Litla gula hænan fann fræ Eva Magnúsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 07:30 Litla, gula hænan fann fræ. Það var hveitifræ. Litla, gula hænan sagði: „Hver vill sá fræinu?“ Svínið sagði: „Ekki ég.“ Kötturinn sagði: „Ekki ég. Litla gula hænan sagði „Ég skal sá fræinu,” Af hverju er ég að rifja upp þessa sögu af Litlu gulu hænunni sem við lærðum öll í barnæsku? Loftslagsárið mikla 2019 kom umræðunni um hnignandi líf á jörðinni á dagskrá og við höfum talað okkur hás á hverjum fundinum á fætur öðrum og fjölmargir hafa verið bæði hundurinn og kötturinn allt árið. En nú er komið árið 2020 og tími kominn á að sá fræinu. Hver ætlar að taka það að sér og vera litla gula hænan? Í upphafi árs er ekki þverfótað fyrir umhverfisfundum og við höldum áfram að tala, það er mjög gott að við vitum hvað er að… en hvað er best að gera? Endurheimt votlendis Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, hefur víða fjallað um mikilvægi skjótra aðgerða í endurheimt votlendis sem er jafnframt fljótlegasta loftslagsaðgerðin sem við getum farið í. Á meðan við höldum áfram að tala þá heldur votlendið áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Það þarf samræmdar aðgerðir í það verkefni og sátt um hver greiði fyrir endurheimtina. Byrja þarf á svæðum sem ekki eru í notkun hvort eð er. Við skulum nota tímann í vetur til frekari greiningar og undirbúnings fyrir framkvæmdir næsta sumar. Endanleg vinna í jörð er einungis fær í nokkra daga á ári. Nú þegar liggja fyrir ýmsar skýrslur sem hægt er að styðjast við og eins og Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins benti á í vikunni þá hefur ekkert eitt verkefni skilað jafn mikilli stöðvun úrblástur gróiðurhúsalofttegunda á síðasta ári og Votlendissjóðurinn. Hann stöðvaði útblástur 1.440 tonna sem samsvarar því að 720 fólksbílar hefðu breyst í rafmagnsbíla. En mikið vill meira. Grænir peningar Fleiri leiðir eru færar og fjármagn stýrir þjóðfélögum. Það eru til leiðir til þess að nýta fjármálakerfið til grænna lausna, til dæmis með því að nýta fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna sem eiga í nánast öllum fyrirtækjum á Íslandi auk þeirra banka sem eru í eigu Íslendinga. Nýr Kauphallarforstjóri benti á í áramótaviðtali sínu að fleiri þátttakendur í stjórnum lífeyrissjóða og meiri valddreifing væru heillavænlegri og að betra væri að stjórnir lífeyrisjóða væru kjörnar beint af sjóðfélögum í stað þess að vera tilnefndar af aðilum vinnumarkaðarins. Ég vil bæta því við að þá gæfist fólki sem áhuga hefur á grænum lausnum tækifæri til þess að bjóða sig fram í stjórnir lífeyrissjóða og hafa áhrif á áherslu fjárfestinga til grænni lausna og verkefna sem hafa góð áhrif á umhverfið og stuðla að hringrásarhagkerfi. Ég er Litla gula hænan Ég benti á þessar tvær leiðir sem gætu verið fljótlegri en aðrar þar sem við þurfum skjótar aðgerðir þegar húsið brennur. Lengri tíma tekur fyrir trén að vaxa en við eigum samt að halda því góða starfi áfram sem felst í skógrækt auk alls þess góða sem fyrirtæki og heimili eru að gera til að draga úr losun. ….en í gegnum eignarhald væri auðvelt fyrir stjórnvöld að styðja við stefnu banka og lífeyrissjóða til að þess að fjárfesta í grænum lausnum. Við þurfum að hætta að tala okkur hás og fara að dýfa hendi í kalt vatn, framkvæma. Það eru margir boltar á lofti. Við skulum öll grípa boltann þar sem við sjáum hann föstum tökum og segja; Ég er Litla gula hænan og ég ætla að taka þátt í þessu verkefni". Öðruvísi breytum við ekki heiminum því einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög, stjórnmál og viðskiptalífið eru samofin og því þurfum við öll að vera litla gula hænan. Höfundur er eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Litla, gula hænan fann fræ. Það var hveitifræ. Litla, gula hænan sagði: „Hver vill sá fræinu?“ Svínið sagði: „Ekki ég.“ Kötturinn sagði: „Ekki ég. Litla gula hænan sagði „Ég skal sá fræinu,” Af hverju er ég að rifja upp þessa sögu af Litlu gulu hænunni sem við lærðum öll í barnæsku? Loftslagsárið mikla 2019 kom umræðunni um hnignandi líf á jörðinni á dagskrá og við höfum talað okkur hás á hverjum fundinum á fætur öðrum og fjölmargir hafa verið bæði hundurinn og kötturinn allt árið. En nú er komið árið 2020 og tími kominn á að sá fræinu. Hver ætlar að taka það að sér og vera litla gula hænan? Í upphafi árs er ekki þverfótað fyrir umhverfisfundum og við höldum áfram að tala, það er mjög gott að við vitum hvað er að… en hvað er best að gera? Endurheimt votlendis Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, hefur víða fjallað um mikilvægi skjótra aðgerða í endurheimt votlendis sem er jafnframt fljótlegasta loftslagsaðgerðin sem við getum farið í. Á meðan við höldum áfram að tala þá heldur votlendið áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Það þarf samræmdar aðgerðir í það verkefni og sátt um hver greiði fyrir endurheimtina. Byrja þarf á svæðum sem ekki eru í notkun hvort eð er. Við skulum nota tímann í vetur til frekari greiningar og undirbúnings fyrir framkvæmdir næsta sumar. Endanleg vinna í jörð er einungis fær í nokkra daga á ári. Nú þegar liggja fyrir ýmsar skýrslur sem hægt er að styðjast við og eins og Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins benti á í vikunni þá hefur ekkert eitt verkefni skilað jafn mikilli stöðvun úrblástur gróiðurhúsalofttegunda á síðasta ári og Votlendissjóðurinn. Hann stöðvaði útblástur 1.440 tonna sem samsvarar því að 720 fólksbílar hefðu breyst í rafmagnsbíla. En mikið vill meira. Grænir peningar Fleiri leiðir eru færar og fjármagn stýrir þjóðfélögum. Það eru til leiðir til þess að nýta fjármálakerfið til grænna lausna, til dæmis með því að nýta fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna sem eiga í nánast öllum fyrirtækjum á Íslandi auk þeirra banka sem eru í eigu Íslendinga. Nýr Kauphallarforstjóri benti á í áramótaviðtali sínu að fleiri þátttakendur í stjórnum lífeyrissjóða og meiri valddreifing væru heillavænlegri og að betra væri að stjórnir lífeyrisjóða væru kjörnar beint af sjóðfélögum í stað þess að vera tilnefndar af aðilum vinnumarkaðarins. Ég vil bæta því við að þá gæfist fólki sem áhuga hefur á grænum lausnum tækifæri til þess að bjóða sig fram í stjórnir lífeyrissjóða og hafa áhrif á áherslu fjárfestinga til grænni lausna og verkefna sem hafa góð áhrif á umhverfið og stuðla að hringrásarhagkerfi. Ég er Litla gula hænan Ég benti á þessar tvær leiðir sem gætu verið fljótlegri en aðrar þar sem við þurfum skjótar aðgerðir þegar húsið brennur. Lengri tíma tekur fyrir trén að vaxa en við eigum samt að halda því góða starfi áfram sem felst í skógrækt auk alls þess góða sem fyrirtæki og heimili eru að gera til að draga úr losun. ….en í gegnum eignarhald væri auðvelt fyrir stjórnvöld að styðja við stefnu banka og lífeyrissjóða til að þess að fjárfesta í grænum lausnum. Við þurfum að hætta að tala okkur hás og fara að dýfa hendi í kalt vatn, framkvæma. Það eru margir boltar á lofti. Við skulum öll grípa boltann þar sem við sjáum hann föstum tökum og segja; Ég er Litla gula hænan og ég ætla að taka þátt í þessu verkefni". Öðruvísi breytum við ekki heiminum því einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög, stjórnmál og viðskiptalífið eru samofin og því þurfum við öll að vera litla gula hænan. Höfundur er eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Podium ehf.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun