Ólgusjór innan raða Barcelona eftir að Messi sagði sína skoðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 09:30 Lionel Messi var ekki ánægður með orð íþróttastjórans. Getty/David Ramos Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. Lionel Messi var nefnilega allt annað en sáttur með það sem Eric Abidal sagði í viðtali í spænska blaðinu Diario Sport þegar Abidal var að ræða endalok þjálfarans Ernesto Valverde hjá Barcelona. Ernesto Valverde var látinn fara um miðjan janúar og Quique Setién var ráðinn í staðinn. Eric Abidal hélt því fram að sumir leikmenn Barcelona hafi ekki verið að leggja sig fram fyrir Valverde. Lionel Messi hits out at Barcelona's Sporting Director and former team-mate Eric Abidal pic.twitter.com/8FCBU48YE5— B/R Football (@brfootball) February 4, 2020 „Margir leikmenn voru ekki ánægðir eða að leggja sig fram og það voru samskiptavandamál innan liðsins,“ sagði Eric Abidal meðal annars í viðtalinu við Diario Sport. Lionel Messi svaraði: „Þegar þú ræðir leikmenn opinberlega þá verður þú að nefna nöfn því annars liggja allir undir grun,“ sagði Lionel Messi. Eric Abidal er fyrrum leikmaður Barcelona og lék lengi við hlið Lionel Messi eða á árunum 2007 til 2013. Hann kom síðan aftur til Barcelona eftir að skórnir fóru upp á hillu og var ráðinn sem íþróttastjóri félagsins í júní 2018. „Samkomulag þjálfarans og klefans hafa alltaf verið gott hjá félaginu en það eru hlutir sem ég sem fyrrum leikmaður gat þefað uppi. Ég sagði félaginu mína skoðun og við tókum ákvörðun um Valverde,“ sagði Eric Abidal. Messi svaraði á Instagram og kom mörgum á óvart með að leggja af stað í þá herferð. „Ég er ekki hrifinn af því að gera svona hluti en það er mín skoðun að fólk verður að taka ábyrgð á þeirra eigin starfi og sínum ákvörðunum,“ skrifaði Lionel Messi á Instagram. "I don't like to do these things but I think that people have to be responsible for their jobs and own their decisions." Lionel Messi has criticised Barcelona's sporting director Eric Abidal. More: https://t.co/CApLoWPjzRpic.twitter.com/hwnnIIxq7D— BBC Sport (@BBCSport) February 5, 2020 Lionel Messi hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona en mál sem þetta ýtir undir þær sögusagnir að hann hafi áhuga á að prófa eitthvað nýtt áður en ferlinum lýkur. Eric Abidal tók það samt fram í viðtalinu að hann héldi að Messi væri ánægður hjá Barcelona og það væru í gangi viðræður um nýjan samning. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. Lionel Messi var nefnilega allt annað en sáttur með það sem Eric Abidal sagði í viðtali í spænska blaðinu Diario Sport þegar Abidal var að ræða endalok þjálfarans Ernesto Valverde hjá Barcelona. Ernesto Valverde var látinn fara um miðjan janúar og Quique Setién var ráðinn í staðinn. Eric Abidal hélt því fram að sumir leikmenn Barcelona hafi ekki verið að leggja sig fram fyrir Valverde. Lionel Messi hits out at Barcelona's Sporting Director and former team-mate Eric Abidal pic.twitter.com/8FCBU48YE5— B/R Football (@brfootball) February 4, 2020 „Margir leikmenn voru ekki ánægðir eða að leggja sig fram og það voru samskiptavandamál innan liðsins,“ sagði Eric Abidal meðal annars í viðtalinu við Diario Sport. Lionel Messi svaraði: „Þegar þú ræðir leikmenn opinberlega þá verður þú að nefna nöfn því annars liggja allir undir grun,“ sagði Lionel Messi. Eric Abidal er fyrrum leikmaður Barcelona og lék lengi við hlið Lionel Messi eða á árunum 2007 til 2013. Hann kom síðan aftur til Barcelona eftir að skórnir fóru upp á hillu og var ráðinn sem íþróttastjóri félagsins í júní 2018. „Samkomulag þjálfarans og klefans hafa alltaf verið gott hjá félaginu en það eru hlutir sem ég sem fyrrum leikmaður gat þefað uppi. Ég sagði félaginu mína skoðun og við tókum ákvörðun um Valverde,“ sagði Eric Abidal. Messi svaraði á Instagram og kom mörgum á óvart með að leggja af stað í þá herferð. „Ég er ekki hrifinn af því að gera svona hluti en það er mín skoðun að fólk verður að taka ábyrgð á þeirra eigin starfi og sínum ákvörðunum,“ skrifaði Lionel Messi á Instagram. "I don't like to do these things but I think that people have to be responsible for their jobs and own their decisions." Lionel Messi has criticised Barcelona's sporting director Eric Abidal. More: https://t.co/CApLoWPjzRpic.twitter.com/hwnnIIxq7D— BBC Sport (@BBCSport) February 5, 2020 Lionel Messi hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona en mál sem þetta ýtir undir þær sögusagnir að hann hafi áhuga á að prófa eitthvað nýtt áður en ferlinum lýkur. Eric Abidal tók það samt fram í viðtalinu að hann héldi að Messi væri ánægður hjá Barcelona og það væru í gangi viðræður um nýjan samning.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira