Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Eiður Þór Árnason skrifar 1. febrúar 2020 23:00 Muhammed hélt upp á sjö ára afmælið sitt í dag, tveimur dögum fyrir brottvísun. Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sjö ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. UNICEF á Íslandi vill að yfirvöld horfi meira til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að ákvörðunarferli í slíkum málum. Mál fjölskyldunnar hefur vakið nokkra athygli undanfarna daga og hafa nú yfir tíu þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem þess er krafist að stjórnvöld hætti við brottvísun fjölskyldunnar. Óskuðu eftir alþjóðlegri vernd RÚV greindi frá því að foreldrar Muhammed, Faisal og Niha Khan, sem eru frá Pakistan, hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi fyrir sig og son sinn síðla árs 2017. Beiðni þeirra hefur nú verið synjað eftir yfir tveggja ára langan málsmeðferðartíma. Faisal og Niha Khan giftu sig í Pakistan þrátt fyrir að fjölskylda konunnar hafi verið búin að semja um brúðkaup hennar og annars manns sem var frændi hennar. „Muhammed verður vísað til Pakistan, þangað sem hann hefur aldrei komið og foreldrar hans hafa ekki dvalið undanfarin tíu ár. Fjölskyldan hefur ástæðu til að óttast hvað tekur við þeim í Pakistan, landinu sem þau flúðu, og ljóst að staða barnsins verður verri en hér á landi,“ segir í tilkynningu frá fulltrúum Réttindaráðsins. Gagnrýna stuttan fyrirvara Gagnrýnir hópurinn einnig að drengnum verði vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni með einungis tíu daga fyrirvara. Vesturbæjarskóli er einn Réttindaskóla UNICEF sem felur meðal annars í sér að Barnasáttmáli SÞ sé lagður til grundvallar öllu starfi skólans. „Við teljum það ekki samræmast markmiðum sáttmálans að rífa barn upp með rótum úr umhverfi sem það aðlagast vel í meira en tvö ár af stuttri ævi, kynnst menningu, eignast vini og lært tungumálið, og senda það út í óvissuna án þess að tryggja öryggi þess í nýju landi.“ Þá hvetur hópurinn stjórnvöld til þess að „setja það sem barninu er fyrir bestu í forgang og hætta við brottvísun fjölskyldunnar.“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.UNICEF Mál oft ekki unnin út frá hagsmunum barns Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, telur að það þjóni betur hagsmunum Muhammed að vera áfram hér á landi. „Nú er ég ekki með öll gögn í málinu en það líkist öðrum málum og það er erfitt að áætla að það sé best fyrir hagsmuni barns að vera sent til lands þar sem hann hefur í rauninni ekki slitið barnsskónum í.“ Hann segir að oft séu mál þar sem brottvísun kemur til álita unnin út frá fjölskyldunni þegar þau ættu að vera unnin út frá hagsmunum barns. Vill að Barnasáttmáli SÞ sé betur innleiddur „Okkur hjá UNICEF finnst oft vanta upp á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sé nýttur nægilega vel sem gæðastjórnunartæki í ákvörðunarferli yfirvalda, ekki síst þegar kemur að málefnum hælisleitenda og tilfelli brottvikninga.“ Bergsteinn kallar eftir því að Barnasáttmálinn verði betur innleiddur inn í íslenskt regluverk svo það sé hægt að nýta hann í auknum mæli til þess að taka mannúðlegar ákvarðanir byggðar á mannréttindum. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sjö ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. UNICEF á Íslandi vill að yfirvöld horfi meira til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að ákvörðunarferli í slíkum málum. Mál fjölskyldunnar hefur vakið nokkra athygli undanfarna daga og hafa nú yfir tíu þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem þess er krafist að stjórnvöld hætti við brottvísun fjölskyldunnar. Óskuðu eftir alþjóðlegri vernd RÚV greindi frá því að foreldrar Muhammed, Faisal og Niha Khan, sem eru frá Pakistan, hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi fyrir sig og son sinn síðla árs 2017. Beiðni þeirra hefur nú verið synjað eftir yfir tveggja ára langan málsmeðferðartíma. Faisal og Niha Khan giftu sig í Pakistan þrátt fyrir að fjölskylda konunnar hafi verið búin að semja um brúðkaup hennar og annars manns sem var frændi hennar. „Muhammed verður vísað til Pakistan, þangað sem hann hefur aldrei komið og foreldrar hans hafa ekki dvalið undanfarin tíu ár. Fjölskyldan hefur ástæðu til að óttast hvað tekur við þeim í Pakistan, landinu sem þau flúðu, og ljóst að staða barnsins verður verri en hér á landi,“ segir í tilkynningu frá fulltrúum Réttindaráðsins. Gagnrýna stuttan fyrirvara Gagnrýnir hópurinn einnig að drengnum verði vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni með einungis tíu daga fyrirvara. Vesturbæjarskóli er einn Réttindaskóla UNICEF sem felur meðal annars í sér að Barnasáttmáli SÞ sé lagður til grundvallar öllu starfi skólans. „Við teljum það ekki samræmast markmiðum sáttmálans að rífa barn upp með rótum úr umhverfi sem það aðlagast vel í meira en tvö ár af stuttri ævi, kynnst menningu, eignast vini og lært tungumálið, og senda það út í óvissuna án þess að tryggja öryggi þess í nýju landi.“ Þá hvetur hópurinn stjórnvöld til þess að „setja það sem barninu er fyrir bestu í forgang og hætta við brottvísun fjölskyldunnar.“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.UNICEF Mál oft ekki unnin út frá hagsmunum barns Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, telur að það þjóni betur hagsmunum Muhammed að vera áfram hér á landi. „Nú er ég ekki með öll gögn í málinu en það líkist öðrum málum og það er erfitt að áætla að það sé best fyrir hagsmuni barns að vera sent til lands þar sem hann hefur í rauninni ekki slitið barnsskónum í.“ Hann segir að oft séu mál þar sem brottvísun kemur til álita unnin út frá fjölskyldunni þegar þau ættu að vera unnin út frá hagsmunum barns. Vill að Barnasáttmáli SÞ sé betur innleiddur „Okkur hjá UNICEF finnst oft vanta upp á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sé nýttur nægilega vel sem gæðastjórnunartæki í ákvörðunarferli yfirvalda, ekki síst þegar kemur að málefnum hælisleitenda og tilfelli brottvikninga.“ Bergsteinn kallar eftir því að Barnasáttmálinn verði betur innleiddur inn í íslenskt regluverk svo það sé hægt að nýta hann í auknum mæli til þess að taka mannúðlegar ákvarðanir byggðar á mannréttindum.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira