Fótbolti

Atla Eðvalds minnst fyrir leik Düsseldorf og Frankfurt í gær

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Atli Eðvaldsson í leik með íslenska landsliðinu
Atli Eðvaldsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty

Atla Eðvaldssonar, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta sem og landsliðsþjálfara, var minnst fyrir leik Fortuna Düsseldorf og Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Atli lék á árum áður með Düsseldorf og skoraði ógleymanlega fimmu í leik liðanna árið 1983. Var hann fyrsti útlendingur í sögu efstu deildar þar í landi til að skora fimm mörk í einum og sama leiknum.

Atli er greinilega enn í miklum metum hjá Fortuna Düsseldorf en hann lék 122 leiki með liðinu á árunum 1981-1985. Alls lék Atli sem atvinnumaður í 10 ár í Þýskalandi og Tyrklandi.

Þá lék hann 70 landsleiki fyrir Íslands hönd sem og að hann þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 1999-2003. Þó hefur dóttir hans, Sif Atladóttir, verið einn besti leikmaður íslenska landsliðsins undanfarin ár.

Atli lést á síðasta ári eftir harða baráttu við krabbamein.


Tengdar fréttir

Atli tók mig strax undir sinn verndarvæng

Oliver Bierhoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska knattspyrnusambandinu og fyrrverandi landsliðsframherji Þýskalands, fór fögrum orðum um Atla Eðvaldsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×