Manneldi fyrir austan Gauti Jóhannesson skrifar 18. ágúst 2020 10:30 Mikil uppbygging hefur verið í fiskeldi á Austfjörðum undanfarin ár og er reiknað með að framleiðslan verði 17 – 18.000 tonn á þessu ári. Til einföldunar má gera ráð fyrir að 10 starfsmenn þurfi til að framleiða hver 1000 tonn enda lætur nærri að nú hafi 170 manns hafi beina atvinnu af eldi og vinnslu á svæðinu. Við þetta bætast svo fjölmörg afleidd störf s.s. ýmis iðnaðarstörf, netaverkstæði, köfun, veitingar, gisting og flutningar svo nokkur dæmi séu tekin. Engum dylst þau miklu efnahagslegu áhrif sem fiskeldi hefur haft á sunnanverðum Austfjörðum á undanförnum árum. Þar hefur orðið viðsnúningur í atvinnulífinu og íbúaþróun samhliða uppbyggingu greinarinnar og fjölmörg afleidd störf hafa skapast eins og áður hefur komið fram. Af því tilefni má nefna að nýlega var úthlutað 5.000 fermetra lóð undir umbúðaverksmiðju á Djúpavogi auk þess sem nú er unnið að breytingu á aðalskipulagi vegna byggingar laxasláturhúss sem fyrirhugað er að rísi þar einnig. Umtalsverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Djúpavogshöfn m.a. til að koma til móts við þarfir greinarinnar en einnig til að bæta hefðbundna löndunaraðstöðu. Það er því ljóst að umtalsverðar fjárfestingar eru í farvatninu og líklegt að fiskeldi og vinnsla verði mikilvæg stoð í atvinnulífi nýs sameinaðs sveitarfélags í framtíðinni. Eins og oft vill verða eru skiptar skoðanir um greinina. Hagsmunaaðilar hafa sig mjög í frammi og fyrir leikmann er oft erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu mála og hvað er satt og hvað er rétt. Eftir stendur að fyrir íbúa sveitarfélaganna sem um ræðir er mikið í húfi. Það er því mikilvægt að þeim stofnunum sem málaflokkurinn heyrir undir sé gert kleift að sinna skyldum sínum og að leyfisveitingar og umsóknarferli sé skilvirkt og gagnsætt og byggi á bestu fáanlegu upplýsingum. Það ástand sem við búum við nú er tímabundið. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka fyrir nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum. Sjálfstæðisflokkurinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi vill styðja við frekari uppbyggingu í tengslum við fiskeldi með ábyrgum hætti og samstarfi við eftirlitsaðila. Leita leiða til að stuðla að fullvinnslu og frekari verðmætasköpun í vinnslu sjávarafla og fullnýta þá möguleika sem Egilsstaðaflugvöllur og hafnir nýs sveitarfélags hafa til vöruútflutnings og útflutnings ferskvöru Settu X við D á kosningadaginn. Með samstilltu átaki íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins er framtíðin björt. Höfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Djúpivogur Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Fljótsdalshérað Fiskeldi Gauti Jóhannesson Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Mikil uppbygging hefur verið í fiskeldi á Austfjörðum undanfarin ár og er reiknað með að framleiðslan verði 17 – 18.000 tonn á þessu ári. Til einföldunar má gera ráð fyrir að 10 starfsmenn þurfi til að framleiða hver 1000 tonn enda lætur nærri að nú hafi 170 manns hafi beina atvinnu af eldi og vinnslu á svæðinu. Við þetta bætast svo fjölmörg afleidd störf s.s. ýmis iðnaðarstörf, netaverkstæði, köfun, veitingar, gisting og flutningar svo nokkur dæmi séu tekin. Engum dylst þau miklu efnahagslegu áhrif sem fiskeldi hefur haft á sunnanverðum Austfjörðum á undanförnum árum. Þar hefur orðið viðsnúningur í atvinnulífinu og íbúaþróun samhliða uppbyggingu greinarinnar og fjölmörg afleidd störf hafa skapast eins og áður hefur komið fram. Af því tilefni má nefna að nýlega var úthlutað 5.000 fermetra lóð undir umbúðaverksmiðju á Djúpavogi auk þess sem nú er unnið að breytingu á aðalskipulagi vegna byggingar laxasláturhúss sem fyrirhugað er að rísi þar einnig. Umtalsverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Djúpavogshöfn m.a. til að koma til móts við þarfir greinarinnar en einnig til að bæta hefðbundna löndunaraðstöðu. Það er því ljóst að umtalsverðar fjárfestingar eru í farvatninu og líklegt að fiskeldi og vinnsla verði mikilvæg stoð í atvinnulífi nýs sameinaðs sveitarfélags í framtíðinni. Eins og oft vill verða eru skiptar skoðanir um greinina. Hagsmunaaðilar hafa sig mjög í frammi og fyrir leikmann er oft erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu mála og hvað er satt og hvað er rétt. Eftir stendur að fyrir íbúa sveitarfélaganna sem um ræðir er mikið í húfi. Það er því mikilvægt að þeim stofnunum sem málaflokkurinn heyrir undir sé gert kleift að sinna skyldum sínum og að leyfisveitingar og umsóknarferli sé skilvirkt og gagnsætt og byggi á bestu fáanlegu upplýsingum. Það ástand sem við búum við nú er tímabundið. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka fyrir nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum. Sjálfstæðisflokkurinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi vill styðja við frekari uppbyggingu í tengslum við fiskeldi með ábyrgum hætti og samstarfi við eftirlitsaðila. Leita leiða til að stuðla að fullvinnslu og frekari verðmætasköpun í vinnslu sjávarafla og fullnýta þá möguleika sem Egilsstaðaflugvöllur og hafnir nýs sveitarfélags hafa til vöruútflutnings og útflutnings ferskvöru Settu X við D á kosningadaginn. Með samstilltu átaki íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins er framtíðin björt. Höfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun