Segir nær öruggt að flugmaður Malaysian Air MH370 hafi grandað vélinni af ásettu ráði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 23:26 Tony Abbott var forsætisráðherra Ástralíu þegar flugvél Malaysian Airlines MH370 hvarf. getty/Stefan Postles Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu segir það nærri öruggt að flugstjóri Malaysian Airlines MH370 flugvélarinnar hafi framið morð og sjálfsvíg. Það hafi leitt til hvarfs vélarinnar árið 2014 sem enn hefur ekki fundist. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, sagði að allt frá upphafi hafi háttsettir embættismenn í Malasíska stjórnkerfinu talið að Zaharie Ahmad Shah, flugmaður vélarinnar, hafi vísvitandi grandað vélinni.Sjá einnig: Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Abbott var forsætisráðherra þegar Boeing 777 vélin hvarf þann 8. mars 2014 með 239 innanborðs á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking. Flugritarnir enn týndir Einu ummerkin sem fundust um vélina í sameiginlegri leit Ástralíu og Malasíu var brot af væng sem skolaði upp á land á eyju í Indlandshafi og er það eini hluti vélarinnar sem fundist hefur. Leit var að lokum hætt árið 2017. Leitin var sú umfangsmesta í sögu flugsamganga. Ári síðar komu fram niðurstöður úr sjálfstæðri rannsókn á vegum Malasíu og kom þar fram að stefnu vélarinnar hafi verið breytt vísvitandi og það hafi verið gert handvirkt. Þó var enginn nefndur sem grunaður í málinu.Sjá einnig: Sex mánuðir í dag frá hvarfi flugs Malaysian Airlines MH370 Maður skrifar skilaboð til farþega flugvélarinnar MH370 sem hvarf árið 2014.getty/NurPhoto Þá sagði einnig í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að ekki væri hægt að segja til um það hvað hafi valdið hrapinu nema ef brak vélarinnar eða flugriti þess komi í leitirnar. Þá hafi ekki verið nein merki um að flugmennirnir hafi verið undir álagi eða hagað sér undarlega og að enginn farþeganna hefði getað flogið vélinni upp á eigin spýtur. Allar vísbendingar eltar en ekkert svar fannst „Ég tel mig vita það með vissu, og hafa fyrir því heimildir frá æðstu embættismönnum Malasíu, að þeir hafi talið, allt frá byrjun, að flugmaðurinn hafi grandað vélinni af ásetningi,“ sagði Abbott í heimildarmynd fréttastofu Sky í Ástralíu. „Ég ætla ekki að segja hver sagði hverjum hvað, en ég ætla að vera alveg skýr: það var almennur skilningur hjá hinum hæst settu að þetta hafi alveg örugglega verið morð og sjálfsvíg flugmannsins.“ Einn rannsakendanna, malasíski lögreglustjórinn Abdul Hamid Bador, svaraði þessum orðum forsætisráðherrans fyrrverandi og sagði að engar sannanir liggi fyrir um hlut Zaharie í málinu og að hvarf vélarinnar sé enn ráðgáta. Þá hafi rannsakendur elt uppi hverja einustu vísbendingu og möguleika en ekkert óhrekjandi svar hafi fundist. Þetta sagði Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra Malasíu, í yfirlýsingu. Ástralía Flugvélahvarf MH370 Fréttir af flugi Malasía Tengdar fréttir Flugi MH370 ekki grandað af flugstjóranum Rannsakendur í Ástralíu hafna því alfarið að flugstjóri malasískrar farþegaþotu hafi viljandi grandað vélinni í flugi frá Pekíng til Kuala Lumpur árið 2014. 23. maí 2018 07:07 Hætta leit að MH370 eftir tvær vikur Þá verður leit lokið á um 120 þúsund ferkílómetra svæði í Indlandshafi, en engar trúverðugar vísbendingar um staðsetningu vélarinnar hafa fundist. 6. janúar 2017 14:35 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu segir það nærri öruggt að flugstjóri Malaysian Airlines MH370 flugvélarinnar hafi framið morð og sjálfsvíg. Það hafi leitt til hvarfs vélarinnar árið 2014 sem enn hefur ekki fundist. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, sagði að allt frá upphafi hafi háttsettir embættismenn í Malasíska stjórnkerfinu talið að Zaharie Ahmad Shah, flugmaður vélarinnar, hafi vísvitandi grandað vélinni.Sjá einnig: Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Abbott var forsætisráðherra þegar Boeing 777 vélin hvarf þann 8. mars 2014 með 239 innanborðs á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking. Flugritarnir enn týndir Einu ummerkin sem fundust um vélina í sameiginlegri leit Ástralíu og Malasíu var brot af væng sem skolaði upp á land á eyju í Indlandshafi og er það eini hluti vélarinnar sem fundist hefur. Leit var að lokum hætt árið 2017. Leitin var sú umfangsmesta í sögu flugsamganga. Ári síðar komu fram niðurstöður úr sjálfstæðri rannsókn á vegum Malasíu og kom þar fram að stefnu vélarinnar hafi verið breytt vísvitandi og það hafi verið gert handvirkt. Þó var enginn nefndur sem grunaður í málinu.Sjá einnig: Sex mánuðir í dag frá hvarfi flugs Malaysian Airlines MH370 Maður skrifar skilaboð til farþega flugvélarinnar MH370 sem hvarf árið 2014.getty/NurPhoto Þá sagði einnig í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að ekki væri hægt að segja til um það hvað hafi valdið hrapinu nema ef brak vélarinnar eða flugriti þess komi í leitirnar. Þá hafi ekki verið nein merki um að flugmennirnir hafi verið undir álagi eða hagað sér undarlega og að enginn farþeganna hefði getað flogið vélinni upp á eigin spýtur. Allar vísbendingar eltar en ekkert svar fannst „Ég tel mig vita það með vissu, og hafa fyrir því heimildir frá æðstu embættismönnum Malasíu, að þeir hafi talið, allt frá byrjun, að flugmaðurinn hafi grandað vélinni af ásetningi,“ sagði Abbott í heimildarmynd fréttastofu Sky í Ástralíu. „Ég ætla ekki að segja hver sagði hverjum hvað, en ég ætla að vera alveg skýr: það var almennur skilningur hjá hinum hæst settu að þetta hafi alveg örugglega verið morð og sjálfsvíg flugmannsins.“ Einn rannsakendanna, malasíski lögreglustjórinn Abdul Hamid Bador, svaraði þessum orðum forsætisráðherrans fyrrverandi og sagði að engar sannanir liggi fyrir um hlut Zaharie í málinu og að hvarf vélarinnar sé enn ráðgáta. Þá hafi rannsakendur elt uppi hverja einustu vísbendingu og möguleika en ekkert óhrekjandi svar hafi fundist. Þetta sagði Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra Malasíu, í yfirlýsingu.
Ástralía Flugvélahvarf MH370 Fréttir af flugi Malasía Tengdar fréttir Flugi MH370 ekki grandað af flugstjóranum Rannsakendur í Ástralíu hafna því alfarið að flugstjóri malasískrar farþegaþotu hafi viljandi grandað vélinni í flugi frá Pekíng til Kuala Lumpur árið 2014. 23. maí 2018 07:07 Hætta leit að MH370 eftir tvær vikur Þá verður leit lokið á um 120 þúsund ferkílómetra svæði í Indlandshafi, en engar trúverðugar vísbendingar um staðsetningu vélarinnar hafa fundist. 6. janúar 2017 14:35 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Flugi MH370 ekki grandað af flugstjóranum Rannsakendur í Ástralíu hafna því alfarið að flugstjóri malasískrar farþegaþotu hafi viljandi grandað vélinni í flugi frá Pekíng til Kuala Lumpur árið 2014. 23. maí 2018 07:07
Hætta leit að MH370 eftir tvær vikur Þá verður leit lokið á um 120 þúsund ferkílómetra svæði í Indlandshafi, en engar trúverðugar vísbendingar um staðsetningu vélarinnar hafa fundist. 6. janúar 2017 14:35
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna