Nýju klæði keisaraynjunnar Hafþór S. Ciesielski og Sigurþór S. Ciesielski skrifar 5. febrúar 2020 10:00 Á dögunum kynnti Fendi vor/sumar línu karla fyrir 2020 í Villa Reales í Mílanó. Mjúkir grænir og brúnir jarðartónar ásamt stráhöttum, garðyrkjuhönskum og garðkönnum voru áberandi. Tenging karlamanna við mýkt og náttúruna var þemað. Það sama má segja um vor/sumar línu Dior kvenna fyrir 2020 í París og Shanghai. Kínarósin er táknmynd kjólanna sem sýnir tengslin milli franskrar og kínverskrar listmenningar. Sameiginleg ást á garðyrkju og villiblómum fagnað. Þá mátti sjá stráhatta og kjóla með blómamynstri sem líktust æðakerfi líkamans. Villiblóm í blóma við sólarplexusinn, falleg belti úr grófum léreft efnum ásamt léreft töskum nutu sín. Umhverfisvæn þrykklitun með laufblöðum og plöntum setti töfrandi svip á flíkurnar. Við gerð sviðsmyndarinnar starfaði Maria Grazia Chiuri listræni stjórnandi kvennfatnaðs Dior með listamönnum og umhverfishönnuðum hjá Coloco í París. Sviðsmyndin sjálf voru plöntur og tré sem verða síðar gróðursett í ýmis borgarverkefni. Módelin gengu tignarlega í nýju klæðunum - ekki keisarans heldur keisaraynjunnar - og minntu óneitanlega á erkitýpu ‘The Empress’ úr Tarot. Keisaraynjan sem þar birtist er móðir náttúrunnar, í jaðri skógar og gjöful á gjafir jarðar, sannkallaðar munaðarvörur. Hefur næmni fyrir tilfinningum og þörfum, sú sem nærir lífið, tengist jörðinni og öðrum verum hennar. Makindaleg keisaraynjan með tólf stjörnur á kórónu sinni, lifir í þægindum náttúrunnar og í jafnvægi við umhverfið, í náttúrulegu flæði. Hún boðar hlýlegt fagnaðarerindi sitt, að fegurðina megi finna í lífinu sjálfu. Módelið Mona Tougaard.Getty Garðyrkja, tré og blóm, virðing fyrir náttúrunni og umhverfinu er draumsýn Fendi fyrir karla og Dior fyrir kvenmenn á næsta ári. Spádómar málningafyrirtækja sjá einnig grænt í kortunum og nefna liti ársins nöfnum eins og; ‘Friðsæl dögun’ og ‘Aftur í náttúruna.’ Nýlegt frá Prada er taska sem inniheldur ekki dýraskinn úr framandi lífveru heldur efni úr ECONYL® endurunnu nylon efni. Heimasíða framleiðandans, birtir mynd af hjálparlausri skjaldböku flækt í grænu fiskneti. Í staðinn fyrir að yfirgefin fiskifæri fljóta um höfin þar sem þau eyðileggja kóral rif, festa, flækja og drepa þær lífverur sem á vegi verða, þá er þau endurunnin og breytt í verðmæta hrávöru. Til að endurspegla breyttan heim þá er Prada að kynna umhverfisvænar töskur. Þá eru nýstárleg efni eins og Piñatex® að finna sitt rými á markaðinum sem er einskonar leðurlíki úr trefjum, áður ónytjungi úr ananas iðnaðinum. Carmen Hijosa, 63 ára frumkvöðullinn á bakvið efnið, var áður sérfræðingur í leðuriðnaðinum en opnaði augun fyrir neikvæðum umhverfisáhrifum eftir að hafa ferðast til Filippseyja vegna vinnu sinnar. Í kjölfarið varð til doktorsverkefni, samstarf nokkurra háskóla og fyrirtækja og útkoman er nýtt umhverfisvænt efni, hrávara sem skilar ávaxtabændum auknum tekjum. Efni sem þarfnast ekki meira af vatni, óþarfa eiturefnum eða landsvæðis til framleiðslu. Dulvitund tískunnar Á síðasta ári birtist myndaþáttur frá Gucci sem sýnir söngvarann Harry Styles sem dýravin í Villa Lante á Ítalíu. Á einni myndinni sést frægi söngvarinn með lítinn grísling í fanginu við hjartastað. Harry drýpur höfði athugull og heldur um svínið eins og gæludýri. Hann gefur litla svíninu að borða úr lófanum og passar upp á það. Litirnir í garðinum eru mjúkir, gul lauf liggja í græna grasinu. Sólarstafir teygja sig í gegnum trén og gylltur yfirtónn liggur yfir allri myndinni. Voldugt steinhandrið liggur þvert á myndina í bakgrunni. Súlur í líki postulínsvasa styðja handriðið sem vísar upp. Tveir litlir gríslingar labba um í kringum manninn og skoða sig um. Harry klæðist þunnri yfirkápu með austurlenskum blæbrigðum. Á bláu kápunni er rauður rammi með hvítum skrautblómum og mynstri sem umliggur alla kápuna. Ermarnar eru stórar og víðar. Sterku litir kápunnar skera sig úr mjúka bakgrunninum. Keisaraleg tign og mýkt einkenna myndina. Að vera góður við dýrin er flott, segir auglýsingin. Fontana del Pegaso.Gwendolyn Stansbury Villa Lante var að hluta veiðigarður áður en honum var breytt í listgarð á 16. öld þegar kardínálinn og frændi páfans, Niccolò Ridolfi, gaf garðinum nýjan tilgang. Giovanni Francesco Gambara tók svo við garðinum og hélt uppi áframhaldandi uppbyggingu hans ásamt hinum merka hönnuði Vignola, rétt áður en hann hannaði móðurkirkju Jesúítareglunnar í Róm.Garðurinn skiptist í tvo helminga, skóglendið fyrir austan og svo hinn formlega garð fyrir vestan, með listaverkum og mannvirkjum. Gengið er inn í útbreiddan faðm Pegasusar, stóran gosbrunn sem tekur á móti manni ásamt hinu níu menntagyðjum sem svífa yfir vötnum og slá tóninn. Skóglendið vísar veginn upp hæð og undirbýr vegfarendur fyrir innvígsluathöfn sem leiðir niður á við og fer fram í vestur hlutanum. Tarquinio Ligustri, The Villa Lante. París, þjóðarbókasafnið, Cabiner des Esampes.Þjóðarbókasafnið í París Í upprunalegu plani Vignola var efst vestan megin gosbrunnur með níu hnetum (e. acorns) en garðurinn hefur tekið breytingum síðan þá. Gosbrunnurinn þar og táknfræði hans minntu á gullöld mannsins skv. Claudio Lazzaro-Bruno. Í doktorsverkefni hennar táknaði gosbrunnurinn tíma þegar maðurinn lifði í samhljómi við náttúruna. Lazzaro lýsir því endurvarpi til tíma þar sem maðurinn borðaði hnetur, fræ, ávexti – hvað sem náttúran gaf frjálsri hendi - en lagði sér ekki kjöt til munns. Hugmyndafræðileg paradís handan tíma og rúms. Af efstu hæðum garðsins seytlar vatnið í gegnum hinar ýmsu leiðslur að miðju, í gegnum gosbrunn risanna og niður að verönd sem skiptist í tólf ferhyrnda garða með þrettánda reitnum í miðjunni. Trúar- og táknminni um töluna tólf (stjörnumerkin, lærisveinar frelsarans o.s.frv.) í kringum hina þrettándu miðju, sólina, eða hinn uppljómaða o.s.frv. það má segja að það sagnaminni eigi sínar „náttúrulegar” rætur í rúmfræði. Hámarks snertiflötur kúlu við aðrar jafnstórar kúlur í þrívíðu rými er tólf, sú þrettánda sem snertir hinar tólf er þannig í miðjunni. Í garðinum umlykur vatn miðjureitin sem skiptist svo aftur niður í fjórar ferhyrndar tjarnir frumkraftanna með hringlaga gosbrunn eins og sól í miðjunni. Fjórar fígúrur úr bronsi (sem er síðari viðbót) umkringja hnöttinn í miðjunni. Átta könglar sem táknrænt vísa til heilaköngulsins, hásæti heilans (heilataugarnar (e. Cranial nerves) eru tólf samtals og liggja hringinn í kring um heilaköngulinn í miðjunni) standa á handriði kringum innsta gosbrunninn með fígúrunum fjórum. Fontana dei Quattro Mori.Jeremy Cherfas Vísað hefur verið til þess að staðsetning könglanna mynda fjögur “V”í línu við miðjuna frá fjórum áttum, norðvestri, norðaustri, suðaustri og suðvestri, sem myndar cross pattée sem má t.d. finna á templara skjaldarmerkinu. Fyrir mörgum er Villa Lante demantstákn, hinn fullkomni endurreisnargarður. Módelið Dána Dóbrinskaya.Getty Nýir mannasiðir Talsmaður bresku krúnunnar fullyrti nýlega að héðan af verða ekki hönnuð föt á drottninguna þar sem alvöru dýraloðfeldur verður notaður. Í desember 2018 kvaddi Chanel felda og leður úr framandi dýrum, Karl Lagerfeld heitinn, þekktasta goðsögn tískuheimsins, varði ákvörðunina og sagði einfaldlega að þetta hefði legið í loftinu. Við vorum ekki neydd til þess að gera breytinguna, þetta var frjálst val sagði hann í viðtali við WWD. Lagerfeld sem áður kynnti nýjar dýraafurðir inn í tískuiðnaðinn varði nú brottfall þeirra úr geiranum. Samskiptatengill Chanel sagði þetta siðferðislega ákvörðun og tækifæri fyrir tískuhúsið til að skapa nýja kynslóð af lúxus tískuvörum. Það má með sanni segja að tímabilið sem við erum að stíga inn í, sé einskonar önnur og ný endurreisn. Nýjasta Haute Couture sýning Dior (vor/sumar 2020) endurspeglar þetta með tilvísun í grísku goðafræðina þar sem keisaraynjan tekur við hlutverki keisarans; mýktin hefur sigrað hörkuna. Það er fínt og tignarlegt að vera manneskja sem tileinkar sér góð gildi. Táknmynd hins fína er að vera góður við dýrin, sýna samkennd og auðmýkt, myndirnar af Harry í Villa Lante fanga þá tilfinningu og tilfinningin er komin til að vera. Höfundar eru grænkerar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafþór Sævarsson Ciesielski Tíska og hönnun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Á dögunum kynnti Fendi vor/sumar línu karla fyrir 2020 í Villa Reales í Mílanó. Mjúkir grænir og brúnir jarðartónar ásamt stráhöttum, garðyrkjuhönskum og garðkönnum voru áberandi. Tenging karlamanna við mýkt og náttúruna var þemað. Það sama má segja um vor/sumar línu Dior kvenna fyrir 2020 í París og Shanghai. Kínarósin er táknmynd kjólanna sem sýnir tengslin milli franskrar og kínverskrar listmenningar. Sameiginleg ást á garðyrkju og villiblómum fagnað. Þá mátti sjá stráhatta og kjóla með blómamynstri sem líktust æðakerfi líkamans. Villiblóm í blóma við sólarplexusinn, falleg belti úr grófum léreft efnum ásamt léreft töskum nutu sín. Umhverfisvæn þrykklitun með laufblöðum og plöntum setti töfrandi svip á flíkurnar. Við gerð sviðsmyndarinnar starfaði Maria Grazia Chiuri listræni stjórnandi kvennfatnaðs Dior með listamönnum og umhverfishönnuðum hjá Coloco í París. Sviðsmyndin sjálf voru plöntur og tré sem verða síðar gróðursett í ýmis borgarverkefni. Módelin gengu tignarlega í nýju klæðunum - ekki keisarans heldur keisaraynjunnar - og minntu óneitanlega á erkitýpu ‘The Empress’ úr Tarot. Keisaraynjan sem þar birtist er móðir náttúrunnar, í jaðri skógar og gjöful á gjafir jarðar, sannkallaðar munaðarvörur. Hefur næmni fyrir tilfinningum og þörfum, sú sem nærir lífið, tengist jörðinni og öðrum verum hennar. Makindaleg keisaraynjan með tólf stjörnur á kórónu sinni, lifir í þægindum náttúrunnar og í jafnvægi við umhverfið, í náttúrulegu flæði. Hún boðar hlýlegt fagnaðarerindi sitt, að fegurðina megi finna í lífinu sjálfu. Módelið Mona Tougaard.Getty Garðyrkja, tré og blóm, virðing fyrir náttúrunni og umhverfinu er draumsýn Fendi fyrir karla og Dior fyrir kvenmenn á næsta ári. Spádómar málningafyrirtækja sjá einnig grænt í kortunum og nefna liti ársins nöfnum eins og; ‘Friðsæl dögun’ og ‘Aftur í náttúruna.’ Nýlegt frá Prada er taska sem inniheldur ekki dýraskinn úr framandi lífveru heldur efni úr ECONYL® endurunnu nylon efni. Heimasíða framleiðandans, birtir mynd af hjálparlausri skjaldböku flækt í grænu fiskneti. Í staðinn fyrir að yfirgefin fiskifæri fljóta um höfin þar sem þau eyðileggja kóral rif, festa, flækja og drepa þær lífverur sem á vegi verða, þá er þau endurunnin og breytt í verðmæta hrávöru. Til að endurspegla breyttan heim þá er Prada að kynna umhverfisvænar töskur. Þá eru nýstárleg efni eins og Piñatex® að finna sitt rými á markaðinum sem er einskonar leðurlíki úr trefjum, áður ónytjungi úr ananas iðnaðinum. Carmen Hijosa, 63 ára frumkvöðullinn á bakvið efnið, var áður sérfræðingur í leðuriðnaðinum en opnaði augun fyrir neikvæðum umhverfisáhrifum eftir að hafa ferðast til Filippseyja vegna vinnu sinnar. Í kjölfarið varð til doktorsverkefni, samstarf nokkurra háskóla og fyrirtækja og útkoman er nýtt umhverfisvænt efni, hrávara sem skilar ávaxtabændum auknum tekjum. Efni sem þarfnast ekki meira af vatni, óþarfa eiturefnum eða landsvæðis til framleiðslu. Dulvitund tískunnar Á síðasta ári birtist myndaþáttur frá Gucci sem sýnir söngvarann Harry Styles sem dýravin í Villa Lante á Ítalíu. Á einni myndinni sést frægi söngvarinn með lítinn grísling í fanginu við hjartastað. Harry drýpur höfði athugull og heldur um svínið eins og gæludýri. Hann gefur litla svíninu að borða úr lófanum og passar upp á það. Litirnir í garðinum eru mjúkir, gul lauf liggja í græna grasinu. Sólarstafir teygja sig í gegnum trén og gylltur yfirtónn liggur yfir allri myndinni. Voldugt steinhandrið liggur þvert á myndina í bakgrunni. Súlur í líki postulínsvasa styðja handriðið sem vísar upp. Tveir litlir gríslingar labba um í kringum manninn og skoða sig um. Harry klæðist þunnri yfirkápu með austurlenskum blæbrigðum. Á bláu kápunni er rauður rammi með hvítum skrautblómum og mynstri sem umliggur alla kápuna. Ermarnar eru stórar og víðar. Sterku litir kápunnar skera sig úr mjúka bakgrunninum. Keisaraleg tign og mýkt einkenna myndina. Að vera góður við dýrin er flott, segir auglýsingin. Fontana del Pegaso.Gwendolyn Stansbury Villa Lante var að hluta veiðigarður áður en honum var breytt í listgarð á 16. öld þegar kardínálinn og frændi páfans, Niccolò Ridolfi, gaf garðinum nýjan tilgang. Giovanni Francesco Gambara tók svo við garðinum og hélt uppi áframhaldandi uppbyggingu hans ásamt hinum merka hönnuði Vignola, rétt áður en hann hannaði móðurkirkju Jesúítareglunnar í Róm.Garðurinn skiptist í tvo helminga, skóglendið fyrir austan og svo hinn formlega garð fyrir vestan, með listaverkum og mannvirkjum. Gengið er inn í útbreiddan faðm Pegasusar, stóran gosbrunn sem tekur á móti manni ásamt hinu níu menntagyðjum sem svífa yfir vötnum og slá tóninn. Skóglendið vísar veginn upp hæð og undirbýr vegfarendur fyrir innvígsluathöfn sem leiðir niður á við og fer fram í vestur hlutanum. Tarquinio Ligustri, The Villa Lante. París, þjóðarbókasafnið, Cabiner des Esampes.Þjóðarbókasafnið í París Í upprunalegu plani Vignola var efst vestan megin gosbrunnur með níu hnetum (e. acorns) en garðurinn hefur tekið breytingum síðan þá. Gosbrunnurinn þar og táknfræði hans minntu á gullöld mannsins skv. Claudio Lazzaro-Bruno. Í doktorsverkefni hennar táknaði gosbrunnurinn tíma þegar maðurinn lifði í samhljómi við náttúruna. Lazzaro lýsir því endurvarpi til tíma þar sem maðurinn borðaði hnetur, fræ, ávexti – hvað sem náttúran gaf frjálsri hendi - en lagði sér ekki kjöt til munns. Hugmyndafræðileg paradís handan tíma og rúms. Af efstu hæðum garðsins seytlar vatnið í gegnum hinar ýmsu leiðslur að miðju, í gegnum gosbrunn risanna og niður að verönd sem skiptist í tólf ferhyrnda garða með þrettánda reitnum í miðjunni. Trúar- og táknminni um töluna tólf (stjörnumerkin, lærisveinar frelsarans o.s.frv.) í kringum hina þrettándu miðju, sólina, eða hinn uppljómaða o.s.frv. það má segja að það sagnaminni eigi sínar „náttúrulegar” rætur í rúmfræði. Hámarks snertiflötur kúlu við aðrar jafnstórar kúlur í þrívíðu rými er tólf, sú þrettánda sem snertir hinar tólf er þannig í miðjunni. Í garðinum umlykur vatn miðjureitin sem skiptist svo aftur niður í fjórar ferhyrndar tjarnir frumkraftanna með hringlaga gosbrunn eins og sól í miðjunni. Fjórar fígúrur úr bronsi (sem er síðari viðbót) umkringja hnöttinn í miðjunni. Átta könglar sem táknrænt vísa til heilaköngulsins, hásæti heilans (heilataugarnar (e. Cranial nerves) eru tólf samtals og liggja hringinn í kring um heilaköngulinn í miðjunni) standa á handriði kringum innsta gosbrunninn með fígúrunum fjórum. Fontana dei Quattro Mori.Jeremy Cherfas Vísað hefur verið til þess að staðsetning könglanna mynda fjögur “V”í línu við miðjuna frá fjórum áttum, norðvestri, norðaustri, suðaustri og suðvestri, sem myndar cross pattée sem má t.d. finna á templara skjaldarmerkinu. Fyrir mörgum er Villa Lante demantstákn, hinn fullkomni endurreisnargarður. Módelið Dána Dóbrinskaya.Getty Nýir mannasiðir Talsmaður bresku krúnunnar fullyrti nýlega að héðan af verða ekki hönnuð föt á drottninguna þar sem alvöru dýraloðfeldur verður notaður. Í desember 2018 kvaddi Chanel felda og leður úr framandi dýrum, Karl Lagerfeld heitinn, þekktasta goðsögn tískuheimsins, varði ákvörðunina og sagði einfaldlega að þetta hefði legið í loftinu. Við vorum ekki neydd til þess að gera breytinguna, þetta var frjálst val sagði hann í viðtali við WWD. Lagerfeld sem áður kynnti nýjar dýraafurðir inn í tískuiðnaðinn varði nú brottfall þeirra úr geiranum. Samskiptatengill Chanel sagði þetta siðferðislega ákvörðun og tækifæri fyrir tískuhúsið til að skapa nýja kynslóð af lúxus tískuvörum. Það má með sanni segja að tímabilið sem við erum að stíga inn í, sé einskonar önnur og ný endurreisn. Nýjasta Haute Couture sýning Dior (vor/sumar 2020) endurspeglar þetta með tilvísun í grísku goðafræðina þar sem keisaraynjan tekur við hlutverki keisarans; mýktin hefur sigrað hörkuna. Það er fínt og tignarlegt að vera manneskja sem tileinkar sér góð gildi. Táknmynd hins fína er að vera góður við dýrin, sýna samkennd og auðmýkt, myndirnar af Harry í Villa Lante fanga þá tilfinningu og tilfinningin er komin til að vera. Höfundar eru grænkerar.
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar