Ólgusjór innan raða Barcelona eftir að Messi sagði sína skoðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 09:30 Lionel Messi var ekki ánægður með orð íþróttastjórans. Getty/David Ramos Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. Lionel Messi var nefnilega allt annað en sáttur með það sem Eric Abidal sagði í viðtali í spænska blaðinu Diario Sport þegar Abidal var að ræða endalok þjálfarans Ernesto Valverde hjá Barcelona. Ernesto Valverde var látinn fara um miðjan janúar og Quique Setién var ráðinn í staðinn. Eric Abidal hélt því fram að sumir leikmenn Barcelona hafi ekki verið að leggja sig fram fyrir Valverde. Lionel Messi hits out at Barcelona's Sporting Director and former team-mate Eric Abidal pic.twitter.com/8FCBU48YE5— B/R Football (@brfootball) February 4, 2020 „Margir leikmenn voru ekki ánægðir eða að leggja sig fram og það voru samskiptavandamál innan liðsins,“ sagði Eric Abidal meðal annars í viðtalinu við Diario Sport. Lionel Messi svaraði: „Þegar þú ræðir leikmenn opinberlega þá verður þú að nefna nöfn því annars liggja allir undir grun,“ sagði Lionel Messi. Eric Abidal er fyrrum leikmaður Barcelona og lék lengi við hlið Lionel Messi eða á árunum 2007 til 2013. Hann kom síðan aftur til Barcelona eftir að skórnir fóru upp á hillu og var ráðinn sem íþróttastjóri félagsins í júní 2018. „Samkomulag þjálfarans og klefans hafa alltaf verið gott hjá félaginu en það eru hlutir sem ég sem fyrrum leikmaður gat þefað uppi. Ég sagði félaginu mína skoðun og við tókum ákvörðun um Valverde,“ sagði Eric Abidal. Messi svaraði á Instagram og kom mörgum á óvart með að leggja af stað í þá herferð. „Ég er ekki hrifinn af því að gera svona hluti en það er mín skoðun að fólk verður að taka ábyrgð á þeirra eigin starfi og sínum ákvörðunum,“ skrifaði Lionel Messi á Instagram. "I don't like to do these things but I think that people have to be responsible for their jobs and own their decisions." Lionel Messi has criticised Barcelona's sporting director Eric Abidal. More: https://t.co/CApLoWPjzRpic.twitter.com/hwnnIIxq7D— BBC Sport (@BBCSport) February 5, 2020 Lionel Messi hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona en mál sem þetta ýtir undir þær sögusagnir að hann hafi áhuga á að prófa eitthvað nýtt áður en ferlinum lýkur. Eric Abidal tók það samt fram í viðtalinu að hann héldi að Messi væri ánægður hjá Barcelona og það væru í gangi viðræður um nýjan samning. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Sjá meira
Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. Lionel Messi var nefnilega allt annað en sáttur með það sem Eric Abidal sagði í viðtali í spænska blaðinu Diario Sport þegar Abidal var að ræða endalok þjálfarans Ernesto Valverde hjá Barcelona. Ernesto Valverde var látinn fara um miðjan janúar og Quique Setién var ráðinn í staðinn. Eric Abidal hélt því fram að sumir leikmenn Barcelona hafi ekki verið að leggja sig fram fyrir Valverde. Lionel Messi hits out at Barcelona's Sporting Director and former team-mate Eric Abidal pic.twitter.com/8FCBU48YE5— B/R Football (@brfootball) February 4, 2020 „Margir leikmenn voru ekki ánægðir eða að leggja sig fram og það voru samskiptavandamál innan liðsins,“ sagði Eric Abidal meðal annars í viðtalinu við Diario Sport. Lionel Messi svaraði: „Þegar þú ræðir leikmenn opinberlega þá verður þú að nefna nöfn því annars liggja allir undir grun,“ sagði Lionel Messi. Eric Abidal er fyrrum leikmaður Barcelona og lék lengi við hlið Lionel Messi eða á árunum 2007 til 2013. Hann kom síðan aftur til Barcelona eftir að skórnir fóru upp á hillu og var ráðinn sem íþróttastjóri félagsins í júní 2018. „Samkomulag þjálfarans og klefans hafa alltaf verið gott hjá félaginu en það eru hlutir sem ég sem fyrrum leikmaður gat þefað uppi. Ég sagði félaginu mína skoðun og við tókum ákvörðun um Valverde,“ sagði Eric Abidal. Messi svaraði á Instagram og kom mörgum á óvart með að leggja af stað í þá herferð. „Ég er ekki hrifinn af því að gera svona hluti en það er mín skoðun að fólk verður að taka ábyrgð á þeirra eigin starfi og sínum ákvörðunum,“ skrifaði Lionel Messi á Instagram. "I don't like to do these things but I think that people have to be responsible for their jobs and own their decisions." Lionel Messi has criticised Barcelona's sporting director Eric Abidal. More: https://t.co/CApLoWPjzRpic.twitter.com/hwnnIIxq7D— BBC Sport (@BBCSport) February 5, 2020 Lionel Messi hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona en mál sem þetta ýtir undir þær sögusagnir að hann hafi áhuga á að prófa eitthvað nýtt áður en ferlinum lýkur. Eric Abidal tók það samt fram í viðtalinu að hann héldi að Messi væri ánægður hjá Barcelona og það væru í gangi viðræður um nýjan samning.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Sjá meira