megin markmið húsnæðisstefnu aðalskipulagsins að því er segir á vef Reykjavíkurborgar. Einnig eiga þær að stuðla þær að bættri nýtingu svæða innan borgarinnar í samræmi við markmið aðalskipulagsins um uppbyggingu þéttrar og blandaðrar byggðar, sjálfbæra borgarþróun og bættan borgarbrag. Fyrr á árinu var greint frá því að íbúar í Háteigshverfi töldu borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. Gagnrýndu þeir að í fyrirhugaðri uppbyggingu á Sjóminjaskólareit verði mikilvægum grænum útivistasvæðum fórnað og gengið á friðaðar minjar. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt endurskoðaðar tillögur á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum. Vegna athugasemda íbúa og annarra hagsmunaaðila var ákveðið að gera breytingar á tillögunum. Í heild fækkar íbúðum um tæplega fimmtung og stærð opinna svæða sem skilgreind eru í aðalskipulagi tvöfaldast.Á vef Reykjavíkurborgar segir að létta eigi á byggingamagni með því að taka út íbúðir fyrir námsmenn og minnka byggingarreit hagkvæms húsnæðis við stakkstæði. Þá á að stækka opin græn svæði frá auglýstri tillögu og festa þau til frambúðar sem opin svæði til leikja og útivistar í aðalskipulagi.Aðrar breytingar eru eftirfarandi: Setja hverfisvernd á Stakkstæðið og Vatnshólinn, jafnframt því að tryggja ásýnd að byggingu Sjómannnaskólans. Hjóla- og sorpskýli framan og til hliðar við Sjómannaskóla færð eða tekin út. Ofanvatnslausnir og lagnakvaðir settar inn. Ný lóðamörk, bílastæði og göngustígar aðlöguð breytingum. Settar inn bundnar byggingarlínur og byggingarreitur minnkaður. Samhliða eru teikningar uppfærðar, texti, töflur, skuggavarp og þrívíddarmyndir. Þessar tillögur eiga að tryggja fjölbreytt framboð íbúðarhúsnæðis í samræmi við megin markmið húsnæðisstefnu aðalskipulagsins að því er segir á vef Reykjavíkurborgar. Einnig eiga þær að stuðla þær að bættri nýtingu svæða innan borgarinnar í samræmi við markmið aðalskipulagsins um uppbyggingu þéttrar og blandaðrar byggðar, sjálfbæra borgarþróun og bættan borgarbrag. Fyrr á árinu var greint frá því að íbúar í Háteigshverfi töldu borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. Gagnrýndu þeir að í fyrirhugaðri uppbyggingu á Sjóminjaskólareit verði mikilvægum grænum útivistasvæðum fórnað og gengið á friðaðar minjar.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03