Dagur kvenfélagskonunnar er í dag 1. febrúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. febrúar 2020 12:15 Elinborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Dagur kvenfélagskonunnar er í dag og á sama tíma fagnar Kvenfélagssamband Íslands 90 ára afmæli. Í tilefni dagsins ætla kvenfélagskonur að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði og í kvöld verður skemmtun í Aratungu í Biskupstungum þar sem á að safna peningum til kaupa á tækjabúnaði, sem nýtist við skoðun á kvenlíffærum í tengslum við meðgöngu, fæðingu og kvenheilbrigði. Um fimm þúsund kvenfélagskonur eru í landinu í fjölmörgum kvenfélögum. 1. febrúar er alltaf tileinkaður kvenfélagskonum og nú háttar svo til að Kvenfélagasamband Íslands á líka 90 ára afmæli í dag en það var stofnað 1. febrúar 1930. Það stendur mikið til hjá kvenfélagskonum allt árið vegna afmælisins hjá kvenfélagskonum. Elinborg Sigurðardóttir er formaður Sambands sunnlenskra kvenna. „Við ætlum að safna fyrir tækjum og tækni til þess að hægt verði að tengja saman monitora og ómtæki um allt land og tengja það Kvennadeild Landsspítalans þannig að það sé hægt að skoða konur á meðgöngu og fæðingu og varðandi kvensjúkdóma og fá aðstoð hjá kvennadeildinni við að lesa úr ef það eru einhver vafaatriði þannig að það þurfi ekki að vera að senda konur á milli landshluta vegna einhverra óvissuþátta eins og hefur þurft að gera“, segir Elinborg og bætir við. „Þetta er heilmikið og stórt verkefni, við þurfum að safna að minnsta kosti 36 milljónum króna til þess að þetta takist og við ætlum okkur allt árið til þessa“. Ætlunin er að safna 36 milljónum króna á afmælisárinu. Kvenfélagskonurnar ætla til dæmis að selja gyllt armbönd og súkkulaði til að fjármagna verkefnið. Í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagssambandsin ætla fulltrúar kvenfélagskvenna að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði klukkan 14:00 í dag og í kvöld klukkan 20.00 verður fjáröflunarsamkoma á vegum Kvenfélags Biskupstungna í Aratungu, sem ber yfirskriftina; „Gyllum tilveruna“. „Það verða skemmtiatriði, matur og að konur hafi gaman saman, hlægja og skemmti sér og þess vegna að dansa, það verður líka tískusýning, já, bara eitt og annað skemmtilegt“, segir Elínborg. Þetta eru skilaboðin frá formanni Sambands sunnlenskra kvenna. „Bara að óska öllum kvenfélagskonum til hamingju með afmælið og áfram verður við sterkar og vinnum með hugsjón kvenfélagsstarfsins að leiðarljósi, kærleikur, samvinna, virðing“. Bláskógabyggð Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Dagur kvenfélagskonunnar er í dag og á sama tíma fagnar Kvenfélagssamband Íslands 90 ára afmæli. Í tilefni dagsins ætla kvenfélagskonur að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði og í kvöld verður skemmtun í Aratungu í Biskupstungum þar sem á að safna peningum til kaupa á tækjabúnaði, sem nýtist við skoðun á kvenlíffærum í tengslum við meðgöngu, fæðingu og kvenheilbrigði. Um fimm þúsund kvenfélagskonur eru í landinu í fjölmörgum kvenfélögum. 1. febrúar er alltaf tileinkaður kvenfélagskonum og nú háttar svo til að Kvenfélagasamband Íslands á líka 90 ára afmæli í dag en það var stofnað 1. febrúar 1930. Það stendur mikið til hjá kvenfélagskonum allt árið vegna afmælisins hjá kvenfélagskonum. Elinborg Sigurðardóttir er formaður Sambands sunnlenskra kvenna. „Við ætlum að safna fyrir tækjum og tækni til þess að hægt verði að tengja saman monitora og ómtæki um allt land og tengja það Kvennadeild Landsspítalans þannig að það sé hægt að skoða konur á meðgöngu og fæðingu og varðandi kvensjúkdóma og fá aðstoð hjá kvennadeildinni við að lesa úr ef það eru einhver vafaatriði þannig að það þurfi ekki að vera að senda konur á milli landshluta vegna einhverra óvissuþátta eins og hefur þurft að gera“, segir Elinborg og bætir við. „Þetta er heilmikið og stórt verkefni, við þurfum að safna að minnsta kosti 36 milljónum króna til þess að þetta takist og við ætlum okkur allt árið til þessa“. Ætlunin er að safna 36 milljónum króna á afmælisárinu. Kvenfélagskonurnar ætla til dæmis að selja gyllt armbönd og súkkulaði til að fjármagna verkefnið. Í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagssambandsin ætla fulltrúar kvenfélagskvenna að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði klukkan 14:00 í dag og í kvöld klukkan 20.00 verður fjáröflunarsamkoma á vegum Kvenfélags Biskupstungna í Aratungu, sem ber yfirskriftina; „Gyllum tilveruna“. „Það verða skemmtiatriði, matur og að konur hafi gaman saman, hlægja og skemmti sér og þess vegna að dansa, það verður líka tískusýning, já, bara eitt og annað skemmtilegt“, segir Elínborg. Þetta eru skilaboðin frá formanni Sambands sunnlenskra kvenna. „Bara að óska öllum kvenfélagskonum til hamingju með afmælið og áfram verður við sterkar og vinnum með hugsjón kvenfélagsstarfsins að leiðarljósi, kærleikur, samvinna, virðing“.
Bláskógabyggð Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira